Mér líður svo vel....

núna, allt orðið svo hreint og fínt og ég var að klára að skreyta jólatréð. Geri það alltaf svona viku fyrir jólSmile og ég verð að segja að ég er alveg svakalega sátt við það. Reyndar þegar Maggi sá mig vera að setja það upp þá fannst honum það hafa minnkað ansi mikið frá því í fyrra?? Hann greinilega búin að stækka svona mikið á árinuWink en tréð er held ég um 180cm.

En þetta gekk nú ekki þrautalaust fyrir sig skal ég ykkur segja, ég var svo sniðug að kaup fullt af kúlum -fjólubláum, en það er liturinn í ár, silfrað og fjólublátt! Alveg geggjað og glær ljós. Allavega kúlurnar fjólubláu og einhverjar glimmer stjörnur ofsalega fallegar keypti ég í Ikea og guð minn góður að þræða helv.... böndin á kúlurnar það er KLEPPS vinna.

Byrjaði á því að Axel ætlaði að sleppa voða vel (einsog vanalega þegar kemur að jólaskreytingum) að hann tók með sér kassa með fullt af kúlum og sagði "ég skal gera þetta niðri" á meðan hann var að horfa á Ameríska fótboltann. En það leið ekki á lengi þar til hann byrjaði að kalla upp að þetta væri ekki hægt, ég auðvitað sagði honum bara að vera þolinmóður einu sinni og kveikja vel á ljósunum svo hann sæi þráðinn vel,sem bæðevei er jafn þunnur og hár á höfði okkarDevil

Svo byjaði ég að þræða glimmer stjörnurnar sem ég ætlaði mér að koma á tréð því þær eru svo fallegar. En ómæ, hélt ég yrði ekki eldri en þetta voru 24 stykki takk fyrir. Komst svo loks upp á lagið og á meðan ég gerði 24 þá náði Axel að klára 2!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Kom svo loksins upp, en þá var hann að gera þetta þannig að hann var að reyna að binda hnút einsog þegar maður byrjar á að reima skóna sína þ.e. fyrsti hnúturninn,ef þið skiljið í staðinn fyrir að setja báða endana saman og gera þannig skiljúTounge

Svo ég sendi hann aftur niður, og aftur byjraði tuðið "ég get þetta ekki" og kom hérna upp með kassann með þrjátíu og eitthvað kúlum í  haha....

Þannig að ef einhverjum vantar ca 50 fjólubláar kúlur þá má sá hinn sami eiga þær+plús eitthvað annað glimmer skraut sem var í pakkanum.Ég náði held ég að gera ca 10 kúlur + 24 stjörnurnar. 

En ég held að ég verði að ryksuga upp glimmer alveg næstu vikurnarAngry

Annars var þetta bara hinn fínasti dagur sem byrjaði á að við Soffía fórum í Brunch til Dóru,ég bara með VIktor og Soffía barnlaus svo það var voðalega næs. Fengum nýbakaðar heilsu bollur,kaffi,og allskyns smákökur. Áttum alltaf eftir að gefa Selmu Katrínu ofurrassgati afmælisgjöfina sína. En Axel fór með Magga að keppa í fótboltamóti og Marin fékk að fara með.

Svo var eiginlega bara legið í leti í rigningunni,eldaði læri,brúna sósu,bakaðar kartöflur og steikt grænmeti,ofsa gott.

Nú held ég að tími sé komin á koddann góða,endilega verið dugleg að sýna mér hverjir lesa hérna.

Knús Dísa 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða ,hvaða þið hefðuð bara átt að snúa þessu þræðingardæmi við og búa til rómó kvöldstund úr þessu,þræða saman og svoleiðis

ég fór líka í lærispakkann með sósu og öllu tilheyrandi,bara gott.

p.s. er það í kvöld eða á morgun sem frænkurnar eru að hittast?

Þóra Kolbrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 09:13

2 identicon

var einmitt í þessum pakka í gær þræða á kúlurnarþetta gekk voða vel hjá okkur hjónunum , 2 pakkar takk fyrir

linda (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 15:33

3 identicon

Sammála Þóru. Þú gast nú horft á ameríska boltann með karlinum...hehe og dúllað við kúlur....

Hlakka til að sjá tréið :-)

Knús Ásta

Asta Marta (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband