22.12.2007 | 10:36
Rauðhærð!!!...
Jebb mín fór í klippingu og litun í gær og frúin orðin rauðhærð í stíl við kallinn verð að segja að mér bregður enn þegar ég labba framhjá speglinum! Annars hefur mig lengi langað að gera þetta en aldrei þorað. En í gær þegar ég mætti til hárgreiðslukonunnar minnar til 15 ára þá bara tók ég þessa ákvörðun og hún bara gapti á mig" ætlarðu að verða rauðhærð?? og ætlarðu að vera semsagt á línunni hjá mér yfir öll jólin??" já já og svo fékk ég nett í magann en svo kom önnur sem vinnur þarna og ég búin að kynnast vel og sagði mér endilega að gera þetta og hún yrði sko að sjá þegar ég væri búin.
Ég var svo hrillilega stressuð og sagði þeim að hafa áfallahjálp tilbúna þegar handklæðið yrði tekið af mér. Annars er þetta ekkert eldrautt,svona orange rautt og bara gaman að breyta til,komin tími til eftir 34 ár er það ekki??
Lífið gengur annars sinn vanagang-eða ekki,börnin að missa sig í jólaspenning og litla trippið svo ánægt að fá ekki kartöflu í skóinn en það gerðist 2svar,en 1 sinni hjá 2 eldri. Og svo þegar hann fékk eitthvað annað í skóinn varð hann svo glaður að hann er vaknaður fyrir allar aldir að kíkja í skóinn. Sá á eftir að sofa út eftir þetta skó dæmi.
Var svo að fá ljósið mitt upp í gær yfir borðstofuborðið,og það er algjörlega geggjað!!! Ekkert smá flott....
Ásta danska kom í kaffi á fimmtudaginn og ég fyllti borðið af öllu því súkkulaði sem ég átti,rjómabombu og jólaköku. Hún orðin þessi þvílíka skvísa og lítur ekkert smá vel út pæjan,alveg á blómstrinu og gerir ekki annað en að kaupa föt,sem er bara löngu tímabært að hún missi sig aðeins í þeim málunum.
Á sunnudaginn fórum við Soffía svo í brunch til Dóru vinkonu, höfðum það voða gott. En einmitt á leiðinni þangað þá var ég að hlusta á Valdísi Gunnars og Siggu Beinteins en þær voru að tala um þá sem minna meiga sín og geta ekki haldið gleðileg jól,og tárin byrjuðu bara að streyma hjá mér. Ég skil ekki hvað er að gerast með mig en mér finnst ég alltaf vera að tárast þessa dagana,þ.e yfir svona hlutum. Td. bara ef ég er að hlusta á Hjálpum þeim,lesa um einhvern sem á bágt eða bara að hvað sem það er sem viðkemur jólunum og þeim sem minna meiga sín.
Það eru svo margir bara hérna á Íslandi sem eiga það ekki svo gott og kvíður fyrir jólunum,og ég held að maður verði aðeins að staldra við og bara hugsa um það hvað maður hefur það ótrúlega gott,að geta keypt jólagjafir,matinn og skrautið og allt sem tilheyrir,en fyrst og fremst að eiga heilbrigð börn,og fjölskyldu en ekki td. að þurfa að eyða jólunum upp á spítala.Við erum hér í neyslubrjálæði og þar er ég enginn undantekning, en bara að muna að þakka fyrir allt sem maður á og vera þakklátur. Margir sem vildu eiga svona óþekk börn sem rífast og slást - semsagt heilbrigð börn en ekki börn sem eru að berjast fyrir lífi sínu með alls kyns sjúkdóma.
Nú er liti prinsinn minn að suða um peru sem ég á skræla og hefur enga þolinmæði að bíða á meðan ég skrifa hérna, er svo að fara með Magga í klippingu á eftir, og svo er bara að bíða eftir jólunum og hafa það næs.
Knús Dísa
Athugasemdir
Til lukku með rauða litinn,fer þér ekkert smá vel,algjör skutla svona
Já við erum sko heppin að eiga í okkur og á og ég tala nú ekki um heilbrigð börn,ég er alltaf að segja það við sjálfa mig hvað maður er heppin með lífið.
Knús og stór jólakoss til ykkar og ég sé ykkur allavega smá á morgun.
Þóra Kolla litla systir
Þóra Kolla (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 17:02
HA!!!!!!!!!!!!!!!!!!! ertu orðin rauðhærð??? oh my, ég verð að fá að sjá þig. Þú rauðhærð og ég að breytast í litla svarta sambó. Fór í air brush og ég bara verð dekkri og dekkri eftir því sem líður á daginn
Má ég fá kúkate hjá þér vinkona??????????? Þú notar þetta ekkert og mig vantar svona í tilefni hangikjötsins og ALLT súkkulaðið sem ég borðai hjá þér - jemin eini, fékk sykursjokk.
Knús Ásta
Ásta (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 20:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.