Sunnudagur til sælu..

Jæja var að koma heim úr Smáralindinni, já við enduðum þar ég Marín og Viktor. Ætluðum í heimsókn til mömmu og pabba og skoða jólalandið hjá þeim en auðvitað komum við að tómum kofa. Meira hvað þessir foreldrar mínir eru aldrei heima hjá sér. Krökkunum langaði svo að sjá allt jólaskrautið hjá þeim,ætli ég fái ekki þokkalega minnimáttarkennd eftir að ég hef komið þaðan annað kvöld þegar ég fer í sörubaksturinn.

Verð að viðurkenna að ég hef nú oft skreytt meira heldur en þetta árið,veit ekki afhverju ég er svona hálf löt við þetta núna. En ég er nú að spá í að fara niður í Húsasmiðju á eftir og kaupa seríu á svalirnar til að lýsa þetta aðeins upp hjá mér.

En einsog ég sagði þá vorum við í Smáralindinni og sáum rétt siðustu 20 min, af jólasýningunni sem er þar núna. Þegar Trölli stal jólunum,þetta var svaka flott sýning og svo var jólasveinn og Hara systurnar sungu. Krakkarnir voru allavega stjarfir yfir þessu.Náði að klára jólagjöfina til pabba frá krökkunum. En svo hittum við einmitt mömmu og pabba og Viktor alveg brjálaður að fá ekki að sýna afa sínum pakkann sem hann átti að fá og skildi ekkert í þessu!

Fórum svo í vöfflur og kaffi til Dóru og Bjössa þar sem ég var að sækja magga sem var aldeilis búinn að vera í góðu yfirlæti hjá þeim og fékka að vaka til 2 takk fyrir og þokkalega ánægður með það.

Axel er enn í Cruste (lesist Krúste) bakstri upp í Máshólum, og er búin að vera þar síðan á hádegi. Það er greinilega nóg bakað. Namminamm....en ég ætla nú ekkert að vera að segja ykkur sem ekki vita hvað við setjum í cruste-ið þið sem ekki vitið því þá mynduð þið halda að við værum eittvhað rugluð!! En cruste eru svona í laginu einsog tartalettur,og svipað og þunnt djúpsteikt orly deig en samt ekki. Erfitt að lýsa þessu og svo setur fólk þær fyllingar í sem þeim finnst best....

Svo er bara vinnan á morgun með Axel,svo nú er eins gott að maður læri að fara snemma að sofa en ekki að ganga 2 einsog alla aðra daga!!

Verið nú dugleg að sýna mér hverjir lesa hér,endilegaTounge

knús Dísa 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

prufa

prufa (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 20:29

2 identicon

Ætlaði einmitt með stelpuna í smáralind að sjá sýninguna, hvenær er hún? er hún alla daga? Hlakka til og gaman að sjá. Við vorum einmitt í Orlando þarsíðustu jól og fórum á sýninguna þegar að trölli stal jólunum í universal studio, og Kristjana gleymir því aldrei, talar en um það.

Voðalega er kósi hjá þér þessa daganna.....gangi þér vel í vinnunni.

kram Ásta

Ásta (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 20:36

3 identicon

Jæja loksins get ég vonandi kvittað til lukku með síðuna ,hlakka til að fylgjast með ,kv Linda

linda systir (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 21:30

4 identicon

Bíddu,bíddu er nokkuð búið að afhenda verðlaunin afkastamesti bloggari landsins,það er bara alltaf nýtt efni þegar maður kíkir inn,ef svo er ekki þá hlýtur þú þau verðlaun.

Hlakka til að hitta ykkur á morgun að baka sörur,

knús og kjamm frá Þóru sem býr í kassa. 

Þóra Kolla (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 23:02

5 identicon

Ég óska þér innilega til hamingju með þessa síðu þína! Þú mátt nú eiga það að þú skrifar skemmtilega og segir skemmtilega frá - gaman að lesa hvað þú ert að fást við um dagana! Halltu áfram á þessari braut og verðlaunin koma í þínar hendur

Bestu kveðjur Svala

Svala (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband