Rólegtheit og kósý á heimilinu....

Var hringt í mig úr leikskólanum í dag -í hádeginu og ég beðin um að sækja Viktor,þar sem hann var lystalaus og með 38,2 kommur. Þannig að við áttum voða kósý dag undir teppi og horfðum á Dýrin í hálsaskógi 2 svar í röðSmile Hann er reyndar hinn hressasti núna en ég var búin að láta þær á leikskólanum vita í morgun að ég væri viss um að hann færi að verða veikur,búin að vera hóstandi svolítið á kvöldin og nóttinni en alveg hitalaus,mældi hann meira að segja í morgun til öryggis áður en hann fór í leikskólan og minn bara slétt 37.

Erum núna 2 heima í rólegheitunum þar sem Axel fór með Marín og Magga í 6 bíó á boðssýningu sem við unnum miða á. Ætluðu svo að fá sér bæjarins bestu á eftirToungeuppáhladið mitt. En ég fékk nú bara ristað brauð og Viktor er hér við hliðina á mér og er að reyna að skófla í sig skyri. Matartímarnir hans taka allt upp í klukkutíma ef hann er ekki mataður (já litla barnið) en hann vill helst láta mata sig þegar allir eru búnir að borða. Hann er sko ekki að nenna að borða hér í kvöldmatnum.

Hef nú ekkert heyrt frá mömmu ennTounge vona að hún hafi ekki fengið slag......en ég verð með einhverju móti að gera meiri sörur. En það er smá misskilningur hjá þeim sem lesa,en ég er EKKI búin með allar sörurnar,setti í frystir sem ekki verða snertar fyrr en Ásta danska kemur,en þær sem fóru inn í ísskáp eru búnar....það var meira en helmingurinnSick

Var að spjalla í símann áðan við Ástu mína og hlakka ofsa mikið til að sjá hana og bjóða henni í kjúlla,en henni finnst ég gera besta kjúllannInLove já já alveg satt!! 

Jæja litli prinsinn minn er hér að gera allt annað en að borða og bíður eflaust eftir að mamma mati litla strákinn sinn, en ég er alveg með það á hreinu að hann verður söngvari þegar hann verður stór því að hann syngur STANSLAUST allan daginn litla krúttið.

2 gullkorn frá Marín hérna í lokin,en fyrir ca 1-2 árum síðan komu langamma hennar og afi í heimsókn og hún var að sýna þeim nýja úrið sem amma Þóra hafði gefið henni og langamma sagði voða áhugasöm við hana, og gengur það??(úrið) og Marín leit á hana stórum augum og lagði það á gólfið og sagði NEI það gengur ekki og alveg steinhissa á löngu að spyrja svona asnalegrar spurningar.

Svo um daginn þegar átti að setja skóinn út í glugga þá sagði ég henni að hlaupa upp í skáp og ná í skó og bað hana um að koma ekki með skítuga eða blauta skó. Svo kom mín með skó og sagði "þessi er sko alveg tandur þurr"

knús Dísa 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru gullmolar sem við eigum  það getur komið ansi margt skemmtilegt útúr þeim....já Dísa skvís söru kerling, þú gerir lang besta kjúlla sem ég hef smakkað og meiri segja betri en minn, hlakka til að koma í mat og sögustund, verðum að eiga huggó kvöld með nammi, ísvatn, sörur, góða tónlist og spjall og kanski kúkatei í lokinn, ég er en að hlægja af öfga sögunum.

Viltu spurja mömmu þína hvort að hún geti gert eins og 100 sörur fyrir mig?????  svona aðeins til að hressa hana við, ég væri sko alveg til - hehe.

Knús Ásta

Ásta danska (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 21:05

2 identicon

Líst vel á þetta allt Ásta nema kúkateið, já ef þú vilt koma mömmu á hæli þá skal ég spyrja hana hahaha....

Hlakka til að sjá þig

knús Dísaxxx 

ég sjálf (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband