6.12.2007 | 15:48
Kaupæði..
Jæja ég missti mig aðeins áðan, fór í Kringluna að redda nokkrum jólagjöfum.Vantaði fyrir starfsfólkið okkar og aðeins handa pabba.
Auðvitað endaði ég á að kaupa aðeins á mig í leiðinni,fór nefnilega í Kultur búð sem ég hef eiginlega ekkert efni á að fara inn í, en ég er búin að vera að leita af glans stígvélum útum allt og ekki fundið nein til að "láta" Axel gefa mér í jólagjöf. Hef oft heyrt sögur af konunum sem versla þarna,þær eiga svo nóg af peningum að það er nóg fyrir afgreiðslukonurnar að segja þetta er geggjað þú verður að fá þér svona og þær bara kaupa án þess að máta. Varð líka vitni að þessu í dag.
Allavega var að koma sending af glansskóm og ég auðvitað þurfti að máta, en það var nú hægara sagt en gert. Jesús minn eini að troðast í þetta,en hún stóð yfir mér afgreiðslukonan og sagði mér að troðast því þetta eru stígvél með engum rennilás og allt stoppa við hælin. Ég var alveg með skítinn í brókunum að rífa blessuðu stígvélin sem kostuðu ekki "nema" 32.000 kr. Hún hélt áfram nei nei þú rífur þau ekkert það hafa allir þurft að troðast svona í þau. Og auðvitað hélt ég áfram að troðast og orðin pungsveitt af öllum rembingnum og eldrauð í framan og varð hugsað til allra kellingann sem ég hef heyrt um í þessari búð sem bókstaflega rífa fötin upp úr kössunum áður en þau komast í hilluna því þær VERÐA að fá þau í safnið.
Allavega ég komst auðvitað léttilega í þetta eftir allt saman,hringdi í Axel og sagði honum að ég væri búin að redda jólagjöfinni fyrir hann og auðvitað að fá "leyfi" kostuðu bara 30.000kr já ég tók bara 2.000 kall af og það er nú ekki mikið!! Og þessi elska sagði mér að kaupa þá ef mig langaði í þá.
Var ekki lengi að skella mér að afgreiðsluborðinu og einhvern veginn þvældist einn kjóll alveg "óvart" með ég bara varð að fá hann....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.