24.12.2007 | 12:46
Systra kærleikur....
Ég mátti til með að segja ykkur frá heimsókninni sem ég fékk rétt áðan. Litla systir hún Þóra kom hingað færandi hendi með innpakkaðan silfur bikar með áletruninni "Heimsins besta systir" og svo er lok á honum og ég á að geyma skartgripina mína í honum. Ohhh þetta er svo fallegt og alveg yndislegt að fá svona gjöf þar sem hugurinn á bakvið er svo fallegur,takk takk elsku Þóra mín. Ég fékk bara tárin í augun þegar þú fórst. Og svo er hin systir mín núna að búa til fyrir mig röstí kartöflur og sultaðan lauk (en ég ætlaði nú að komast til hennar áður en hún verður búin að því) langar að gera þetta með henni.
Og ég bara skammast mín núna þar sem ég er ekkert að gera neitt fyrir þær,nema bara hugsa fallega til þeirra akkúrat núna
En ég á heimsins bestu systur, og hvað er dýrmætara en það að eiga systur sem eru bestu vinkonur manns líka. Ómetanlegt...... elska ykkur út í geim og aftur til baka lífið væri sko tómlegt án ykkar
Knús Dísa
Athugasemdir
Takk elsku Dísa mín fyrir þessi fallegu orð,ef það er stafsetningarvilla í þessum texta þá er það af því að ég er með augun full af tárum.Ég gæti ekki átt betri systur en ykkur tvær.
Jólaknús Þóra Kolla litla systir
Þóra Kolla (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 16:21
Gleðileg jól Dísa mín alltaf svo fallega skrifað hjá þér
já þetta var alveg frábært hjá þóru
hún er með svo stórt hjarta þessi elska, gaman að fá ykkur í kvöld ,þetta er búin að vera yndislegur dagur lov linda
Linda (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 00:17
Já við erum heppnar,og takk fyrir elskurnar mínar ;o) og hlakka til að hitta ykkur annað kvöld í fjörinu!!
Knús Dísa
Ég sjálf (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 01:11
Þið eruð yndislegar og hugsið vel um hvor aðra....Ég man líka hvað kærleikurinn var ríkjandi í Kambaselinu
en mér þykir vænt um ykkur allar. Má ég ekki vera ská systir ykkar????
Gleðileg jól...knús á línuna Ásta
Ásta Marta (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 15:23
Velkomin í hópinn Ásta mín
en það er fyndið, í dag man maður ekkert að við höfum verið að rífast hér áður fyrr!! Ótrúlegt hvað það gleymist....
Knús Dísa
Ég sjálf (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.