Litli lygarinn...

Í dag 30.júní á elskulega og fallega vinkona mín hún Soffía afmæli, orðin árinu eldri en égTounge þó hún gæti nú alveg verið jafngömul mér haha... hlakka til að fara í veislu í kvöld en hún ætlar líka að skíra tvíburana sína, og það eru nú ekki ófá nöfnin sem ég er búin að giska á!!

Svo eru 13.ár í dag síðan elskulegasta amma mín dó, Linda systir var einmitt ólétt af Róberti þegar hún fór. Dó á leiðinni upp á spítala í sjúkrabíl á leiðinni á Akranes. Við öll á ættarmóti svo við sáum hana öll hressa og káta á föstudagskvöldi, en svo var hún dáin seint um nóttina. Sakna hennar ennþá og finnst sárt að hún hafi aldrei hitt börnin okkar systra, eða það sem meira er að þau hafi aldrei kynnst henni. Ætla að fara upp á leiði í dag og færa henni blómHeartHeartHeart

Í gær átti svo VIktor að fara með helming af deildinni sinni í Húsdýragarðinn. En þegar ég sótti hann og við að keyra heim þá sagði hann mér að hann hafi ekki fengið að fara í húsdýragarðinn þar sem hann var ekki með flíspeysu. Ég setti hann í léttan jakka enda var 15 stiga hiti þegar hann fór í leikskólann og spáin var enn meiri hiti..enda fór hitinn í 20 stig. Ég var alveg orðlaus og bara ekki að trúa þessu, hringdi út í leikskóla en þá var deildarstjórinn á hans deild farin svo ég talaði bara við leikskólastjórann sem vissi ekkert um þetta. Ég spurði Viktor margsinnis út í þetta og alltaf sagði hann það sama. Svo í morgun hringir deildarstjórinn hans, og sagðist nú frekar sár og reið. Hún væri með fullt af myndum af Viktor úr húsdýragarðinum og hann hafi skemmt sér mjög vel!!! Ég get svarið að ég vissi ekki hvað ég átti að segja, litla dýrið sat svo eins og steingervingur þegar ég talaði í símann og spurði hann í leiðinn út í þetta. Horfði bara ofan í diskinn sinn og skammaðist sín alveg þokkalega! Þessi börn mín....

Svo á ég auðvitað besta pabba ever og hjálpsamasta....hringdi í hann í gær því það er farið að ískra í bremsunum hjá mér og við á leiðinni til Akureyrar svo ég vildi láta kíkja á bílinn. Axel ekkert að hafa of miklar áhyggjur af þessu. Ætlaði að spyrja pabba hvert væri nú best að fara og hver væri með sanngjarnt verð, ef einhver veit um það er það pabbiLoL. Hann sagði bara beint, á ég ekki bara að koma eftir vinnu og fara með bílinn þinn og láta kíkja á þetta? Ég hélt einmitt að hann væri búin snemma þá og gæti farið áður en hann myndi sækja mömmu. Nei nei hann var hérna 5 min áður enn hann átti að sækja mömmu og svo fór hann með bílinn. En þar sem pabbi vinnur á nóttunni þá fer hann alltaf heim og leggur sig eftir að hann sækir mömmu. Enda þegar ég kom að sækja bílinn var hann ósofin og þokkalega þreyttur. Bremsuklossarnir alveg búnir og hann fékk tíma fyrir mig á miðvikudag!! Snillingur þessi maður og bestur í heimiInLove

Jæja best að sinna snúllunni minni, 

knús  Dísa


Geysp...

Skil ekki af ég get aldrei sofið almennilega út!! Alveg óþolandi, ég fór ekki að sofa fyrr en rúmlega 2 og ætlaði nú aldrei að sofna fyrir partýi við hliðina á okkur og svo hrotumCrying, rumskaði svo líka klukkan 4..eflaust út af hrotum, og var vöknuð vel fyrir 10!! Einsog það eru nú miklar svefnburkur í familíunni...þó aðallega mömmu meginn. Þær eru nokkrar sem fara létt með 12-14 tíma svefn en ég nefni nú enginn nöfnLoL Ég er sko búin að sofa fyrir allt árið liggur við ef ég næ 9 tímunum. En svona er þetta bara, 15 stiga hiti þegar ég kom upp, enginn sól en hún er að brjótast hérna út núna. Verður örugglega æðislegur dagur.

Fórum á Selfoss í gær og Hveragerði. Þurfti að fara í flottustu barnafatabúðina sem er á Selfossi og skila kjól sem ég keypti þar á Marín þegar við vorum síðast í bústað. Hann var aðeins of lítill og fékk ég loksins flottar gallabuxur á skvísuna og bol í staðinn. Veðrið var alveg geggjað, steikjandi hiti og sól á báðum stöðum. Ég var ekki alveg rétt klædd, enda var ekki svona gott í RVK þegar við lögðum af stað. Var í háum svörtum stígvélum og alveg að kafna. 

Í hveragerði fórum við á blómadagana, svakalega mikið af fólki og við hittum Dóru og Bjössa og löbbuðum aðeins um með þeim. Allt morandi í litlum hundum þarna, svo Mandla var bara hress með þettaTounge Marín og Viktor komust í hoppukastala en Maggi var hjá æskuvininumGrin. Keypti mér 2 Himalaja greini eða hvað þetta heitir, geggjuð tré hérna fyrir framan húsið. Maður verður alltaf að kaupa sér eitthvað í garðinn í Hveragerði. Enda var þetta helmingi ódýrara heldur en í RVK.

Fórum svo og grilluðum með Lindu&Mumma, ekki klikkaði það frekar en fyrri daginn, og sátum þar til 1, en þá voru Viktor og Sigfús búnir að búa um sig á gólfinu undir teppi enda frekar þreyttir. Það var heldur ekki vandamál að koma krökkunum í svefninn þegar við komum heimSmile.

Marín og Axel sofa enn, en Viktor var að koma hérna upp og klukkan rúmlega hálf ellefu. 

Ætlum að þrífa bílinn í dag, bera áburð á garðinn og taka til hérna fyrir utan,ekta sunnudagur í vændum!

Svo hlakkar mig mikið til þriðjudagsins, þá ætlar Soffía vinkona að skíra tvíburana sína og hún á líka afmæli þennan dag. En ég fer líka upp í kirkjugarð þann dag, elskulega amma mín og nafna dó þennan dag fyrir 13 árum, og ég ég man þennan dag einsog gerst hafi í gær þegar hún dó á ættarmótinu með okkur. Hugsa enn til hennar oft í viku, og finnst alltaf jafn skrýtið að hún sé farin.

Jæja sólin er kominn og þetta verður góður dagur,

knús Dísa


Oggsuponsu...

Nú er pressa að skrifa hér um eitthvað sem ég veit nú barasta ekkert hvað á að vera?? Ásta mín það er svo spennandi að fylgjast með fólki í útlöndum, en hér er bara alltaf allt við það sama.

Annars missti ég símann minn í fyrradag í kaffibollann hjá mér....og já ég lýg því ekki!! Var að taka upp stóran kaffibolla og með símann í sömu hendinniLoL. Var nú alveg kominn tími á nýjan, en ég ætlaði nú ekkert að kaupa nýjan fyrr en þessi myndi deyja. Hann er allavega búin að lifa ýmislegt af og var allur brotinn og ljótur en hef ég orðið fyrir stanslausu einelti með hann hahaha. Allavega fékk ég mér geðveikan síma í dag,bleikur Sony 3G Walkman símiSmile get bara krúsað um á netinu,hlustað á útvarpið og hvaðeina. Annars kann ég ekki einu sinni að senda sms....smá vesen með stafina og þarf að hitta á Gógu eða einhvern sem kann á svonaWink

Hitinn loksins að hækka hérna á landinu góða, alveg kominn tími til. Mikill raki í loftinu strax í morgun og fékk maður svona nettan "útlandarfílíng" . Erum líka að grilla akkúrat núna, og erum á góðri leið með að slá grill met þetta árið, Axel til mikilla ánægju!! Man þegar ég nennti aldrei að grilla hérna áður fyrr,og ef það var grillað þá var það Ali svínakótilettur - vel grillaðar og ekki beint mjúkar undir tönnTounge

Krakkarnir sælir og glaðir hérna úti í góða veðrinu, og þarf liggur við að draga þau inn á kvöldin. Marin komin með "viðhengi" en það er strákur í næstu götu og þau eru saman út í eitt. Maggi að jafna sig í löppinni, man ekki hvort ég var búin að nefna það hér (ef svo ótrúlega vill til að einhver les hérna sem ekki er á Facebook) að hann fór á slysó um daginn, alveg að drepast í hælnum og gat ekki klætt sig í og úr sokkum. Það var tekin mynd og hann ekki brotin, þarf að hvíla löppina í nokkra daga og taka íbúfen. Bólgan er allavega að hjaðna, og honum líður betur enda ætlar hann að vera í góðu formi á Akureyri á miðvikudaginn.

Vona bara að foreldrarnir haldi sér á "mottunni! og missi sig nú ekki á hliðarlínunni....erum alveg með þjálfara sem sér um þaðAngry, þurfum að passa okkur og hvaða skilaboðum við komum til krakkanna. Vera bara JÁKVÐÆÐ enda þarf nú ekki mikið til að þessir strákar láti pirringinn ná yfirhöndinni ef þeir eru undir. Ég er einmitt alltaf að pæla í því hvað handboltamenn eiga alltaf betra með að halda sér á mottunni heldur en fótboltamenn sem geta tuðað endalaust í dómaranum og hefnt sín út í eitt....skrýtið! 

Lambafile grill lyktin á allan minn hug núnaGrinenda klukkan að verða hálf níu og allir orðnir svangir svo ég hef þetta ekki lengra að sinni...

knús Dísa


Liverpool here I come ;o)

Jæja þá er ég búin að panta ferðina til Liverpool fyrir okkur Magga, ætlum að fara 17.ágúst og vera í viku í smá sælu þar. Verður nú gaman að koma í bítlaborgina,hitta Ástu mína og familí,fara í H&M og skella okkur á leik á Anfield og syngja You´ll never walk aloneTounge Hlakka sko mikið til!!

Annars er bara allt fínt að frétta úr þessari annrs leiðindar rigningu hérna, hvað er eiginlega málið með þetta veður!! Ég bara spyr? 

Marín byrjaði í íþrótta skóla i gær og mjög sæl og glöð með það, Maggi byrjaði líka í fótboltaskóla og er rosalega ánægður þar, svo fer hann á æfingu beint á eftir svo það er fótbolti frá 9-14 alla daga! Viktor minn er svo enn í leikskólanum og skilur ekkert í þessu að fá ekki að fara með safa og nesti á hverjum morgni og er bara hundfúll með það greyið, en hann fær nú að fara með Sigfúsi frænda sínum í íþróttaskóla í 1 viku þegar hann er komin í frí. Aðalsportið að fá að fara með safa og nestiWink

Við Linda skelltum okkur upp á Skaga á laugardaginn, en þar var Þóra og familí með Bjarka á fotboltamóti. Náðum reyndar ekkert að sjá snillinginn spila þar sem hann var búin þegar við komumFrownen við Linda og Þóra fórum í flottar búiðir þarna og nældum okkur í svaka fína pæju strigaskó! Fórum svo bara í Fellihýsið hjá þóru í kaffi, og létum fara lítið fyrir okkur með krakkaskarann muhahahaaa.

Svo styttist í N1 mótið hjá Magga á Akureyri, bíð spennt eftir því, verður svaka fjör. Hann er annars núna á fullu í Íslandsmótinu og þeir standa sig bara þvílíkt vel í hans liði,eru í 2 sæti núnaSmile Var einmitt að horfa á hann á Nesinu í gær á móti Gróttu þar sem þeir unnu 4-0. Svo eru fundarhöld,dósasafnanir, lakkríssafnanir og auðvitað allt hitt sem verið er að selja. Við höfum staðið okkur þvílíkt vel í þessu og fer drengurinn "frítt" á Akureyri, sem er bara frábært.

Nú styttist svo í að prinsessan mín hún Þóra Lind byrji á leikskóla, fékk inn um miðjan september og ég ætla að vera með henni í aðlögun-og að aðlaga mig líka haha. Hef nú grun um að Dísa frænka eigi eftir að sækja hana stundum!! Úff mér finnst þetta skrýtið, orðin svolítið háð þessu kríli mínu!

Svo bíður maður bara fram í október og þá kemur ný prinsessa í fjölskylduna hjá Þóru og Aron, bara yndislegt! Dísa litlaJoyfulLoLTounge

Skrapp svo í bíó með Dóru vinkonu í gær, hún bauð mér þessi elska svo ekki þarf ég að sjá á eftir peningum í þessa mynd haha...frekar léleg en samt alltí lagi að horfa á. Mestu skiptir nú bara að hafa farið út með góðri vinkonu og borða popp og risaópalLoL

Jæja, er að fara með Viktor minn í klippingu en Marín er hjá tannsa núna með pabba sínum og eins gott að það séu engar skemmdar!!

knús Dísa


Hæ hó og jibbijei...

17. júní á morgun og spurning hvort það rigni á okkur einsog vanalega. Veit nú ekkert hvað við gerum í tilefni dagsins, eina sem er ákveðið er að ég ætla að sofa út í fyrramáliðSmile

Amælið mitt var svo í síðustu viku, bauð nú engum en það er nú alltaf sami góði kjarninn minn sem mætir í kaffi. Bakaði eina köku, fékk svo þessa fínu köku frá Lindu sem var gerð af honum Valda vini mínum í bakaríinu, og svo bakaði mamma eina geggjaða sem sló nú alveg í gegn! Fékk fullt af fallegum gjöfum. Rúmföt frá mömmu og pabba,gjafabréf í Kringluna frá Axel og krökkunum, Leggings frá Þóru Lind minni, vatns-frysti karöflu frá Lindu og co, Peysu frá þóru og co, Lyklakippu með J skreyttum steinum og styrkjtar glossið frá Soffíu vinkonu, Elizabet Arden tösku með ilmvatni,body lotion og shower gel frá Dóru vinkonu, fallega skál frá ömmu og afa og hálsmen-kross frá Ástu vinkonu. Takk fyrir kærlega öllKissing

Svo skellti ég mér nú á djammið síðustu helgi með Gógu frænku, fórum á Nasa á 20 ára afmæli Fm 957. Það var svaka stuð, skemmtum okkur þvílíkt vel og ég hef nú sjaldan eytt eins LITLUM pening og þarna. Fengum far niðureftir og heim, Svavar Örn vinur hennar Gógu var ansi gajfmildur á barnum og svo fékk ég auðvitað frítt inn með Gógu og Svala. Tók nú sinn tíma að koma öllum út enda mikið fjör, og var ég ekki mætt heim fyrr en um hálffimm eftir gott hamborgara át í bílnum í boði SvalaLoL var bara ansi hress og kát með þetta, en ég hef ekki farið niður í bæ á skemmtistað í mööörg ár! Veðrið alveg yndislegt svo þetta var bara frábærlega vel heppnað hjá okkur frænkum!

Marín byrjar loksins í Íþróttaskóla Fram á mánudag, verður þar í 2 vikur, og ég held að það sé nú alveg kærkomið fyrir hana. Er nú farið að leiðast aðeins hérna heima með mömmu sinni og allir krakkar í einhverjum námskeiðum. Maggi byrjar svo líka í fótboltaskóla á mánudaginn. Viktor fær að fara í fótbolta og íþróttaskóla í eina viku, en hann byrjar reyndar ekki í  sumarfríi fyrr en 13 júlí.

En talandi um Viktor litla snillinginn minn, hann vildi ólmur láta taka hjálpardekkin af hjólinu sínu um daginn. Settist svo bara á hjólið og brunaði af stað!! Þurfti nú enga aðstoð við þetta og hjólar nú einsog brjá..... út um allt, og mamman með hjartað í brókunum!! En daginn eftir að hjálpardekkin voru tekin af, vöknuðum við öll við þjófavarnakerfið, minn maður búin að klæða sig og á leið út að hjóla fyrir allar aldir!! Þvílíkut spenningur hjá honumGrin

Ætla að eiga gott video kvöld í kvöld, er með barbeque kjúklingalæri inn í ofni núna, borðum frekar seint núna þar sem Axel er að vinna til 20. Semsagt bar kósý heit hér í rokinu núna.

Búin að laga athugsemdarkerfið á myndirnar,allavega þær nýjustu svo það á ekki að vera neitt mál núna.

Knús og eigið góðan 17. júní

Dísa


....&%$#&%

Já það eru bara metflettingar hjá mér í dag og bara Þóra systir sem kvittar!! Frown Þetta þykir mér ekki gaman, getið nú alveg skilið eftir kvitt hjá mér. Greinilega að fólkið þykir gaman að skoða myndirnar en....ekki vill það láta vita af sér. Langar ofsalega mikið að vita hverjir eru að skoða hjá mér, það er auðvitað öllum velkomið að skoða þar sem ég hef síðuna opna...hef ekki enn lært að læsa henni!

 

Annars er ég að baka núna, ætla að eiga eina köku allavega á morgunWink svo held ég að mamma ætli að baka eina fyrir mig (eða Axel) hann er búin að tala um þessa köku endalaust sem hún gerir.

XXX Dísa sem er í fýlu núna!!


Myndir...

Jæja þá er seinna afmæið hans Magga búið. Gekk alveg svakalega vel. Gulli hennar Ástu,Liverpoolarinn kom hingað og spjallaði við strákana, spilaði fótbolta og svo fengu allir myndir af sér með honum. Þetta var alveg meiriháttar hjá honum og við erum alveg í skýjunum yfir að hafa fengið hann hingað til okkar. Takk elsku besti Gulli minnHeart

Svo var það partýið hjá Jennu frænku um helgina. Bræður hans pabba,makar og öll börnin. Þvílíkt og annað eins fjör. Vorum með leynigest, sem var dulbúinn sem þjónn en hún heitir Brynja Valdís og er leikkona. Svo fór að færast fjör í þjónin, hún fór að "staupa"sig á laun, taka myndir fyrir alla, reyna að næla sér í aukavinnu hjá fólki ofl. Svo tók hún nokkur frumsaminn lög um fjölskyldumeðlimi, fór í sprell með þeim ofl. Ég hef barasta aldrei verið í eins skemmtilegu partýi!! 

Er að drífa mig að skrifa núna þar sem ég þarf að fara að sækja Marín til Mö&Pa, en hún var "geymd" þar á meðan vinaafmælið varSmile

Setti inn 2 ný albúm, endilega kvittið nú hjá mér og kommentið á myndirnar ef ykkur langar mikið til Grin

Knús Dísa


Rólegur laugardagsmorgun..

Já þetta er bara notalegt hérna hjá mér núna. Sváfum til rúmlega hálf tíu við Viktor, Marín,Maggi og æskuvinum Magga eru enn sofandi ásamt Axel sem er að kafna úr kvefi greyið.

Fyrsti í afmæli gekk ofsalega vel, vantaði nú samt nokkra svo þetta voru nú ekki svo margir. Var bara með pulsupartý og svo nokkrar kökur á eftir Smile. Aðalkakan var súkkulaði kaka með mynd af Gulla og Gerrard hvorki meira né minna!!

Maggi fékk svakalega fínar gjafir og er ofsalega sáttur. Fékk fullt af pening, drauma fótboltamöppuna með fótboltaspilum frá Þóru og co, flott föt frá ömmum og öfum, flottasta LIverpool pólóbol ever og allskyns Liverpool dót frá Ástu og co ásamt pundum til að versla sér þegar hann mætir til Liverpool,DVD og einsog áður sagði fullt af peningum. Takk fyrir drenginn kærlega allir sem komu.

Nú bara bíð ég eftir sólinni svo ég geti nú notað pallinn minn aðeins betur, tók nú ekki langan tíma að gera þetta, 3 vikur þar til pallurinn var kominn upp og hellulögn reddý, geri aðrir betur!! Svo var bara smá fínisering sem var eftir. Verð að segja að við erum ótrlúlega ánægð að hafa ráðist í þetta og byrjað. Nú verður bara farið sparlega á næstunni enda ástandið í landinu ekki gott!

img_1246.jpgSvo er hún elskulegasta Þóra mín líklegast að fara í leikskóla í haust!! jesús, ég held að ég eigi eftir að hafa meiri "áhyggjur" af henni en mamman. Litla snúllan að fara úr verndaða umhverfinu hjá frænku,  og ég held að henni líði nú bara ofsa vel hérna. Stekkur allavega enn í fangið á mér þegar hún kemur þessi elskaSmile það verða alldeilis viðbrigði fyrir hana að vera svo með öllum þessum krökkum, en auðvitað bara gaman, og gangur lífsins að byrja á leikskóla.Svona líður henni og Möndlu voða vel, liggja saman á gólfinu...algjörar dúllur.

Ásta mín kominn í heimsókn frá Liverpool og bara yndislegt að sjá skvísuna. Við eigum eftir að taka skvísudag á laugaveginum og kíkja aðeins í búðirLoL fara á kaffihús og hafa það gott. Svo er bombuklúbbur á næstunni, ætlum að hittast hjá Svölu og slútta fyrir sumarið!

img_1350.jpgSet inn eina mynd af fallegustu tvíburum landsins,við Dóra vinkona vorum búin að skíra þau Dóri og DísaTounge en stákurinn er nær á myndinni og stelpan fjær. Alveg yndisleg börn og Soffía og Halli gætu ekki verið heppnari.

 

Knús og góða laaaanga helgi..

kv Dísa


Maggi minn afmælisstrákur....

img_1356.jpgMaggi minn er orðin 11.ára í dag!! Frumburðurinn minn og á þessari mynd heldur hann á afmælisgjöfinni sem hann fékk í morgun. Loverpool búninginn, merktan Torres og áritaður af Gulla snillingi :o)

Man nú vel eftir þessari fæðingu,enda gekk hún ekki áfallalaust fyrir sig úfff. Þann 28.mai var ég sett af stað kl 20, þá komin 14 daga framyfir,var búin að eiga 2 svefnlausar nætur og átti hann svo - eða hann var tekin með keisara rúmlega sólarhring eftir að ég var sett af stað. Eftir mikla áreynslu og puð kom þessi engill, með keiluhöfuð enda búinn að vera fastur í grindinni í langan tíma. Mamman var svo einsog tungl í fyllingu enda gjörsamlega búin á því Smile

Maggi er að æfa á fullu mark í handbolta og svo fótboltann, og stendur sig alveg svakalega vel. Mætir á allar æfingar og ætlar að verða atvinnumaður í framtíðinni.

Annars er ég nú ekki búin að standa mig vel hérna á blogginu,spurning hvort maður fari að endurvekja það eitthvað. Nú er það bara Facebook!!

Búin að koma upp glæsilega pallinum okkar, hellulögnin komin líka svo þetta er bara orðið glæsilegt hérna hjá okkur, enda verður sumrinu eytt hérna heima, fyrir utan fótboltamót á Akureyri en við erum búin að fá íbúð á leigu þar. Svo kíkir maður bara í heimsókn upp í bústað til Lindu og mömmu, en þær voru svo heppnar á fá bústað.

Soffía mín og Halli eignuðust svo tvíbura 24 maí, alveg ótrúlega falleg..strákur og stelpa. Get nú ekki beðið eftir að fá að knúsa þau, en þau eru nú bara góð og lúlla og drekka þessi fallegu börn.

Raggi hennar Dóru var svo fertugur í fyrradag og við fórum í glæsilegt afmæli til hans, bara gaman.

Ætla nú að reyna að setja inn myndir núna af pallinum allavega..

Knús Dísa


Enn eitt afmælið...

agust_3_027.jpgÞá er það þessi elskulega litla systir mín sem á afmæli í dag,Föstudaginn langa. Nú er síðasta árið hennar áður en hún kemst á fertugsaldurinnWink. Þessi elska ætlar svo að gefa mér litla frænku eða lítinn frænda núna í október og get ég varla beðið eftir því. Alltaf svo gaman þegar þessi litlu krútt fæðast og maður hefur alltaf einhvern til að knúsa.

Eigðu yndislegan dag elsku Þóra mín, þú ert yndisleg systir sem gerir mig svo ríka! Hlakka til að koma í dag í kræsingarnar og eyða deginum með ykkar Knús Dísa stóra systir.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband