24.12.2007 | 01:35
Gleðileg jól...
Jæja þá fara jólin að detta inn með öllum sínum kósý heitum - eða hvað,börnin mín þá aðallega Marín og Viktor eru ekki alveg að höndla þetta við Axel erum eiginlega búin að vera í kasti hérna yfir henni Marín. Hún er svo spennt að hún hoppar nánast allan daginn,talar út í eitt og þvílíka vitleysan sem vellur upp úr henni haha...bara fyndin. Maggi er öllu rólegri þó hann sé spenntur en hann einhvern veginn nær að halda ró sinni. Og Viktor já hann er bara í súkkulaði ham þessa dagana með allt þetta konfekt,hann hreinlega "engar" (elskar) súkkulaði og reyndar mandarínur líka og það er ekki mikil hollusta sem hægt er að koma ofan í barnið,og spenningurinn alveg að fara með hann
Ég reyndar voða heppinn á aðfangadag,fæ að vera hérna í rólegheitum að elda og malla allan daginn þar sem Axel fer í smá pakkaleiðangur með krakkana og endar svo hjá mömmu sinni og pabba ásamt systir sinni og hennar börnum í síld og pakka skiptum. Svo fara krakkarnir bara beint í jólabaðið þegar þau koma heim og í fínu fötin. Tengdó verða svo hérna hjá okkur í mat og svo á jóladag förum við í mat til mömmu ásamt mínum elskulegu systrum og þeirra fjölskyldu,og það verður bara gaman þar sem ég hef ekki verið hjá mömmu og pabba á jóladag (en hinar systurnar alltaf) í 9 ár takk fyrir. Höfum alltaf verið hjá tengdó en þar sem þau eru nú hjá okkur á aðfangadag ákváðum við að þetta árið yrðum við í Kópalindinni.
Sjænuðum allt hér í dag (reyndar runnin upp aðfangadagur þegar þetta er skrifað) versluðum inn og túlipanar keyptir. Fórum ekkert á laugaveginn því miður fannst mér,en við fórum í gærkvöldi,löbbuðum aðeins og fegnum okkur að borða á Indókína. Kom við í Trippen skóbúðinn þar sem Soffía vinkona var að vinna og reyndar Anna Gyða líka,og þær auðvitað "náðu" að selja mér eina skó. Alveg geggjaðir og ég fékk voða fínan afslátt eða Axel þar að segja þar sem það var nú hann sem gaf mér skóna
Óska ykkur öllum Gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Vona að þið hafið það öll jafn gott og ég og mín fjölskylda.
Knús og kossar,og njótið ykkar út í ystu æsar einsog ég ætla að gera
Dísa
Athugasemdir
Gleðileg jól til ykkar allra og njótið í botn. Þetta verður alveg yndislegt og kysstu familiuna frá mér. Love you Ásta
Ásta (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 11:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.