7.12.2007 | 09:48
Myndir
Jæja nú hef ég verið að rembast við að setja inn myndir hér á síðuna en vá það tekur heila eilífð að hlaðast inn. Svo er ég ekki alveg nógu sátt við hvernig þetta kemur út þ.e með albúminn. Kannn ekki alveg nógu vel á þetta og spurning um að bíða bara eftir að Ásta danska mætir á svæðið
Náði að taka myndir í gær fyrir jólakortin og gekk alveg ágætlega þangað til ég var komin á mynd nr ca 20 þá var unglingurinn orðinn frekar pirraður og fannst þetta asnalegt og leiðinlegt. En ég hlýt að geta notað eitthvað af þessum 28 myndum sem ég tók.
Náði líka að skrifa heil 17 jólakort,úff og er auðvitað ekki hálfnuð með þetta en ég var kominn með rasssæri sem er afleiðing síðustu meðgöngu,en ég get ekki setið of lengi.
Annars flýgur tíminn alveg ótrúlega frá manni í desember og maður fær alltaf svona nettann fiðring í magann þegar maður hugsar um allt sem þarf og á eftir að gera sem er nú samt bæðevei ekkert svo mikið. Ætla að pakka inn gjöfum um helgina og klára jólakortin,labba upp og niður laugaveginn á laugardaginn með familíunni,Axel fer í Krúste gerð með mömmu sinni og systir á sunnudag og þá ætla ég að gera eitthvað kósý með krökkunum á meðan. Langar helst að fara í leikhús en við sjáum til með það.
Já og svo er það árlegi Söru baksturinn hjá mömmu á mánudaginn,þar sem við systurnar mætum saman. Alltaf gaman af því og erum við búnar að plana alltaf að mæta til mömmu þó svo hún sé kannski ekkert alltaf búin að plana að hafa okkur en þetta er ómissandi hefð finnst mér og hana nú.... en það er kannski ekkert hægt að kalla þetta bakstur því mamma og pabbi eru alltaf búin að baka kökurnar og við setjum bara kremið inn í svo súkkulaði. Alveg yndislegt!!
Jæja best að fara að gera eitthvað hér,er að fara að vinna á mánudaginn-skemmtilegur tími eða hittog, svo best að láta hendur standa fram úr ermum í dag og um helgina.
Góða helgi allir 3 sem lesa híhí..
knús Dísa
Athugasemdir
Þú gleymdir ajveg að segja með sörurnar,við gerum meira en að setja súkkulaðið á við BORÐUM ÞÆR LÍKA.Allt á meðan við stöndum í þessum bakstri híhíhí.
En það er naumast hvað þú ert dugleg að blogga tek ofan fyrir þér.þ.e.a.s. ef ég væri með hatt
Þóra Kolbrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 10:52
Þú verður að bjóða mér upp á sörur þegar að ég kem, það er það besta. Það er ótrúlega mikið að gera hjá minni og já ég er sko sammála með fiðringinn í magann yfir öllu sem þarf að gera og á eftir að gera, því maður vill hafa þetta allt saman 100% þegar að jólin síðan koma.
Ég kem á sunnudag eftir viku og verð bara í huggi og sörum hjá þér, og ekki borða allt svo ég fái eitthvað, þetta má koma í staðinn fyrir Lindt kúlurnar.
Kv Ásta
Ásta Marta (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 11:42
Já alveg rétt Þóra,maður fer út í súkkulaði sjokki híhi..
Ásta mín þú kemur sko í súkkulaði veislu ekki spurning.Lindt kúlurnar,Sörur,Nói síríus og alles!! Hlakka til að sjá þig darling
knús Dísa
Ég sjálf (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 11:58
Hæ Dísa mín! Frábært að sjá að þú ert komin með þitt eigið blogg. Ég set það inn í daglega bloggrúntinn;) Ég er alltaf á leiðinni að kíkja á þig í nýja húsið en það er bara búið að vera svo brjálað að gera í skólanum. En þetta fer nú að róast og þá kíki ég í kaffi til þín og tek kannski báðar Soffíurnar með mér;) Kv.Linda
Linda P. Sigurðardóttir, 7.12.2007 kl. 18:59
Linda gaman að heyra frá þér, gaman að þú skildir finna mig hérna á blogginu
Endilega kíkið í kaffi allar saman fljlótlega
knús Dísa
Ég sjálf (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 00:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.