Færsluflokkur: Bloggar

Afmælisstrákur..

12agust_010_793364.jpgÞessi litli yndislegi stubbur er 2 ára í dag. Sannkallaður ValentinusWink Elsku litli Smáralingurinn minn til hamingju með daginn þinn í dag, hlakka til að knúsa þig á eftir. Þessi strákur er alltaf svo yndislegur og góðurHeartHeart

 

 

 

 

 

Semsagt við erum að fara í afmæli í dag, og það er alveg á hreinu að maður á ekki eftir að leggja af í dag. Alltaf einsog maður sé í fermingarveislu þegar kemur að afmælum hjá Þóru.

Vorum bara í kósýheitum hér í gær, Maggi hjá æskuvininum, Axel hjá mömmu sinni og pabba, svo við krakkarnir þessi 2 yngstu, fórum aðeins í Kringluna eftir að hafa skutlað Magga. Fengum okkur bara að borða þar og svo heim að horfa á Audda og Sveppa,með lítil Nóa páskaegg nammi namm. Smá forskot tekið á sæluna.

Keypti um daginn stórt og flott rúm (alveg einsog Marín á) handa Viktor, keypti það af Barnalandi með dýnu og mjög vel með farið á 15.000kr. Hann ekkert smá glaður og maður sér hann ekkert á nóttunni eftir að hann fékk það. Var vanur að koma alltaf uppí, sem okkur foreldrunum hefur nú alltaf fundist svo notalegt, svo nú er hans bara sárt saknaðTounge. Marín hefur reyndar aðeins notað tækifærið og komið undir morgun í smá kúr.

Mamma og pabbi fóru upp í bústað í gær,og ég eldaði fyrir þau nýjan kjúklingarétt sem þau tóku með sér...átti bara eftri að eldast aðeins í ofninum. Já Dísa er nú farin að færa sig upp á skaftið í matreiðslunni...þá kannski aðallega kjúlla réttunum sem Ásta englandsskvísa bíður spennt eftir að prófa. 

EN takk fyrir öll kommentin, alltaf gaman að fá smá línur frá ykkur, og tala nu ekki um ritgerðirnar frá Ástu,....bara gaman og takk kærlega fyrir skrifin Ásta mín. Nú geturðu bara nýtt þér bloggið mitt til að blogga smá LoLfá smá útrás fyrir skrifunum! Bara gaman að því.

Góða helgi öllsömul, ég ætla allavega að eiga notalega helgi,

Knús Dísa

 


Allt og ekkert...

Hellú, já ég er enn á lífi. Hef bara ekkert að segja svo er þá ekki best að þegjaSmile

Hversdagsleiki minn er nú barasta ekkert spennandi, en það má nú kannski reyna að finna eitthvað sniðugt fyrir mína síþyrstu lesendur haha...

Einsog ég segi þá bara gengur lífið sinn vanagang, allir eru hressir, enginn pest mætt hingað sem betur fer. Varirnar á Viktor reyndar algjörlega að þorna upp og komið sár í bæði munnvikin, greyið á eiginlega bara erfitt með að tala almennilega. Svo það er borið á hann græðandi nokkrum sinnum á dag. Kannski ekki skrýtið að hann verði svona í öllu þessu frosti. Hvað er eiginlega með þennan kulda?? Hélt að það væri að hlýna svo mikið allsstaðar!!

Var með mömmu og pabba í mat á laugardagskvöldið, eldaði þennan fína kjúklingarétt. En þau stoppuðu nú ekki lengi þar sem mamma var búin að vera að vinna allan daginn og pabbi líka á helgarvakt. Marín fór svo heim með þeim- þar sem hún var búin að plata ömmu sína með sér í bíó á Skoppu og Skrítlu. Maggi gisti alla helgina hjá vini sínum, þeir eru orðnar algjörar samlokur þessir drengir og skiptast á að sofa hér eða þar um helgarLoL Hef nú á tilfinningunni að það þyki skemmtilegra að sofa hjá vininum þar sem hann á bara einn eldri bróðir, enginn lítil systkin að trufla.

Svo næstu helgi á Róbert "æskuvinur" hans Magga afmæli og þá fær minn að gista alla helgina, og er ekkert smá spenntur fyrir þv, þeir eru alltaf janfn yndislega góðir vinir, kynntust á leikskólanum 2 ára og hafa verið vinir síðan!! En aldrei búið í sama hverfi.

Skrapp aðeins áðan í heimsókn til Bryndísar vinkonu minnar, en þau hjónin voru að mála hjá sér stofuna í gráum lit, alveg geggjað flott og kósý og ég er nefnilega alveg veik að fara að mála. Alveg kominn tími á það, og ekki vitlaust að setja smá lit hér á veggina, ansi hvítt allt hérna!! Held að gardínurnar og lýsingin myndi njóta sín mikið betur. EN það er smá babb í þessu, Axel vill mála sjálfur en ég vill fá málara, þar sem þetta yrði í lit og það er svo ömurlegt þegar þetta er illa gert....já má lesa úr þessu að ég hafi ekki mikla trú á manninum hehe.. en auðvitað er hann ekkert menntaður málari og mér finnst bara ekkert hægt að líkja þessu saman. Nú verð ég bara að fara að safna, og það er örugglega hægt að fá málara á góðu verði í dagTounge En við sjáum hver stjórnar hér...hef á tilfinningunni að ég eigi ekki eftir að vinna þessa baráttu!!

Ásta mín er svo að fara til Liverpool í fyrramálið, þá flytur hún loksins þessi elska, búið að vera crazy að gera hjá henni og loksins að Gulli fær nú mömmu sína til sín. Ég óska að allt eigi eftir að ganga óendanlega vel hjá þeim, og Ásta mín ég vona að þú komist hingað heim um páskana, og þá bökum við mamma sörur fyrir þigSmile 

Dóra vinkona bauð svo okkur Soffíu í pönnsur og kaffi á laugardaginn, nammi namm....Soffía mín blómstrar alveg á meðgöngunni, komin með góða bumbu og ber þetta bara alveg svakalega velSmile Sátum og spjölluðum í góðan tíma, og krakkarnir léku sér saman..og kallarnir í vinnunni! Ofsa næs.

Svo styttist nú í afmælið, 17 dagar til stenu og nóg að gera í undirbúning. Þarf nú auðvitað að þrífa allt hátt og lágt, svo ég verði mér nú ekki til skammar!! EN þetta verður ofsa gaman og ég ekkert smá glöð að geta haldið þetta fyrir afa gamla og auðvitað prinsessuna mína Þóru LindHeart

Jæja alltaf getur maður nú rausað eitthvað um ekki neitt,haha...þangað til næst

Knús Dísa


Allt í steik...

...ekkert hér hjá mér, heldur fórum við í Perluna í gærkvöldi á Allt í steik. Byrjaði á því að láta skutla krökkunum til tengdó og fór svo í dekur bað. Axel vissi ekkert hvað við værum að fara að gera svo hann var bara sendur í sturtu og jakkafötin og svo færði ég honum bjór og við sátum hérna aðeins og spjölluðum á meðn hann velti fyrir sér hvert við værum að fara. Hann var alveg viss um að við værum að fara í leikhús og út að borða.

En svo pantaði ég leigubíl(þvílíkt rán) og eins gott að maður er ekki að stunda leigubílana hverja helgi!! Fórum á Hótelið 1919....já ja ekkert að gista - ekki svo gott, heldur voru Linda og Mummi þar, en Linda tók "grand" á þetta og fór með sinn í nudd um daginn og svo á hótel!! Allavega mættum við þangað, og Mummi vissi heldur ekkert hver var að koma. Fengum okkur fordrykk þar og spjölluðum, og svo var tekinn annar rándýr leigubíll upp í Perlu.Mummi reyndar var með það alveg á hreinu að við værum að fara í Perluna....veit ekki hvernig honum datt það í hug, en ég held að það sé nú ansi erfitt að koma honum á óvart!!

Fengum Parma skinku í forrétt, sem var alveg ágæt, svo kom humarsúpa, og já sú verst sem ég hef á ævinni smakkað, fékk mér bara eina skeið og svo gat ég ekki meir!! Mummi og Linda auðvitað orðlaus yfir matvendinni hjá mér, en reyndar var nú Axel alveg sammála að betri súpu höfum við nú smakkað.......súpan hennar mömmu kom upp í hugann minn..hefði verið betra að fá hana. 

En aðalrétturinn stóð vel fyrir sínu, fengum okku öll naut og bernaise, alveg hrikalega gott. Í eftirréttin var svo Créme brule, sem logaði þegar það kom á borðið, svaka flott en ekki meira en það. Ég var nú samt vel södd, og allir bara mjög ánægðir. Þetta var rosa gaman, en Linda og Mummi voru nú vel lúinn....aðallega Linda eftir þetta svaka nudd sem þau fengu fyrr um daginn, skrúbbuð og nudduð i 2 tíma takk, og í einhverju sem líktist pungbindi einu fata!! Mummi kom með sýnishorn fyrir okkurTounge

Svo er það superball á eftir, og þá er NFL lokið í bili...Ætla nú kannski að horfa aðeins með honum, alltaf svaka show á þessu og mikið fjör.

Á þriðjudaginn er svo frænkuklúbbur hjá mér, verður fjör einsog vanalega þegar við hittumst. En þessi klúbbur samanstendur af mömmu og hennar systrum, reyndar alltaf ein af tveim sem mæta þar sem Ásta býr á Neskaupstað og er nú ekki að gera sér spes ferð í klúbbinn því miður, og svo eru það dætur systranna.

knús Dísa 


Föstudagur til frægðar...

Nei ætli það!!  Er bara búin að vera í algjörum rólegheitum hér í kvöld. Axel að vinna,enginn kreppa hjá honum, og krakkarnir niðri að horfa á DVD mynd sem ég leigði handa þeim. Eddi vinur hans Magga fær að gista hjá honum í kvöld. Keypti svo bara hamborgara og franskar handa okkur,hreinlega nennti ekki að elda.

Á morgun verða svo Marín og VIktor hjá tengdó, og Maggi fær að gista hjá Edda vini sínum.....en frúin ætlar að gefa kallinum bóndadagsgjöfina sína svona viku seinna!! Hann veit ekkert, en allavega er uppskriftin rómantík og kósýInLove. Veit bara ekki hvenær við fórum eitthvað saman út síðast? Finnst við aldrei gera neitt saman, alltaf að vesenast með barnapössun, og ekki nennir maður að hringja í foreldrana til að bruna hingað í 2 tíma til að komast í bíó, nei við förum bara í sitthvoru lagi...það er mikið auðveldara. En auðvitað þurfum við nú líka að hugsa um okkur og gera eitthvað saman, svo maður rotni nú ekki bara hér í hversdagsleikanum!

Annars bara allt fint að frétta, ég bara ánægð dagmamma með snúlluna mína og nú styttist í 1.árs afmælið hennar, og það verður auðvitað haldið hér hjá mér....eða þannig allavega 1sta af eflaust 2 afmlum sem hún fær, minna má það nú ekki vera. En hún verður auðvitað hér í afmælinu hans afa sem verður einsog ég hef sagt ykkur áður þann 27.feb þegar þau verða 80 og 1 árs.januar_2009_025.jpg

Hér er svo mynd af þeim sem ég tók í morgun, en við ætlum að nota mynd af þeim í boðskortin.

 

 

 

 

 

 

Kannski að ég reyni að henda inn einhverjum myndum, ef ég nennnnni.

Knús og góða helgi, allavega ætla ég að eiga yndislega helgi.

Dísa                     

 


Sunnudagur til sælu...

Það er nú ekki vaninn að ég skrifi hér svona snemma dagsTounge er alltaf skrifandi hér um miðnætti.

Er nú bara nýkominn á fætur, og búinn að fá mér mitt sunnudagsristaða brauð og kaffi. Eina sem vantaði núna er Fréttablaðið,þar sem ég er hætt að vera áskrifandi af Mogganum. Svo það er bara tölvan í staðinn og tilvalið að blogga þar sem krakkarnir aldrei þessu vant eru bara niðri í rólegheitum.

Tengdó voru hér í mat í gær, vorum með hreindýr,alveg hrikalega gott,og svo góða bombu í eftirrétt. Ágætt að ég fór í ræktina í gærmorgun, og ég er nú bara að fíla þetta mjög vel. Marín og Viktor komu með mér og skemmtu sér svaka vel í barnagæslunni sem heitir Frissland. 

Í gær fór ég svo líka í afmæli til Arons hennar Þóru, og það var ekki að spyrja að veitingunum þar, alltaf einsog fermingarveisla, og nýjar tegundir í hverju afmæli hjá henni. Takk kærlega fyrir okkurWink

Á fimmtudagskvöldið fór ég svo með Halldóru frænku á Vegamót. Sátum þar í góðu yfirlæti,fengum okkur salat,desert,kaffi og bjór, já já bara allur pakkinn tekinnWink kjöftuðum úr okkur allt vit, enda ekki farið svona saman í ár og aldir. Við sem vorum einsog samlokur fyrir nokkrum árumTounge, en allavega var þetta alveg yndislegt, og ég ekki kominn heim fyrr enn rúmlega 1!!

Vona nú að mótmælunum sé eitthvað að linna, þetta var auðvitað hrillilegt í síðustu viku. Ég horfði einmitt á eittvhað myndskeið þar sem þessi unglingaskríll réðist á lögregluna til að fá útrás fyrir einhverri ótútskýranlegri árásar- og eyðileggingar þörf sinni. Algjör viðbjóður og ég var svo reið að sjá þetta, og hugsaði bara með mér að ef ég ætti nú son þarna í fremstu víglínu,þá vissi ég hreinlega ekki hvað ég myndi gera við hann!!! Ömurlegt að horfa upp á þetta. 

Ég á einmitt vin í lögreglunni sem stórslaðaðist þarna í átökunum, svo maður verður ennþá reiðari. En þessu hlýtur að vera lokið, þessum skrílslátum því fólk er rosalega reitt yfir þessum slagsmálum við lögguna sem hefur ekkert gert af sér til að verðskulda þetta, heldur eru þeir að verja opinberar byggingar og okkur, þeir væru örugglega alveg til í það sjálfir að mótmæla friðsamlega niður í bæ,öllu þessu rugli sem gengið hefur yfir okkur. En þeir hafa ekkert val,allir á vakt.

En ég ætla nú í fyrsta sinn að labba niðrí bæ í dag, veðrið líka yndislegt og núna klukkan þrjú eru einmitt mótmæli - að mótmæla ofbeldinu og ég er til í að taka þátt í þeim mótmælum og get vonandi treyst því að geta labbað með börnin mín í friðsamlegu umhverfi. Annars verður brunað heim med det samme, ef einhver læti verða.

Eigið góðann dag,

knús Dísa

 


Undur og stórmerki gerast enn...

Já það er ekki hægt að segja annað,því ég var mætt í World class ein og óstudd kl 6.30 í morgun,takk fyrir!!! Dóra vinkona fékk mánaðarkort sem hún mátti gefa einhverjum,þar sem hún er nú ein af þessum hörðu í ræktinniSmile. Svo það var bara vaknað hér fyrir kl 6, ætlaði reyndar að vakna rúmlega 6, en það var nú eitthvað lítið um svefn hjá mér. Týpískt hjá mér ef eitthvað er í gangi þá sef ég svo laust.

Þetta var nú bara voða hressandi, svona fyrir utan fæturna á mér sem eru alveg ómögulegir núna. Er búinn að vera hjá fótaaðgerðarfræðingi í rúmlega 2 ár, og núna er ég svo slæm að ég á erfitt með að stíga í lappirnar eftir að þær eru búnar að vera i hvíld,og sérstaklega er mér illt þegar ég fer framúr á morgnana. Fer allavega til hennar á fimmtudag og þá ætlar hún að segja til um hvort ég þurfi að fara til læknis og láta skera, man ekki alveg hvað hún talaði um að þetta væri, einhverjar taugar þarna!!

En vá hvað það er búið að fjölga heimsóknum á síðuna hjá mér en enginn nýr kvittar!! Hvað er nú það? Yfir 1000 flettingar á albúminu og yfir 100 nýjir gestir, hmmmm,kannski bara eina vitið að læsa þessu svo ég viti nú hver er hérna að skoða. En það er nú líka voða gaman ef fólk kommentar í myndaalbúminu, ég skrifa nú yfirleitt texta við hverja mynd en frá upphafi hef ég fengið koment á 2 myndir....er ekki að meina í athugasemdum heldur við myndirnarFrown

En auðvitað er það alltaf sama fólkið sem kvittar fyrir komu sína og ég er nú mjög þakklá fyrir það. Veit að þetta er nú ekkert stórmerkilegt hérna hjá mérTounge en greinilega einhverjir sem nenna að kíkja.

Svo er nú ekki öll sagan búinn með dugnaðinn í mér í morgun, haldið þið að ég hafi ekki farið í sund líka í kvöld!!!! Nú fær Soffía vinkona flog hahaha... en Linda reif mig upp frá matarborðinu og dreif mig með sér, en hún var með Sigfús og ég tók Viktor með. Svo það var nú ekkert verið í skriðsundinu,aðallega bara að slaka á í pottinum og innisundlauginni. Bara hressandi auðvitað. En ég stefni á fleiri sundferðir þegar ég get látið sjá mig svona á sundbolnum og liðið mannsæmandi vel með sjálfan migCrying.

Þóra Lind er kominn á fullt skrið, nice days are over hahaha...nú er mín bara á fullu að reyna að standa svo Dísa er hér á eftir henni tilbúinn að grípa hana ÞEGAR hún dettur, en hún er svo dugleg núna og alltaf að reyna að standa upp við allt þessi dúlla, Linda með stórar áhyggjur að ég fái leið á þessu, en hún þarf nú engar áhyggjur að hafa með það. Enda bræðir hún snúlla mín hvern sem hún hittir.

Jæja klukkan orðin rúmlega 11 og ég ekki einu sinni orðinn syfjuð,ég ekki skilja??? Því í gærkvöldi var ég að skúra og þrífa til að verða hálf tólf,sofnuð rúmlega tólf og vöknuð fyrir 6!!! Tek það fram að ég er nú ekki á neinum örvandi töflum hahaha....

Ætlum að bjóða tengdó í hreindýr um helgina, svo það verður "gúrme" veisla hérna á laugardagskvöldið. Ætla mér að vera dugleg að halda matarboð á þessu ári,já já ég lofa því!!!

BIð að heilsa í bili,

knús á línuna....kv Dísa


Ný vika...

Jæja þá er enn einn mánudagurinn að renna sitt skeið. Og ný vika framundan með öllum sínum ævintýrum eða? Kannski bara alltaf same oldTounge

Fór í æðislegt afmæli á laugardagskvöldið, hjá Bryndísi skvísu sem var 30.ára. En við unnum saman og kynntumst í Austurbakka,frekar skemmtilega mynd hérna af okkur.januar_2009_024.jpg

Heldur betur stuð, og bara stelpur úr öllum áttum. Skemmti mér nú alveg konunglega og var kominn heim að verða hálffjögur!! Maður gerir þetta auðvitað með stæl,loksins þegar maður fer eitthvað á skrall. Helga Braga mætti í afmælið til að skemmta, og hún var alveg meiriháttar. Við hlógum okkur allavega máttlausar af henni,og svo kenndi hún afmælisskvísunni smá trix í magadansinum. Og þar sem ég fékk hana nú í brúðkaupsgjöf sjálf frá Ástu vinkonu þá fékk ég auðvitað mynd af okkur saman,því það gleymdist alveg á brúðkaupsdaginn að mynda okkur með skvísunni.

januar_2009_017.jpg

 

 Jæja þetta kemur nú held ég alltaf eitthvað asnalega út þegar ég set inn hérna myndir,allt á ská og skjön. En ég hendi kannski inn nokkrum myndum í myndaalbúmið.

Knús Dísa


Myndir..

Jæja kom loksins inn nokkrum myndum í jólaalbúm;o)

Meira síðar...knús Dísa


....

Er orðin eitthvað löt við skrif hérna,kannski vegna þess að mér finnst ég aldrei hafa frá neinu merkilegu að segja. Lífið bara gengur sinn vanagang, og allir hressir bara.

Var allavega að kaupa meira myndapláss á síðuna svo það ættu að fara detta inn myndir á næstu dögum.

Þóra Lind auðvitað alltaf sami engillinn, farinn að bruna hér á rassinum út um allt,svo nú lítur maður nú ekkert af henni. Ef mig langar í tölvuna þá bara set ég hana hér hjá blaðagrindinni og þá er mín í góðum málumSmilesofi-bur_006.jpg

Talaði við Ástu mína í góðan tíma í gær, naumast alltaf nóg að gera hjá henni. Ekki nóg með að hún er búinn að ferðast til Liverpool að skoða aðstæður með Gulla, heldur kom hún beint heim í 8 próf á 4 dögum!! Einsog ég sagði við hana þá kæmist ég ekki yfir helminginn að öllu því sem hún kemur í framkvæmd. Allavega fór ég alveg á flug eftir að ég talaði við hana, sá fyrir mér góða vinkonu viku í Liverpool í lok sumars, kíkja á Anfield og fá mynd af mér með Gerrard LoL

Fór meira að segja að skoða flug og sé að það er flogið til Manchester sem er nú styttra frá Liverpool heldur en London. Maggi minn líka þvílíkt spenntur, enda er Ásta búinn að bjóða honum að koma til sín í smá fótboltakennslu, en hann er nú ekki að þora að fara einn litla músahjartaðBlush Spurði mig í gær hvort ég kæmi ekki með, bara svo hann hefði nú einhvern til að tala við á leiðinni!!

Nú er bara að safna sér og láta drauminn rætast. Alltof langt á milli þess sem við hittumst.

Svo er mín að fara í skvísu afmæli á laugardaginn, hlakka mikið til. Bryndís sem vann með mér í Austurbakka verður þrítug, verður heldur betur fjör.

Svo er nú Axel heldur betur að fara yfir um af spenningi yfir NFL, liðið hans er komið í undanúrslit fyrir superbowl, keppir á sunnudaginn og ég ætla meira að segja að horfa með honum!!! Hann hefði helst viljað fljúga til Arizona þar sem þeir eru að keppa um helgina, eða til FLorida í febrúar ef þeir komast í Superbowl.... ef við vinnum í víkingalottóinu þá er spurning hvort við skellum okkur haha!!!

Jæja litla snúllan er búinn að fatta það að blaðagrindin er ekkert lengur spennandi, og ef hún er að fara eittvhað af stað og ég kalla á hana, þá er sko tekið á rás og gefið allt í bot, litli grallarinnLoL

Knús Dísa


Hún á afmæli í dag.....

Já hún Mandla litla er 1 árs í dag!!! Litla snúllan, en guðmóðir hennar hefur nú ekkert látið sjá sig með bein handa henni hahaha...... já Soffía mín, þetta eiga guðmæðurnar að vita,afmælisdaganaTounge

jol_2008_006_768405.jpg

Viktor og Sigfús fengu að lúlla hjá mömmu og pabba í fyrsta sinn saman. Alldeilis að allt gekk vel, og VIktor þvílíkt hamingjusamur með þetta. Hann var búinn að spyrja afa sinn hvenær þeir gætu gist, og auðvitað var því redda strax!! Ekki bestu amman og afinn fyrir ekki neitt. Það var farið á laugaveginn,gefið öndunum og svo keyptur ís. Takk kærlega fyrir mamma og pabbiHeart

Maggi og Marín fengu sér göngutúr upp í sjoppu að fá sér laugardagsnammi,og léku sér aðeins upp á leikvelli, Axel kom svo heim úr vinnu þegar þau voru að fara svo ég fór ein að labba í geggjuðu veðri upp og niður Laugaveginn. Alveg yndislegt,ein með sjálfri mér. Keypti einn æðislegan Diesel skokk á Marín á útsölu,alltaf að græðaSmile

Nú bara bíð ég spennt eftir að Ásta vinkona komi heim til sín, er ekki með ferðaplanið hennar og er ekkert að skilja í þessu.....skv Facebook hjá Gulla í gær voru þau á leið heim, en svo í dag er hann í Amsterdam?? Ég ekki skilja, vissi nefnilega ekkert að hún væri að fara með gullrassinum til Liverpool, en auðvitað var hún með drengnum að skrifa undir samninginn. Hann semsagt stóðst auðvitað læknisskoðun, svo þau ERU á leið til Liverpool einsog hefur reyndar komið fram í öllum fjölmiðlum.

Ásta mín, ég semsagt bíð spennt eftir að heyra í þér, veit að það verður eflaust þitt fyrsta verk að kíkja á bloggið mitt þegar þú kemur heim hahaha....

Góða helgi,

Knús Dísa


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband