2.1.2008 | 16:11
Nýársfagnaður....
Það er örlítil þynnka í gangi núna, vorum loksins boðin í árlega Nýársfagnaðinn hjá Lindu og Mumma.Þau ásamt öðru pari skiptast á að vera með þetta boð,og bjóða svo sitthvoru parinu og mikil leynd yfir þessu öllu saman,þ.e. hverjum hver er að bjóða En ég sagði loksins var okkur boðið og það er mikið rétt,búið að vera í 5 ár!!!! En þetta var semsagt alveg geggjað,þvílíkur matur og vín og allt í boði Lindu og Mumma.
Byrjuðum að fá humar í hvítlauk í forrétt með hvítlauksbrauði og salati,svo kom smá jarðaberja sorbet á milli sem var svakalega gott. Aðalrétturinn var svo andarlæri-og bringa, rustý kartöflur,sósa,sultaður laukur og grænmeti,jesús hvað þetta var gott!! Eftir rétturinn sprengdi mann svo gjörsamlega, en það var frönsk súkkulaði kaka,volg, með rjóma og fullt af ferskum ávöxtum alveg hrikalega góð.
Svo var bara drukkið það sem manni langaði í,allar tegundir til ekki að spyrja af því sátum svo til held ég að verða 4 og þá löbbuðum við heim. Fékk lánaða gönguskó hjá Lindu og veðrið alveg geggjað svo þetta var ekkert mál að labba. Enda var maður bara í þokkalegu ástandi verð ég að segja. Þó svo heilsan í dag sé ekkert spes,þreyta yfir manni. Elsku Linda og Mummi takk kærlega fyrir okkur
Nenni ekki meira í bili,
Knús Dísa
Athugasemdir
Já já svona er þetta maður þolir nú ekki allt á þessum aldri...vaka frameftir og drekka ,það er of mikið fyrir svona gamlingja
eða við skulum frekar segja að maður sé ekki í æfingu...það hljómar betur 
Frábært að vera boðin í svona kræsingar ! maður fær bara vatn í munninn
og það er ekki að spurja að því...að þetta hafi verið hrikalega gott...Linda er algjör meistara kokkur. Ég man enn eftir matarveislu klúbbsins, allt svo rosalega gott og ekki skortur á neinu....maður gat varla hugsa þegar maður fór heim...þetta var svo mikið og svo rosalega gott að maður borðaði á sig gat
Jæja Dísa mín....vona að heilsan smelli í lag á morgun
Sjáumst
Kveðja Soffía
Soffía (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.