12.12.2007 | 21:16
Söru-æði...
Ég hef stórar áhyggjur af þessu söru-köku áti á mér,þær eru svo hryllilega góðar þetta árið að við hjónin erum bara á beit og búin með skammtin sem fór inn í ísskáp. Setti smá í poka inn í frystir og verð að hemja mig
Annars hringdi ég rétt í þessu í pabba og mamma ekki heima-var í Smáralindinni svo ég notaði tækifærið til að til að segja pabba að ég yrði að fá annað sörukvöld fá að vita hvað ég ætti að kaupa í þetta og bað hann svo að skjóta þessu að mömmu ungfrúbissí.is svo hann gæti tekið það mesta af kastinu sem hún fær hahaha..... hann sagðist ætla að skjóta þessu að henni úr hæfilegri fjarlægð
svo þegar ég tala við hana þá verður hún komin yfir mesta sjokkið. Það er ekki nóg með að hún sé að baka þetta fyrir okkur og sig heldur líka eitthvað fólk út í bæ,og svo eru þau að gera lagterturnar hvítu sem eru ómissandi um jólin,það gera þau líka fyrir okkur systurnar og sjálfan sig.Enda hef ég ekki enn farið með börnin að skoða jólalandið hjá þeim,hef ekki lag það þau.
Vann í allan dag í klósettum og vöskum og eftir viku verð ég orðin kengboginn líklegast eins hringjarinn frá Notre Dame. Væri gaman að telja öll þessi klósett,hmmmmm....í fljótu bragði myndi ég giska á ca 60 spáið í því hvað þetta er gaman eða hittó.... annars dreymdi mig engann kúk né klósett um daginn þegar ég átt von á því og vann ekki heldur í Happdrætt Háskólans í fyrradag, hélt ég myndi fá milluna.
Ætlaði annars að eyða þessu kvöldi í að setja myndir inn í jólakortin sem voru tilbúnar í dag úr framköllun og hringdi í Axel ca 20 mín áður en hann lagði af stað heim og bað hann um að koma við í Hans Petersen og sækja þær og jú jú ekkert mál.....en auðvitað hr gleyminn.is auðvitað steingleymdi því. Ekki svo sem að það hafi neitt komið mér á óvart, bíð bara eftir símatalinu frá honum þegar hann segist vera í Hveragerði,þegar hann ætti að vera á heimleið..
Knús Disa
Athugasemdir
Er mín alveg að missa sig í söru-átinu,ég skil þig svo vel var einmitt að borða 2 núna ummmmm,
Ég bíð spennt eftir að fá lagtertuna hjá mömmu og pabba.
Knús frá litlu systir sem er að missa sig í nammiáti þessa dagana
Þóra Kolbrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 23:50
Hey, ekki klára sörurnar, það eru 3 dagar í mig - takk fyrir takk.....Ég hlakka ekkert smá til að borða sörur og Lindt mola.....
Maður er búin að vera á hreinsunardrykk í 2 daga.
Knús Ásta
Ásta Marta Róbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 08:48
Hanna Dísa......þú verður nú að komast í kjólinn um jólinn. he he he
Mamma þín verður að passa kökurnar ef þú færð meira...svona í eina viku eða svo.
Kærar kveðjur úr heilsubælinu
Soffía
Soffía (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 11:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.