Jól og áramót...

Jæja nú er árið að líða sitt skeið,og þetta ár 2007 bara búið að vera nokkuð gott verð ég að segja.

Allir hraustir og heilbrigðir,keyptum nýtt hús sem okkur líður ofsalega vel í og var gjörsamlega hannað einsog eftir okkur sjálfSmile. Nóg að gera í fyrirtækinu og fjölgaði starfsmönnunum úr 1 (Axel) og mér svona 1/5 af starfsmanni í 6 og 1/5. Semsagt 5 nýjir starfsmenn sem standa sig svakalega vel og fyrirtækið blómstrar sem aldrei fyrr enda hefur Axel gott orð á sér í hreingerningarbransanum.

Jólin voru ofsa góð og notaleg,mikið af fallegum gjöfum sem við fengum öll,og krakkarnir alsælir með allt sem þau fengu. Viktor var orðin svo spenntur litla greyið á aðfangadag að hann borðaði 1 krúste í forrétt og sat ekki með okkur til borðs í aðalréttinumLoL krakkarnir fengu að opna einn pakka fyrir mat og Viktor lék sér að dótinu sem hann fékk á meðan við borðuðum. Það var hreinlega ekki hægt að skikka greyið til að sitja með okkur. Hvernig á maður að skilja alla þessa bið allan daginn þegar maður er bara 3ja!! En það var svo mikið stuð á meðan við opnuðum pakkana, en ég náði nú að fylgjast með öllu og frá hverjum hver gjöf varWink

Nú bara bíð ég eftir að rútínan byrji aftur, já þetta er orðið gott. Uppeldisleysið er orðið gott í bili,vakandi fram eftir öllu, nartandi í konfekt,ömurlegt veður svo ekkert hægt að fara út að leika í dag og eirðarleysið eftir því. Axel vinnandi einsog brjálæðingur núna svo ég er hér oft komin að því að missa vitið,þegar þau eru farin að slást við hvort annað,og grenjandi undan hvort öðru. Já ég veit bara ekki hvað fór úrskeiðis í þessu uppeldiBlush  en svo er öll gremja horfin úr manni þegar þau lúlla ljúft á koddanum þessar elskur. Annars detta þau nú oft í það líka að geta leikið sér einsog englar saman. Maður á svo sem ekkert með það að vera að kvarta á meðan maður á heilbrigð börn,en maður gerir það nú bara samt!! Endalaust vanþakklæti í manni hmmm....

Mamma og pabbi verða hjá okkur í mat annað kvöld,bara gaman. Mamma auðvitað kemur með einhvern helling með sér einsog vanalega. Alltaf jafn þægilegt að fá þau í matInLove ekki mitt uppáhald að vera að elda svona "gúrme"mat,þó svo að hann heppnist nú alltaf vel hjá mér verð ég að segja. En ég þjáist af krónískri minnimáttarkennda yfir svona veislu mat,og þeir sem þekkja mig vita af hverjuWhistling

Jæja hef þetta ekki lengra í bili, Óska ykkur öllum nær og fjær Gleði og hamingju á nýju ári og megi það verða ykkur öllum sem ánægjulegast. Veit að ég ætla að eiga frábært ár,hætta að reykja,hreyfa mig slatta á hverjum degi,og vera í fínu formi þegar ég held brjálað partý í sumar á 35 ára afmælinu mínuCool og vera betri mamma,eiginkona,systir,vinkona og .........allt annað sem ég er.

Knús Dísa 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilegt nýtt ár elsku besta fjölskylda.

RISA ÁRAMÓTAKNÚS TIL YKKAR FRÁ FJÖLSKYLDUNNI Í KLEIFARSELI 8

Þóra Kolbrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 15:40

2 identicon

Elsku vinkona, þú getur ekki orðið betri vinkona, en eygðu yndislegt nýtt ár og knús á línuna...kv Ásta

Ásta Marta (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 14:12

3 identicon

Elsku besta vinkona....takk sömuleiðis fyrir árið og æðislegar stundir. 

Knús og kossar til ykkar í Grænlandsleiðinni

Kv Soffía

Soffía (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband