Færsluflokkur: Bloggar

Dagmamman tekin til starfa....

Þá er litla rúsínan mætt til frænku sinnar, held hún sé bara nokkuð sátt við þaðSmile. Ég er búinn að vera að fjarlægja ýmsa hluti hér í stofunni,á meðan litla skvísan rúllar um í hlaupagrindinni. Eins gott að vera vel vakandi, búið að setja upp hlið svo hún rúlli nú ekki niður stigann. Öryggið á alls oddi hér á bæ, hún skal nú ekki slasa sig í umsjón hjá frænku, nei takk.

Annars góð helgi að baki, fórum í "diskó" partýið hjá Önnu Gyðu á laugardaginn. Á undan hittumst við heima hjá Þóru sys, og fengum þar dýrindis kjúklingasalat og hvítvín. Tjúttuðum aðeins þar og hlógum einsog vitleysingar af okkur í þessum líka svakalegu múnderingum sem við vorum í . Já það er óhætt að segja að við lögðum mikið á okkur til að líta út sem diskó skvísur. Mættum svo rúmlega 9 til Önnu Gyðu og óhætt að segja að það hafi runnið af okkur, ef eitthvað værum við farnar að kippa!! Já já Anna Gyða bara í þessum svaka fína og flotta kjól, sem þvílíka pæjan og bara með svaka flotta hárgreiðslu,ekkert smá flott!!! Restin af stelpunum fyrir utan 2 voru bara í flottum kjólum, en með diskó band um hausinn og kannski í fríkuðum leggings.....shit við vorum einsog asnar og vorum nú ekki alveg að fíla okkur, en við vöktum held ég bara mikla lukkuLoL Sem betur fer vorum við í kjólum-svörtum undir dressinu, nema Dóra vinkona og Þóra. Svo það var skutlað sér úr diskó gallanum og hárið sett niður áður en við fórum á ball. Dóra fékk lánaðan kjól hjá Önnu Gyða en Þóra skutlaðist heim í nýtt dress. 

Héldum á Players, þar var hið eina sanna Euroband að spila, vá hvað þau eru góð!!! Dönsuðum úr okkur allt vit, en vorum ekkert mikið að labba um. Enda svona hálf skrýtið lið þarna verð ég að segja.  Við skulum segja að maður færi ekki þarna ef maður væri single í makaleit!!! En þar sem við erum nú ekkert á þeim buxunum, enda allar harðgiftar manneskjur, skemmtum við okkur bara geggjað á dansgólfinu og fórum ekki heim fyrr en ballið var flautað af. Þvílíkt gaman. Takk kærlega fyrir okkur Annað Gyða mín, og svo var maður meira að segja leystur út með gjöfum frá henni, allar fengu pakka einsog afmælisbarnið. Eina sem vantaði upp á kvöldið var Soffía mín, hún var lasin heima greyið og komst bara alls ekki, þó að hún hafi ætlað að reyna.

Morgundagurinn var svo bara voða næs, Axel fór í bíó með Viktor, en Marín Rós var boðið í bíó á Mamma Mia með Ísabellu Daníu frænku sinni. Maggi úti að leika sér og ég bara heima í rólegheitunum.

Gosi fór svo á vit nýrra ævintýra á laugardagskvöldið, svo nú á ég bara eftir að selja fuglabúrið-vantar ekki einhverjum??

Jæja litla dúllan er í algjörum ham hérna á meðan ég skrifa, alveg að missa sig í blaðagrindinni og skríkir alveg. Ætli hún sé ekki orðin vel svört á höndunum enda öll blöð komin út á gólf. 

Knús Dísa


Blóðprufa og rómantík.....

Klukkan að ganga eitt og ég ennþá vakandi einsog vanalega!! Verð nú að fara að venja mig af þessu, er svo alltaf dauðþreytt á morgnana, og ekki einsog ég leyfi mér að fara upp í rúm aftur eftir að krakkarnir eru farin í skóla þá að ég sé heima. Nei sem betur fer hef ég ekki vanið mig á það. Er bara algjör næturhrafn því miður.

En sagan af gauksa heldur áfram, ég er semsagt með hann núna því ég er búin að selja dýrið fyrir mömmu og pabba. Já þau gáfust upp á honum, enda er hann uppáþrengjandi að þeirra sögnLoL. Heyrist nú ansi hátt í honum, og ég var heinlega að verða brjáluð á honum í morgun, hann var alveg 4ði stjórnandinn í Zúber í morgun. Var að reyna að hlusta á útvarpið en hann gargaði alveg frá 7-10!! Svo skítur hanna út fyrir allt búrið sitt og mígur held ég, annar eins sóðaskapur af einu dýri sem er inní  búri by the way. Ég get ekki skilið hvað fólk fær "út úr því" að eiga páfagauk,nei það er ofar mínum skilning sorry. Náði meira að segja að skíta á hendina á mér í dag, og hendin á mér var ekki inn í búri, hvernig er þetta hægt. En hann verður sóttur um helgina, og fær þá nýtt og gott heimili vonandi ásamt öðrum gaukum, vonandi að hann plummi sig nú vel innan um aðra gauksa.

Mandla er líka ansi forvitinn um þetta gargandi dýr, og tvisvar sinnum í dag kom ég að henni upp á borðstofuborði takk fyrir að kela við gauksa!!! Henni var nú hent niður med det samme!!!

Svo hélt dagurinn áfram að vera ja ekki nógu skemmtilegur, ég var að tala við Lindu í símann, og er að labba niður stigann hjá mér, þegar ég hreinlega flýg á bossann!!! Náði að setja vinstri höndina undir mig einhvern veginn, og er semsagt að drepast í hendinni síðan,shit hvað þetta var vont. Veit ekki hvða Linda hefur haldið því ég öskrðai og emjaði, og missti auðvitað símann í gólfið, og líka gemsann sem ég hélt á. Hann dó-semsagt gemsinn- í nokkrar mínútur en lifnaði svo fljótt við, því verr og miður,ég hélt að loksins væri ég kominn með góða ástaðu til að kaupa nýjan síma. Ekki lítið sem ég hef fengið að heyra hvað þessi sími er nú púkó (álit annarra). Hann þykir allaevega ekkert spes þessi samlokusími, en hann er nú búinn að lifa af ýmislegt greyið. Og mér er nú líka alveg sama, hef aldrei haft mikið snobb fyrir símumTounge

Fórum í smá kaffi til tengdó þar sem tengdamamma átti afmæli í dag. Já og hmmmm hvað gerði ég annað í dag, hugsi hugs....jú ég fór með Magga minn í blóðprufuna í dag, en ég kvittaði einhvern tímann undir að hann gæti tekið þátt í fæðuofnæmis rannsókn, allt gert fyrir vísindin. Skemmst frá því að segja að drengurinn stóð sig með stakri prýði, átti alveg eins von á að það myndi líða yfir hann, enda dálítið viðkvæmur greyið. En konan sem tók blóðprufuna var svo þægileg og góð að hann tók varla eftir þvi þegar var verið að stinga hann. Hún spjallaði svo mikið við hann.

Svo þegar við vorum komin út í bíl þá segir hann allt í einu,"mamma þetta var nú bara eiginlega svona rómantískt þarna" ég frussaði nánast á bílrúðuna!!!! Það sem kemur upp úr honum, ég bara ha rómantískt?? Já þetta var svo rólegt og við spjölluðum svo mikið. Algjör sjamrör þessi drengurHeart

Fórum svo og keyptum afmælisgjöf fyrir Önnu Gyðu, og svo kíkti ég aðeins til Lindu,ja eða Þóru Lindar Wink. Bekkjarsystir Marínar kom svo aðeins í heimsókn, og svo kom Dóra frænka hingað óvænt, en hún fékk því miður ekki að stoppa lengi því miður, því við vorum á leið í afmæli.....færð meira kaffi næst Dóra mínSmile 

Axel og Maggi fóru svo á handbolta leikinn í kvöld eftir afmælið, og svo kíkti Þóra systir hérna aðeins við. Bakaði svo 2 marengsbotna þar sem ég á von á nokkrum skvísum sem unnu með mér í Austurbakka á föstudaginn í hádeginu. Þóra Lind ætlar líka að fá köku því Linda er að fara í klippingu svo frænka ætlar að passa. 

Jæja ætli sé ekki best að koma sér í bólið núna, kominn tími á að sofna aðeins.

Knús á línuna, Dísa


Hæ og hó....

Allt gott að frétta hér úr holtinu. Pössunin gekk einsog í sögu og litla dúllan svaf til rúmlega hálf tíu á sunnudagsmorgunin. Algjör engill þessi prinsessa og nú styttist í að dagmamman hefji störf, byrja á mánudaginn rétt rúmlega 8. Aldeilis að við frænkurnar eigum eftir að dúlla okkur saman. Reyndar var ég nú bara nokkuð feginn að losna við Gosa, hann er frekar hávær, og ansi mikill sóði. Hann er svo liðugur eða hvað það er, allavega nær hann að kúka langt út fyrir búrið sitt, geri aðrir betur!! Já páfakaukar eru ekki alveg mitt uppáhald verð ég að segja, en það er nú víst seint hægt að neita hjónunum um pössun á dýrinu, hef ekki alveg efni á því.

Annars er ég orðinn svo gleyminn að það er ágætt að hafa þetta blogg, ef ég þarf eitthvað að líta til baka og sjá hvað ég er að gera, reyndar les ég aldrei yfir bloggið mitt, né fletti upp á gömlu bloggi frá mér. Veit ekki hvað það er, eitthvað finnst mér asnalegt stundum að lesa hvað ég hef skrifað??? 

Við Soffía vorum boðnar til Dóru vinkonu í kreppukaffi einsog hún kallaði þaðSmile um daginn,svona í staðinn fyrir að fara á kaffihús. En það var nú bara mikið meira næs, skvísan búinn að baka handa okkur 2 kökur og alles, bara notalegt. Svo er bara allt á fullu í undirbúningi fyrir afmæli um helgina, en hún Anna Gyða bomba er að halda upp á 35.ára afmælið sitt, og sú er að gera okkur grikinn!!! Það er sko 8o´s tískan takk fyrir. Svo nú er maður búinn að vera að leggja höfuðið í bleyti að reyna að finna út hvernig maður getur farið ómæ..!!

Tengdamamma á svo afmæli á morgun, svo maður kíkir nú í kaffi til hennar, Maggi að fara svo í blóðprufu á morgun, er að taka þátt í einhverri ofnæmisrannsókn. 

Nú er hausinn alveg tómur, minnisleysið að há mér núna. Oft einsog það slokkni á mé og ég gleymi öllu þegar ég byrja að skrifa....svo við bara segjum þetta gott í bili.

Verið góð hvert við annað, knús Dísa

 

 


Verum góð við hvort annað.....

Allt í rólegheitunum hérna hjá mér núna þó svo að 2 gestir séu hjá mér núna. Þóra Lind kom hérna í dag og ætlar að lúlla hjá frænku,þar sem Linda og Mummi fóru upp í bústað eina nótt,kósý hjá þeim. Svo er hann Gosi (Ástargaukur) hérna líka, en hann fær að vera hérna á meðan mamma og pabbi eru í Berlín. Það eru nú aðeins meiri læti í honum heldur en Þóru Lind, meira gargið í þessu dýri.

Þau fóru í óvissuferð með veiðifélaginu sínu, og fengu bara að vita upp á flugvelli hvert þau væru að fara, eru svakalega ánægð með Berlín,fallegt þarna og margt að skoða....ekki mikið hægt að versla einsog staðan er í dag.

Þóra Lind auðvitað algjör engill, ekki hægt að passa betra barn, og ég er nú bara spennt að byrja að passa hana þegar Linda byrjar að vinna þarnæsta mánudag. Þá verðum við frænkurnar saman alla daga og höfum það bara notalegt í kuldanum og allri óvissunni sem ríkir hér í þessu landi. 

Finn það samt að fólk er bara staðráðið í að ná sér upp úr þessu volæði, allir með mikinn samhug gagnvart náunganum, og að vissu leyti höfum við gott að þessu þó svo að þetta hafi skollið ansi hart á okkur. Verst finnst manni auðvitað allt atvinnuleysið sem er að myndast hérna og hversu álitið á okkur erlendis hefur versnað.99% af þjóðinni á þetta ekkert skilið, en allir Íslendingar stimplaðir undir sama hattinn. En við komum okku upp úr þessu, ekki þekkt fyrir annað, verðum nægjusamari og leggjum áherslu á það sem mestu skiptir í lífinu, fjölskylduna. Hlúum vel að börnunum okkar,fjöskyldu og vinumHeart Verum bara dugleg að knúsa hvort annað í skammdeginu.

Annars vorum við með æðislegt frænkuboð í vikunni, hittumst hjá Þóru Kollu,við systurnar, Góga og Anna og svo Eva frænka með öll börnin okkar. Það var mikið fjör og allar komum við með smá veitingar og höfðum það gott, og mikið spjallað. Þóra greyið lennti auðvitað verst í því að þurfa að taka til eftir alla hersingunaTounge vorum 18 allt í allt!!! Næst verðum við barnlausarSmile gott að hittast bara svona annað hvert skipti með börnin.

Marín er núna hjá langömmu sinni og afa, ekkí ónýtt að geta gist í dekri hjá þeim. Henni finnst það voða gott, spilar út í eitt hjá ömmu sinni og fær hana til að sjóða egg fyrir sigSmile man hvað ég hafði það gott hjá þeim þegar ég var yngri, og auðvitað hinum ömmu og afa sem eru nú dáinn. Það var alltaf jafn gott að komast í smá dekur, og maður á endalaust góðar minningar frá þessum stundum.

Maggi og Axel fórum í bíó, svo Viktor er bara hér með Þóru Lind,ofsa góður þegar hann er bara einn. Getur hann leikið sér í ró og næði, og enginn að trufla. Soffía vinkona kíkti hérna aðeins áðan, svo þetta er bara búinn að vera voða kósý dagur í kuldanum.

Núna er svo bara hryggurinn að malla í ofninum, og svo bara að hafa það gott yfir einni spólu kannski í kvöld. Vann nefnilega um daginn mánaðar áskrift hjá Bónusvideo, svo ég nota það nú bara stíft þessa dagana. Get leigt mér eina gamla og eina nýja á hverjum degi í mánuð,svaka fjör.

Eigið nú góða helgi, verið góð við náungann og stöndum öll saman sem eitt, þá gengur allt vel hjá okkur.....vona að þið séuð nú ekki kominn með velgju yfir væmninni, en svona er þetta nú bara.

 

 Knús Dísa


Þakklæti....

Já maður var ansi fljótfær á sér í morgun þegar ég skrifaði bloggið mitt. Gleymi hreinlega aðalmálinu í þessu öllu og það er barnapössunin!!! Ef við ættum ekki þessa foreldra sem ég á þá veit ég ekki hvar við værum stödd. Þau voru með öll börnin heima hjá sér og Möndlu líka, hafa annars alltaf verið hér þegar við höfum farið til USA, en mömmu finnst nú best að vera bara home sweet home. Hún skutlaði krökkunum á morgnana í skólann úr Kópavoginum og svo sótti pabbi þau heim til Lindu sem tók á móti þeim. Nóg að gera hjá þeim svo við getum komist burt í okkar árlegu ferð. Elsku hjartans mamma og pabbi...já og Linda sem passaði líka Ástarþakkir til ykkar, án ykkar kæmumst við aldrei í svona ferð!!! Þið eruð æðiHeartHeartHeartlove Dísa xxx

 


Minneapolis...

Jæja ætli það sé nú ekki kominn tími á að láta vita af sér,held það nú. En við semsagt komum heim að morgni síðasta miðvikudags eftir alveg yndislega ferð. Verð nú bara að segja að við gátum ekki farið út á betri tíma,úff. Eftir öll lætin hérna þá var bara æðislegt að sjá ekki blöð eða netið í nærri 5 daga.

Ferðin út gekk bara vel, langt flug eða 6.20klst. En við gátum nú horft á einhverja þætti og leigt okkur myndir í nýju sætunum hjá Icelandair. Fannst sætin reyndar aðeins of hörð fyrir minn mjúka rassTounge. Lentum úti um 6 leytið og þá fórum við beint á Hertz og náðum okkur í bílinn okkar. Verðrið var alveg meiriháttar, og við vorum á peysunni allan tímann, rigndi rétt hálfan dag hjá okkur. En við semsagt fórum beint í eitt Moll þar sem það lokaði klukkan níu og enginn ástæða til að fara beint upp á hótel og hanga þar. Löbbuðum aðeins um og skönnuðum svæðið og fengum okkur svo að borða á mínum uppáhalds Cheecekake Factory, ohh það er svo æðislegur matur þarna. 

Vorum orðin þokkalega þreytt þegar við stauluðumst upp á hótel þegar klukkan var um hálf 3 á okkar tíma. Fengum æðislega fínt hótel, reyndar þurftum við að fá að skipta um herbergi þar sem við fengum 2 einbreið rúma. Ekki beint spennandi að sofa í sitthvorum rúminu í fríinu híhí... það var nú ekkert mál að fá að skipta og við sofnuðum á mettíma held ég bara rúmlega 10. En svo vorum við nú að vakna stanslaust alla nóttina, veit ekki hvað það var en ég vakanði um 2 leytið og hélt ég væri búinn að sofa í 8 tíma, fékk nett sjokk þegar ég sá hvað klukkan var. En svo um hálf sjö var mín sko glaðvöknuð, hnippti í Axel og spurði hvort ég mætti ekki kveikja á sjónvarpinLoL. Hann var reyndar búinn að vera einsog ég,alltaf vaknandi, einhver spenna í manni. 

Héldum af stað uppí Outlet og flottu veiðibúðina Cabelas. Þetta var ca 40 min keyrsla og allt umhverfið alveg ofsalega fallegt. Haustlitirnir í öllu sínu veldi, gul rauð og græn trén, alveg yndilsegt og hvergi drasl að sjá. Axel fílaði sig vel í Cabelas og skyndilega vantaði honum ýmsa hlutiLoL. Hann fékk sér ýmislegt og var voða sæll og glaður með þetta. Reyndar fann maður alveg fyrir að hlutirnir kosta meira, dollarinn var næstum helmingi lærri í fyrra!! Fórum svo í Outletið og þar dressaði Axel sig upp í Guess búðinni, og mér var nú ekki farið að standa á sama....mín ekki búinn að kaupa neitt og dagurinn langt liðinn haha....en einsog ég hafi þurft að hafa áhyggjur!!

Fengum okkur svaka fínar ferðatöskur, doppóttar og enginn hætta á að þær fari framhjá manni á flugvellinum . Fórum svo til baka bara upp úr 5 minnir mig, semsagt búinn að vera þarna og í veiðibúðinni í um 8 tíma. Ætluðum að koma við í Mall of America, en auðvitað voru þvílíkar vegaframkvæmdir og aðal vegurinn þangar lokaður og við þekktum auðvitað ekkert til þarna. Fórum því bara aftur í minna mollið og eyddum restinni að deginum þar.

Svo var bara pakkað afrakstri dagsins í nýju töskurnar, Axel hafði það nú heldur betur gott með alla NFL þættina og leikina í sjónvarpinu, lagðist svo í heitt bað og svo bara kúruðum við okkur uppí rúmi á kvöldin og horfðum á sjónvarpið. Yfirleitt sofnað á skikkanlegum tíma og vaknað snemma.

Komumst svo í Mall of America loksins, og ég verð nú að segja að það var ekkert eins yfirþyrmandi og ég hélt. Það sem gerir þetta auðvitað að stærst mollinu er tívolíið sem er ekkert smá flott, og allt barnasvæðið þarna, og svo er risa bíó líka og eitthvað underwater dæmi. Þetta er ekkert ruglingslegt einsog svo mörg önnur moll, aðallega bara 2 hæðir sem maður var á. Eyddum heilum degi þarna og borðuðum svo áður en við fórum upp á hótel. VIð þurftum aldrei að vera að halda á mikið af pokum þar sem Axel fór alltaf reglulega út í bíl og setti í skottið. Gat ekki verið þægilegra.

Við semsagt versluðum bara alveg ágætlega, náði eiginlega að klára allar jólagjafir, og svo keypti ég jólaföt á krakkana, gott að vera búinn að því. Ég fékk mér nokkra kjólaWinkúlpu,skó og allskyns leggins. Guess tösku og úr m.a. En við fylltum nú "bara" 3 töskur, það hefur ekki gerst áður. Skildum gömlu lúnu töskuna eftir, enda var hún úrsér genginn greyið. Svo var ég bara með handfarangurs tösku, svo það var nú enginn yfirvigt hjá okkur. 

Þetta var bara alveg æðisleg ferð, og við vorum sammála um að Minneapolis væri þægilegasti staðurinn sem við höfum farið á. Ekkert flókið að keyra, lennti aldrei í því að vera eitthvað smeyk einsog ég hef nú fundið fyrir nokkrum sinnum, ofsalega hreint og fínt allt þarna og snyrtilegt. Kannski líka bjóst maður ekki við miklu því oft hefur maður heyrt neikvætt um Minneapolis. En ég ælta sko að fara aftur þangað og helst með allavega Magga með. Væri nú ekki leiðinlegt að fara með hann á NFL leik, enda drengurinn orðinn þvílíkt klár á öllum reglum í þessu og mikill áhugi hjá honum, enda ekki langt að sækja það.

En svo að öðru, þá fórum við stórfjölskyldan í myndatöku um daginn. Við leigðum okkur studío og Þóra systir tók myndir. Gáfum mömmu og pabba þetta í brúðkaupsafmælis gjöf. Létum taka myndir af þeim með öllum barnabörnunum og ætlum svo að láta stækka af þeim. Svo tók Þóra auðvitað myndir af mér,Axel og krökkunum, jólamyndir af krökkunum fyrir jólakortið og svo af Lindu og familí líka, og svo tók Axel og Þóru og familí. Alveg meiriháttar og það voru teknar 460 myndir takk fyrir!!

En segjum þetta nú þokkalega gott í bili, loksins búinn að skrifa fyrir ykkur sem bíða alltaf spennt eftir bloggi múhahahaaaaaaaa...LoL og eins gott fyrir ykkur að kvitta í staðinn.

Knús á ykkur öll....Dísa


$%$%$$$$

Ég held að brúðkaupsdagurinn okkar í gær hverfi okkur seint úr minnum. Já og það ekkert á góðann hátt, því miður. Þetta er nú meira ástandið hér og allsstaðar, enda var maður bara alveg andlaus í gær,lá eiginlega bara upp í sófa meirihlutann af deginum. Veðrið auðvitað alveg ömurlegt,jafn ömurlegt og ástandið var hér á landi. Svo beið maður með hnútinn í maganum eftir ræðunni hjá Geir og við Axel veltum fyrir okkur hér rétt fyrir 4 hvort að við ættum að bruna í banakann og taka út alla peningana sem við og fyrirtækið á!!! En við ákváðum að þetta hlyti nú að vera öruggt einsog Geir er búinn að lofa.

Var svo kominn að því áðan að hætta við USA á föstudaginn, þegar ég sá að dollarinn var komin upp í 147 kr !! Spáið í þessu, en svo korteri seinna í 97,þetta er búið að taka ágætlega á verð ég að segja. 

EN nóg um þetta, við ætlum til Minneapolis,löngu búið að greiða fyrir þessa ferð. Annars já í gær vorum við boðin í mat til mömmu og pabba þar sem þau áttu 35 ára brúðkaupsafmæli, fengum önd sem við settum í pönnukökur,úfff ekkert smá gott,og skemst frá því að segja að það var allt borðað upp til agna!! Takk kærlega fyrir okkur elsku mamma og pabbi,þetta var æðiHeart reyndar komust Linda og Mummi ekki þar sem Linda var veik, og Sigfús Árni líka,frekar fúlt fyrir þau greyin.

Er annars bara góð núna, búinn að vera að þvot þvott og taka til svona áður en mamma mætir á svæðið.....veitir ekki af þar sem ég hef verið alveg óvenju löt upp á síðkastið. Svo kom pabbi hingað aðeins í smá kaffi áður en hann sótti mömmu, og svo kíkti Soffía vinkona í kaffi,og aðeins að knúsa Möndlu guðdóttur sínaSmile

Fór svo í afmæli til Guðrúnar Sól frænku á sunnudaginn og hittum fjölskylduna, til hamingju enn og aftur elsku frænka mín með daginn þinn á sunnudaginn þar sem ég veit að þú lest nú stundum bloggið mittInLove og takk fyrir okkur sæta mín.

Jæja litla skottið mitt er að kalla af neðri hæðinni,vantar aðstoð við sjónvarpið svo ég verð að hjálpa honum.....knús Dísa


Brúðkaupsafmæli....

Mín elskulegu amma Hanna og afi Geiri eiga 55.ára brúðkaupsafmæli í dag,það er sko ekkert smáSmilesept_2008_043.jpg Dagurinn fór nú bara óvænt þannig að við vorum mestöll fjölskyldan á Salatbarnum hjá mömmu. En það var búið að ákveða að bjóða ömmu og afa þangað í hádeginu, og þetta endaði með að við vorum þarna 13 saman held ég bara. Amma og afi,ég og Axel,Linda og Mummi,Anna og Heimir,Góga og Svali,Helena og Ásta og Halldóra...já semsagt 13. Þetta var alveg æðislegt og alltaf gaman að hittast, já og svo má nú ekki gleyma litlu molunum, Valur Daði og Þóra Lind hvernig læt ég...já og mamma að vinna þarna auðvitað. Þá er þetta komið 16 takk fyrir!!

Við Linda fórum svo og keyptum konfekt handa gömlu hjónunum,kreppu útgáfan sem var ekkert innpökkuðLoL en við ætlum nú ekkert nánar út í þá vitleysu og leiðindi  hér að ætla að tala um kreppuna. Vona bara að sem flestir nái að komast heilir út úr þessari vitleysu sem er í gangi hér á landi. Ansi margir sem eru illa staddir. Ég held allavega enn í vonina að dollarinn fari að lækka í næstu viku, alveg sannfærð "hóst"...

Já og svo er bara kominn snjór og skítakuldi, en mér hefur alltaf fundist þessi tími æðislegur, kertaljós og kósýheit alveg yndislegtHeart

Á mánudaginn erum við að fara í mat til mömmu og pabba sem eiga þá 35ára brúðkaupsafmæli, en ég á þá líka brúðkaupsafmæli, þá eru kominn 7 ár hjá okkur hjónunum, og svo á ég líka 35 ára skírnarafmæliGrin en við erum semsagt að sigla inn í erfiðasta árið samkvæmt ég veit ekki hverju, en 7unda árið er víst eitt það erfiðasta segja þeir???? En við tökum það nú með stæl einsog öll önnurWink

Börnin óvenju góð hér á neðri hæðinni, leika og borða epli og hafa það gott, ekki slæmt, en ég sit hér og geyspa út í eitt.

Ætla nú að reyna að vera duglegri hér á þessu bloggi, finnst ég bara svo oft ekki hafa neitt skemmtilegt að segja frá Frown

Knús Dísa


Fló á skinni.....þvílík snilld!!!

Fórum í leikhúsið í gær, og óvænt fékk Soffía 2 miða í gærdag, greinilega 2 síðustu því það var uppselt. Ég var búinn að panta borð fyrir okkur Axel á Kringlukránna (jájá hlæjið bara) bara afþví það er í næsta húsi og svo er bara mjög fínn matur þarna. En það er nú bara alltaf sem manni dettur í hug þegar maður heyrir Kringlukráin-hverfispöbb og fyllerý. Soffía var nú heldur ekkert að drepast úr spenningi LoL en svo var þetta bara mjög gott. Við semsagt drógum hana og Halla með okkur á kránna góðuLoL

En leikritið JESÚS minn eini, ég hef ALDREI hlegið eins mikið á ævinni, þið sem ekki hafið séð þetta eruð skyldug til að sjá þetta verk. Við gjörsamlega grétum úr hlátri, og um leið og leikritið var búið þá vildi ég fara og kaupa mér miða og fara aftur. Aðalleikarinn Guðjón Davíð held ég að hann heiti, er algjörlega brilliant, og svo hann Halli mello vinur hennar Ástu held ég var alveg stórkostlegur sem holgóma maðurinn, ég liggur við pissaði á mig þegar hann opnaði munninn fyrst. Já og tælenska Tína, þessi stóðu alveg upp úr, já og líka sá sem lék pólska kallinn-sá sem var með í Strákunum man ekki hvað hann heitir.

Óvænt fóru öll börnin í pössun, Maggi hjá Lindu,Marín hjá ömmu og Viktor hjá mömmu og pabba. Svo það var sofið hér til 11.30, ekkert smá næs. Fórum svo í vöfflukaffi til ömmu og afa,náðum svo í Viktor og tókum okkur stóran labbitúr hér í hverfinu. Bara hinn besti dagur, var að borða og núna eru Axel og Maggi að ganga frá á meðan ég bloggaSmilehuggulegt. Svo fer ég og Maggi til Lindu að horfa á Dagvaktina og hlæja pínu meira.

Já og eitt sem ég verð nú að "leiðrétta" ef einhver hefur misskilið.....Ásta skrifaði í athugasemd eitthvað um að ég var spenntust í Kananum, man ekki nákvæmlega hvernig hún orðaði þetta en semsagt það er verið að tala um SPILIÐ kana en ekki Amerí-kana hahahaha......ég var mjög dugleg í spilamennskunniLoLen aldrei verið "með" Kana Ok híhí..

knús Dísa


Afmæli,leikhús og Liverpool.....

Hún elsku Ásta Marta vinkona mín til 27 ára takk fyrir á afmæli í dag!!!! Til hamingju með daginn elsku Ásta mín, ég vildi svo óska að ég gæti verið með þér í kvöld í partýinu þínu. Við bara lofum því hér með að missa ekki af 40ára afmæli hjá hvor annarri,OK.

Við semsagt kynntumst í 8.ára bekk þar sem við vorum saman í bekk, sem hélst svo út allan barnaskólann og unglingadeildina fyrir utan síðasta árið. Við höfum alltaf verið góðar vinkonur, aldrei neitt vesen og ýmislegt sem var nú gert og maður man eftir. Man eftir okkur í Engjaselinu hjá Ástu og hún að steikja franskar upp úr vellandi smjörlíki handa okkur...ojjjjj, en þetta var voða gott, eggjasalat var líka mjög vinsælt hjá okkurLoL Svo man ég alltaf eftir uppáhalds lopapeysunni minni sem Ásta átti, grá og hvít og mér fannst ég algjört æði þegar ég var í henni, með bláhvíta glossið,bláan augnskugga og þvílíkan kinnalit!! Svo man ég eftir boxaraskónum frægu sem voru í tísku,ferðunum okkar niðrí bæ,ljósabekkjunum og auðvitað WHAM. Oh þetta var nú skemmtilegur tími, og alltaf gaman að vera með Ástu sem var alltaf hress og kát og aldrei fúlHeart

Svo er það aðalfréttin í Mogganum í dag, já haldið þið ekki að Gulli sonur hennar Ástu og semsagt núna guðsonur minn hahaha....(má alltaf troða sér inn) hann er að fara til LIVERPOOL að æfa með vara og aðalliðinu takk fyrir. Hann er semsagt að brillera drengurinn núna hjá AGF,og núna er hann að fara í mitt aðallið, ohhh ég væri nú alveg til í að hitta Steven Gerrard....ekki slæmt. En það kemur að því þegar ég fer í heiðursstúkuna með Ástu að horfa á Gulla keppa með Liverpool og svo hittum við alla leikmennina á eftir....jájá ekki slæmt að láta sig dreymaWhistling  Já þetta er bara meiriháttar!!!

Annars er nú ekki mikið að frétta, fréttirnar alveg að gera mann geðveikan, þ.e. gengisfréttir. Krónan er í sögulegu lágmarki alla daga, og ég veit ekki hverju er verið að bíða eftir hérna, kannski að allir fari á hausinn og þá verði eitthvað gert!!! Alveg óþolandi, og vá hvað maður gæti verið farin á hausinn ef maður gæti ekki spennt bogann einsog við höfum þurft að gera.  En ég er nú bara bjartsýn alltaf og bíð alltaf eftir að þetta lagist..kemur alltaf að því. Reyndar ekkert gaman að vera að fara kaupa sér dollara núna....ég bara held í vonina að þetta fari að lagstWink annars verður bara ekkert verslað.

Svo er það Fló á skinni annað kvöld, þvílíkur spenningur, alltaf gaman að fara í leikhús og hvað þá á svona verk sem hefur fengið svona geggjaða dóma. Erum að spá hvort við eigum að fara út að borða áður, einhverjar uppástungur um góðan stað???? Bara eitthvað létt og gott.

Annars fór mín að vinna í gær, já haldið þið haha.... alveg frá 9-12. Leysa af í veikindum, ofsa gaman, já já það var bara fínt að þurfa að drífa sig út hér allir kl 8. Byrjaði nefnilega á að fara á smá námskynningu hjá Magga, svo það var aldeilis skipulagið hér í gærmorgun. Átti líka að fara í morgun en Axel hringdi rétt áður en ég lagði af stað og sagði að ég þyrfti ekki að koma. Þríf bara hér í staðinn, ekki er maður allavega á leið út í labbitúr núna í þessu viðbjóðslega veðri, haustið sko komið brrrrrrrrrr.

Var í vöfflu kaffi hjá Þóru systir í gær, Linda mætti líka og pabbi, svaka gaman, vantaði bara mömmu sem var að vinna. En jæja ætli ég haldi ekki áframa að reyna að hringja í Ástu, alltaf á tali hjá henni áðan.

Ætla að enda þetta á lagi til heiðurs Gulla Victor, Þetta er nefnilega ekki bara Liverpool lag, heldur líka Celtic sem er auðvitað uppáhalds liðið okkar. Höfum nú nokkrum sinnum verið á Celtic Park og sungið þetta.....svo var þetta auðvitað sungið í brúðkaupinu okkar af honum Páli Rósinkrans sem gerði það alveg snilldarlega!!Ég fer alltaf að gráta þegar ég horfi á þessa útgáfu

Knús til ykkar allra og góða helgi......Dísa


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband