Myndataka...

Jæja, sýnist nú að einhverjir séu búnir að kíkja hér inn en enginn skilur eftir sig sporFrown gaman væri nú að fá að sjá hverjir eru að kíkja.

Annars hefur verið nóg að gera hér í Grænlandsleiðinni síðustu daga. Barry,Julie og Megan dóttir þeirra (vinafólk okkar frá Skotlandi) voru hér frá fimmtudegi til sunnudags.Við skemmtum okkur voða vel og vorum svo heppin að tengdó sátu hér á laugardagskvöldið og við gátum farið út að borða. Skelltum okkur á Geysi og fengum okkur jólahlaðborð sem var voða gott. Drukkum nokkra bjóra og á eftir fórum við aðeins á Rex og fengum okkur Mojito namminamm.... svo var skundað heim og drukkið Finlandia Mango fram á nótt,þó allt hafi nú verið rólegt og gott. þó að þessi upptalning á áfengi sé nú einsog drykkja yfir allt árið hjá mér svona að meðallagiTounge

Er búin að skreyta svona nánast allt,svo er auðvitað alltaf verið að skúra og þrífa enda veitir ekki af þó að flestir haldi nú að ég sé með krónískt þrif æði! Nema kannski fyrir utan mömmu sem hélt nú alltaf að ég myndi nú enda sem mesti sóðinn í fjölskyldunni og búa í einhverri óþrifinni íbúð alla ævi. En mömmum getur nú skjátlast sem betur fer....

Akkúrat núna er ég að ærast yfir hérastubb bakara söngnum og enginn heyrir í mér þarna niðriDevil best að fara niður og kanna hvað er í gangi og setja börnin í einhver hrein föt og reyna að taka myndir af þeim fyrir jólakortin,á eflaust eftir að ganga með eindæmum vel jeright!! Að ná 3 gríslingum öllum góðum og fínum brosandi með opin augun á sömu sekúndunni ómæ.

Þangað til næst

knús Dísa 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hey skvís, Líst vel á þig að taka þetta upp á eigin spýtur. Bomburnar alveg glataðar í þessu, svo við erum að meika það

Sé þig fyrir mér blogga þess á milli sem þú moppar svörtu flísarnar - hahahaha.

Hlakka geðveikt til að sjá þig - love you Ásta

Ásta Marta (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 21:59

2 identicon

Hæ sæta

til lukku með síðuna,á bara að fara missa sig í blogginu?

Hlakka til að fylgjast með

Þóra Kolla (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband