Frænku og frænda hittingur...

Jæja er ekki komin tími á nýja færslu eða hvað? Var að vinna í morgun á milljón og svo brunaði ég í Bónus að versla aðeins inn,enda komin tími á það og skellti mér í eina búð að klára smá jólagjöf og beint heim að ganga frá. Svo var brunað á leikskólann á síðustu stundu og sótti krakkana sem voru alsæl eftir jólaball á leikskólanum þar sem þau dönsuðu í kringum jólatré og hittu líka jólasveinin sem gaf þeim pakka sem þau máttu opna,og fengu þau bæði svaka fínar bækur í gjöfSmile

Gerði svo smá marengs-rjóma-snickers-jarðaberja og makkarónu bombu,þar sem ég átti von á frændfólki mínu úr pabba ætt. Semsagt við krakkarnir ætlum að halda jólaball milli jóla og nýárs og hittast þessi fjölskylda sem nánast aldrein hittist því miður,en svo loksins þegar við hittumst þá er alltaf þvílíkt fjör hjá okkur og endalaust hlegiðTounge

En svo rétt áður en þau komu öll komu hér mamma og pabba þvílíkt færandi hendi að ég átti bara ekki til orð!!!! Mamma semsagt búin að vera á milljón heima eftir vinnu að baka SÖRUR fyrir migInLove kom með botnana alveg tilbúna og svo með kremið inní allt reddí fyrir mig að setja á, jahérna hér,ég var bara orðlaus,og svo ekki nóg með það þá fékk ég líka lagterturnar geggjuðu!!! Ef ég á ekki bestu mömmu og pabba þá bara veit ég ekki hvað, takk fyrir mig elsku mamma og pabbi. Axel auðvitað baunaði á mig hvurslags dekur rófa maður er alltaf!! Einsog hann hafi efni á því, gullrassinn hennar mömmu sinnar og ömmu sinnar líka híhíhí....

En núna er klukkan orðin alltof margt einsog vanalega og tími komin á koddann góðaSleeping
Knús Dísa

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda P. Sigurðardóttir

Já Dísa mín! Þú er sko heppin;)

Hafðu það gott!

KV.linda 

Linda P. Sigurðardóttir, 19.12.2007 kl. 00:21

2 identicon

Takk fyrir mig í gær,það er alltaf gott að fá smá rjómabombu Já þú ert sko heppin ég er enn að bíða eftir minni lagtertu 

p.s. það er bannað að vera þukla á öllum pökkunum. 

Þóra Kolbrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 08:21

3 identicon

Já Dísa mín...gullrass hmmmm ég vildi að ég fengi allt svona færandi hendi ekki neitt smá næs..ég þurfti sko gjöra svo vel að baka mínar Sörur sjálf... og í þokkabót er hún Mamma mín og hann pabbi minn farin af landi brott til að losna undan öllu sem heitir Jólin.... og ég bara með smá tár í augunum yfir því ...fyrsta skipti í mínu lífi sem við hittum ekki fjölskylduna á Jólunum...æ mjög blendnar tilfinningar verð ég bara að segja.

Ekki þýðir að væla lengi yfir því ....jólin koma svo yndisleg sem þau eru

Jóla jóla kveðja Soffía

Soffía Kristín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband