Veikindi..

Marín mín liggur nú alveg bakk greyið, fór í skólann í morgun og bara alveg hress nema hún sagðist finna til í hálsinum þegar hún kyngdi. Kom svo heim um hálf 2 hin hressasta, en svo bara um 3 leytið lá mín bara í sófanum dormandi! Þá vissi ég nú að eitthvað var nú ekki einsog það átti að veraSmilemín ekki alveg vön að leggjast bara í sófann og sofna.

Axel er líka búinn að vera slappur, fór á Læknavaktina á sunnudag til að athuga með streptakokka en ekkert fannst. Bara pest. Svo ætlaði hann í vinnuna í morgun en um leið og hann var búinn að skutla Viktor kom hann bara heim, orðið flökurt líka og svaf þetta svo bara úr sér held ég í dag. Ég bara alltaf með smá óþægindi í hálsinum,finn til þegar í kyngi en ekkert alvarlegt...ég næ nú aldrei að verða eitthvað almennilega veik!! Bara alltaf einhver smá skítur í mér.

Svo hér hefur heldur betur verið letidagur í dag, ég er ennþá bara í náttfötunum liggur við. Fór bara rétt út úr húsi til að skutla Magga og Robba í sundWink

Man nú ekkert annars frekar en vanalega hvað ég ætlaði að skrifa meira um...kemur þá bara næst

Knús Dísa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ vona að litla dúllan þín hressist nú fljótt.  Eitthvað í gangi með hálssjúkdóma, ég vaknaði í morgun með einhvern hverkaskít ojjjojjojj.  Heyrumst nú kannski á morgun mín kæra.

Knús í kotið

Soffía vinkona

Soffía vinkona (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 23:23

2 identicon

Vona að marín nái nú að hrista þetta úr sér fljótt,kvitterí,kvitt fyrir innlitið.

Þóra Kolbrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 13:03

3 identicon

Er þetta ekki allt að koma kvitt kvitt linda

Linda syst (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 20:11

4 Smámynd: Linda P. Sigurðardóttir

Úff! þessi veikindi eru svo leiðinleg. Ég er búin að vera veik núna í tæpar 2 vikur og fyrst var haldið að ég væri með Streptokokka, en svo kom í ljós að ég er með einkirningasótt. Það eru víst svipuð einkenni, aumur háls, eitlastækkanir ofl.

Vonandi hressist þið sem fyrst!

Linda P. Sigurðardóttir, 20.2.2009 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband