14.12.2007 | 20:05
Sykurbrjálæði og jólaspenningur....
Hef þetta stutt núna, hef bara smá tíma á meðan allir krakkarnir eru saman í baði-já við erum sko með stórt bað.
Allavega eru þau öll búin að vera heima í dag í þessu brjálaða veðri, og í einu orði sagt snarxxxxxx!!!!
Ég hef bara sjaldan vitað annað eins, hef varla séð hana Marín svona en hún getur hreinlega ekki staðið kjurr heldur er bara einsog hún sé með gorma undir fótunum. Þvílík áhrif sem það hefur á hana að fá þetta súkkulaði úr dagatalinu strax á morgnana + og plús allur jólaspenningurinn. En það er bara búið að vera þvílíkt eirðarleysi í þeim öllum,rifrildi,öskur,hopp og læti og ég er BÚIN á því. Ekki svo sem bætti úr því að ég ætlaði að vera ofsa góð mamma og gerði heitt súkkulaði,vöfflur og rjóma í hádeginu handa þeim og Róberti frænda sem ég sótti rétt fyrir hádegi enda leiddist honum greyinu einum heima.
Svo varð allt brjálað hér þegar þau fréttu að Róbert og Sigfús væru að fara sofa hjá ömmu sinni og afa,grenjað hér í hálftíma eftir að þau fóru og ég var leiðinlegasta og ósann gjarnasta mamma í heimi að leyfa þeim ekki að fara bara líka og sofa hjá ömmu og afa
Hafði baðið handa þeim vel heitt en mér heyrist nú öllu að það sé ekkert að róa þau og mig hlakkar ekkert til að fara að skúra veggi og gólf inn á baði. Geðheilsan er alveg að bresta hjá mér það er bara ekkert hlustað á mann nema í 1 mínútu og þá er allt gleymt sem maður sagði.
Sé fram á þrif í allt kvöld,ryksuga,ganga fr,setja í vél og skúra og ef ég klára það á góðum tíma þá er aldrei að vita nema ég skelli bara upp jólatrénu hérna ein með sjálfri mér en Axel er enn að vinna og verður í allt kvöld.
Verð að segja að ég verð illa svikinn af jóla ef hann kemur ekki með stórar kartöflur í skóinn í kvöld...
knús Dísa
Athugasemdir
Já það er ótrúlegt hvað þessi börn geta verið óþekk(þá er ég að tala um almennt ekki bara þín börn
)Annars eru mínir steinsofnaðir enda er tilhlökkunin mikil að vakna og sjá hvað sveinki gaf í skóinn,ég er ekki frá því að ég elsi alla þessa jólasveina
.Góða skemmtun að setja upp tréið.Jólaknús litla systir
Þóra Kolbrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 20:46
Já það vantar sko ekki að þau séu fljót að sofna,hennti 2 minnstu upp í rúm hálf níu rúmlega og Marín sko sofnuð á núll einni. En það er nú ekki nóg upp á sveinka að gera þennan daginn!! Úff ég held ég sé komin með hjartsláttar truflanir!!
Takk fyrir kveðjuna,
knús stóra systir
Ég sjálf (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 21:07
oh my god Hanna Dísa, ég missti geðheisuna á að lesa.....Eins gott að þau fengu stóra kartöflu í skóinn
En það er rétt að þessi tími getur bæði gert þessi grey alveg snar eða eins og engla, það er enginn millivegur.
Við komum á morgun ef veður leyfir í brjálæðið sem er heima á þessum árstíma og ætli mín klikkist ekki bara líka
Hilsen frá róleigheitunum í Baunalandi þar sem allir eru lige glad.
Ásta danska (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 18:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.