8.12.2007 | 00:27
Fullkomin hamingja..
Í gærkvöldi þegar ég var að skrifa jólakort og í morgun þá fer maður að hugsa svo mikið. Já hugsa um hamingjuna og það kemur viss friður yfir mann við þessa kortagerð og maður verður pínu meir alltaf.
Allavega er ég svolítið búin að vera hugsa um það hvað það er sem gefur lífinu gildi,hvað er það sem gefur manni hamingju og frið-alsælu. Og ég hef komist að því að það eru þessir litlu hlutir sem maður tekur oft sem sjálfsögðum hlut.Td einsog þegar börnin liggja sofandi í rúminu og maður finnur friðinn frá þeim,þeim líður vel og eru örugg. Líka þegar við hjóninn situm saman hér á kvöldin eftir að hann kemur úr vinnunni og við spjöllum um daginn og veginn,að sitja við kertaljós og rólega tónlist og skrifa jólakort til allra þeirra sem mér þykir vænt um,þegar vinkona eða systir hringir bara til að heyra í mér en ekkert endilega til að segja neitt merkilegt,þegar Viktor kemur til mín og segir ég "enga" þig mamma,þegar Marín tekur utan um mig og segir mér þykir svooooooo vænt um þig mamma,þegar ég segi við Magga farðu nú að sofa Maggi minn og hann segir já og labbar inn í rúm án alls mótþróa og svona mætti lengi telja. Að eiga heilbrigð börn,eiginmann,mömmu,pabba,systur og ömmu og afa sem alltaf eru dugleg að kíkja í heimsókn og fá kaffi þetta er ómetanlegt!
Þetta eru þessir litlu hlutir sem ylja manni um hjartarætur og færa manni hamingju
. En ekki veraldlegir hlutir sem veita manni einna stundar ánægju. Reyndar verð ég líka að nefna nýja húsið mitt sem mér líður svo ofsalega vel í, hér finn ég mikinn frið og hef varla horft á sjónvarp síðan ég flutti.Er einhvern veginn bara í rólegheitum hér uppi og finn líka að hjónabandið hefur líka notið góðs af sjónvarpsminnkuninni. Við sitjum frekar hér uppi og spjöllum saman.
Á Kristnibrautinni leið mér alveg vel en það var alltaf einsog ég fyndi fyrir einhverjum þar,já einhverjum sem er ekki hér í jarðnesku lífi. Samt leið mér ekkert illa - en mér líður samt svo vel hérna í Grænlandsleiðinni og það er líka svo ofsalega góður andi hér. Hér bjó ofsa gott fólk á undan okkur en í Kristnibrautinni var frekar fúlt fólk sem bjó þar og þess vegna var bara ekki sami góði andinn þar.
Já jólaandinn er að færast yfir mig heldur betur og þetta er svo skemmtilegur tími . Á morgun ætlum við að labba laugaveginn og fá okkur heitt kakó öll saman. Svo einsog ég sagði áður þá er það sörubaksturinn á mánudaginn hjá mömmu og pabba sem mér finnst alveg meiriháttar.
En áður en ég fer að verða væmnari þá er best að halda áfram að pakka inn og skrifa kort,ein með sjálfri mér og útvarpinu allir sofnaðir,snjórinn úti og stillt veður ahhh þetta er fullkomin hamingja
Knús Dísa
Athugasemdir
Ég er svo hjartanlega sammála þér og vá hvað þetta var flott lesning að það fór algjör friður yfir mig
Litlir hlutir gera eitt stórt....sem er hamingja. Eftir að ég kom til DK, hef ég mjög oft hugsað hvað það er sem veitir manni hamingjuna og sjónvarpssjúklingurinn ég hef varla sest niður heila kvöldstund og horft á sjónvarp, núna kveiki égfrekar á kertum, hlusta á tónlist og dúlla mér. Alveg yndislegt.
Frábær skrif inní jólaandann
Knús og kram Ásta
Ásta Marta (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 08:54
Elsku vinkona, þetta er mjög huglúft hjá þér.....já vildi að ég væri komin í svona mikið jólaskap hérna heima við....en púðrið hefur farið svolítið í vinnuna og börnin þar sem eru alveg að deyja úr spenningi þessa dagana. Búin að hjálpa þessum elskum að búa til jólagjöf fyrir mömmu og pabba og skó út í glugga....og einning poka til að láta jólagjöfina í. Fara á bókasafnið og hlusta á jólasögu og fleira jóla jóla......vona að mín börn fari að komast inn í jólastuðið með mömmu sinni....en ég er hjartanlega sammála með þessa litlu hluti....þeir skipta mestu máli...já bara vakna á morgnanna og taka á móti nýjum degi...með fjölskyldunni sinni og vinum. Þoli ekki hvað það er orðin mikil efnishyggja allstaðar. Eiga svona flottan bíl og eiga þetta og hitt sem ekki skiptir neinu máli....svo eru sumir sem eiga bara ekki neitt og enginn hugsar um hvernig það sé.....kannski ekki einu sinni neinn til að halla sér upp að. Já maður á að þakka fyrir það sem maður á og hefur, en ekki alltaf vera að velta sér upp úr því sem maður hefur ekki og á ekki. Æ elsku Dísa mín þykir alveg óendanlega vænt um þig og sendi þér og þínum knús á línuna.
Kveðja Soffía vinkona
Soffía (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 10:25
Oh ég er svo innilega sammála þér Dísa mín. Ég hugsa svo oft um þetta þegar Ævar er á sjónum. Hvað það er sem skiptir mann mestu máli og auðvitað eru það þessir litlu hlutir.Ég heyrði einu sinni viðtal við mann sem hafði misst konuna sína og hann var spurður að því hvers hann saknaði mest. Þá sagðist hann einmitt sakna litlu hlutanna sem enginn annar vissi af eins og þegar konan hans hraut, prumpaði og þess háttar. Þetta er nefnilega málið.
Við kíkjum fljótlega í kaffi til þín.
Kv.Linda
Linda P. Sigurðardóttir, 8.12.2007 kl. 16:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.