11.12.2007 | 18:50
Danskar hakkbollur...
Slapp vel í dag vinnulega séð þurfti að mæta á fótaaðgerðastofuna mína kl 1 og þar sem við vorum á svo góðu róli þá þurfti ég ekkert að mæta aftur
. Enda er sko kraftur í þrifunum þegar við hjónin mætum á svæðið, allir vinna og ekkert hangs.
Annars ilmar allt hérna núna af yndislegri hakkbollu lykt,jummíjummí en ég kom við í Kjöthöllinni held ég að það heiti þarna á Háaleitisbrautinni þar sem ég er í fótaveseninu og keypti svona tilbúnar Danskar hakkbollur úr kjötborðinu með papriku og lauk og svo eru þær kryddaðar líka,alveg hrikalega gott með brúnni sósu og lífrænt ræktuðum kartöflum enda var góð matarlystin á liðinu!!
Gleymdi að segja ykkur frá jólastemmningunni hjá mömmu og pabba í gær,en ef einhver er ekki búin að komast í jólaskapið eða kemst ekki í jólalandið í Hafnarfirði þá get ég selt gegn vægu gjaldi skoðunarferð til mömmu og pabba,jesús minn eini þvílíka skrautið!! Dáist af þeim að nenna þessu, en ég verð líka að fara að drífa mig með krakkana til þeirra að sjá sjá og leyfa þeim aðeins að káma út ömmunni til mikillar gleði.
Var ekki fyrr komin heim úr vinnunni og nýbúin að hugsa með mér að nú hlyti nú kílóin að fara að fjúka þar sem þetta er nú þokkaleg líkamsrækt í vinnunni og ekki er maður að narta í sælgætið og súkkulaðið í vinnunni, þegar ég "datt"ofan í söru-dollunaog það var ekki að spyrja að þvi,missti mig aðeins en mér hefur aldrei fundist þær svona góðar úfff, var fljót að setja stóran slurp í poka og inn í frystir.
Jæja unglingurinn var að koma af fótbolta æfingu og best að hita upp Dönsku hakkbollurnar fyrir hann
knús Dísa
Athugasemdir
Namm hljómar vel,hakkbollur
. og já hvað kostar í Jólalandið hjá Þóru og Magga ?
síja Soffía
Soffía (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 19:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.