9.12.2007 | 11:19
Jólastemning..
Já við fengum jólastemninguna beint í æð í gær. Löbbuðum upp og niður laugaveginn í frosti en samt yndislegu veðri. Breyttist aðeins planið þar sem við ætluðum öll að fara en amma og afi komu hingað til að gefa Axel afmælisgjöfina sína og tóku Magga og Marín með sér heim þar sem þau vildu endilega fara með þeim. Þannig að þetta var alveg yndislega kósý bara ég og Axel og Viktor í kerrunni.
Allir voru í svo góðu skapi í búðunum og buðu upp á piparkökur og svo var fullt að fólki að selja heitt kakó á laugaveginum,ohh þetta var svo næs. Viktor var kominn í hálfgert pipaköku sjokk því hann fékk sér smakk í öllum búðum en svo allt í einu sagði hann mér er illt í maganum og ég sagði "já ég var búin að segja þér að þú fengir illt í magann" en það dugði ekki lengi hjá honum því um leið og hann sá hjálpræðisherinn með pipakökur á borði sagði hann "mér er ekki illt í maganum lengur" bara yndislegur.
Svo kom coka cola lestinn með allri sinni dýrð og Viktor var alveg stjarftur að sjá jólasveininn sem vinkaði honum út um bílrúðuna og svo löggurnar sem vinkuðu líka. Þetta var svakalega flott og að sjá lestina svona á Laugaveginum en ekki bruna framhjá hérna í hverfinu einsog við höfum séð síðustu ár.
Annars sváfum við fjölskyldan til hálf ellefu í morgun,en Maggi fór til Guðrúnar Sólar frænku og svaf hjá henni.Þvílík sæla Axel er núna á leið til mömmu sinnar og með systur sinni og þau eru að fara gera Cruste sem er dönsk hefð og við borðum alltaf í forrétt á aðfangada alveg geggjað gott.
Jæja nú ætla ég að fara að gera eitthvað með gríslingunum, sem eru að borða morgunmatinn sinn núna en Marín er búin að smyrja ristað brauð fyrir sig og Viktor,duglega stelpan.
Knús Dísa
Athugasemdir
Vá! Þú ert ekkert smá dugleg að blogga. Frábært hjá þér. Ég er einmitt á leiðinni í jólaþorpið hérna í Hafnarfirði með börnin á eftir. Aðeins að fá smá jólafíling;)
Eigðu góðan dag!
Kv.Linda
Linda P. Sigurðardóttir, 9.12.2007 kl. 12:10
Þú ert ekkert smá dugleg að blogga....ég verð að fara að koma mér í að verða duglegri, það líða orðið margir dagar. En gaman að lesa og ég einmitt var í jólastemmingunni í dag. Fór í jólaþorpið (gamle by), jólamarkað, bæinn og alls staðar allt upplýst, jóla möndlu lyktin sveif um bæinn, jólalög spiluð og heitt kakó drukkið.....hummmmm, en rigning
nú mundi ég vilja hafa snjóinn.....
Leiðinlegt að missa af kók lestinni, hún er nefnilega æði.
knús Ásta
Ásta Marta (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 20:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.