5.1.2008 | 23:33
Gamlárs og fleira...
Jæja best að stikla á stóru um það sem búið er að gerast síðustu daga.
Á gamlárskvöld voru mamma og pabbi hjá okkur, borðuðu æðislegan mat og mamma átti nú stóran hluta af því. Þegar þau mættu var einsog starfsmaður frá einhverri veisluþjónustu væri að mæta á svæðið spurning hvernig maður á að taka þessu hmmm.... að maður kunni ekkert að elda eða?? Mér finnst ég annars alveg ágætis kokkur og fer batnandi með hverju árinu,þó að mér finnist ekkert geggjað að elda svona veislumat. En ég get það nú alveg
Foreldrarnir mínu gistu svo hér,þar sem við fengum okkur rauðvín með matnum (en ekki ég auðvitað) og skáluðum í kampavíni kl 24, og enginn keyrir eftir einn!! Og mamma er auðvitað með leigubílafóbíudauðans, já hún heldur að allir leigubílstjórar séu bara xxxx og xxxx ætla ekki útí það en það er bara fyndið að hún hreinlega fer ekki í leigubíl.Spurning hvort það sé hægt að senda hanaí einhverja meðferð til að komast yfir þetta. Allavega fór nú bara vel um þau held ég,mamma svaf uppí hjá Marín og pabbi í Magga rúmi og svo ætlaði Maggi að sofa á dýnu á gólfinu. En þar sem Maggi var ekki sofnaður áður en afi Maggi kom niður var hann ekki lengi að mæta inn til okkar með dýnuna þar sem afi var farin að hrjóta um leið og hann lagðist á koddann
svo hann setti dýnuna inn til okkar og við sváfum þar 4,Viktor á milli okkar einsog vanalega.
Svo kom nýársfagnaðurinn hjá Lindu og Mumma sem ég var búin að segja ykkur frá, bara geggjað í alla staði. Og þynnkan entist í 2 daga. Eins gott að maður fær sér bara almennilega í glas ca 2 svar á ári.
Í gær átti svo minn elskulegi pabbi afmæli orðin 58 og lítur ekki út fyrir að vera deginum eldri en 45!! Fengum auðvitað geggjaðar kræsingar einsog vanalega,börnin öll alveg upp á sitt stilltasta einsog vanalega híhí...eða ekki. Nema auðvitað gullmolinn hann Smári Björ, jesús minn eini að ræða um það barn,"já fínt já sæll,eigum við eitthvað að ræða það" hann er bara einstakur,ekki hægt að fá nóg af honum þessari elsku.Hann er bara mesta og besta krútt ever,enda er ég með hann í fanginu hérna á myndinni á forsíðunni en ekki hvað. En hann mætti nú koma oftar í heimsókn til frænku sinnar,og brosa til mín aðeins með sínu fallegasta brosi. Eins gott að börnin mín lesi ekki þetta blogg,þau yrðu bara afbrýðsöm
en þau eru auðvitað yndislegust líka,allavega þegar þau sofa haha!!
Svo í kvöld vorum við í mat hjá tengdó,hamborgarhryggur og heimalagaður ís, úff ég er að springa eftir allan þennan veislumat síðustu daga,eins gott að fara að taka sig á í þessu og koma sér í form. Hætt að reykja,eða reyndar búin að fá mér 1-2 á innsoginu síðan ég ákvað að hætta 2jan,bara til að trappa mig niður. En þetta er erfitt en ég get ætla og skal!!!!! Hana nú,kemur ekki annað til greina.
Robbi frændi var að koma fyrir ca klukkutíma,fá að lúlla hjá frænda sínum. En Linda og Mummi voru með Sigfús litla upp á slysó þar sem hann var með eindæmum óheppinn og datt á hníf,sem var í uppþvottavélinn-sem var opin. Greyið,en hann var voða stoltur þegar hann kom hérna,þegar þau voru að skutla Robba hingað. Sýndi okkur sárabindið og stóð sig víst einsog hetja. Hann er líka bara yndislegur-svona þegar hann og Viktor uppáhalds frændi er ekki nálægt,þá verður allt kreisí.
Jæja þá er ég búin að stikla á stóru og já ekki gleyma því að nú ætti hún Ásta mín að vera komin heim til sín, fór í dag eftir jólafrí á Íslandi. Hennar verður sárt saknað,enda hitti ég hana alltof lítið enda með eindæmum vinsæl.
Knús Dísa
Athugasemdir
Bara dugleg mín kæra að skrifa og já já alltaf nóg að gerast hjá minni, talandi um að Ásta sé með eindæmum vinsæl....þú ert nú ekki neitt síður upptekin og vinsæl elsku Dísin mín. Við vinkonurnar þurfum nú að fara skella okkur í bíó eða út að borða....og endurvekja matarklúbbinn okkar sem er nú frekar lélegur að mínu mati
. Jæja en hvað maður hefur nú nýtt ár til að bæta úr því sem maður ætlaði að vera duglegur að gera á árinu 2007 og gerði ekki.
Síjú
knús á línuna Soffía vinkona
Soffía (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 16:12
Ég var bara akkúrat núna að hugsa um bíóferð,bara spurning hvenær ég kemst.Allavega þá skulda ég þér alltaf bíóferð,ekkert búin að gleyma því
já og líst vel á að endurvekja matarklúbbinn góða.Var að spá í að hringja í ykkur vinkonurnar í kvöld en ég held ég skelli mér frekar í að taka til og taka niður jólaskrautið
Nú bara verð ég að fara að finna mér barnapíu!!
Ég sjálf (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 18:05
Vinsæl :-) Já og ég sem hélt að 3 vikur væri of lítið en ég er svo sammála að ég hefði viljað hitta þig miklu meira og vera með þér að núna sit ég hér með samviskubit. Sorry ef þér fannst ég skúla fúla, en þá var ég það og síðustu 4 dagar voru mjög erfiðir en það er gott að vera kominn heim og nú verðum við duglegar að blogga, msn og síminn - guði sé lof fyrir atlas. Ég kem örugglega heim eitthvað auka og ég missi alls ekki af afmælinu þínu nema að ég sé í prófi eða eitthvað en þá verð ég að drepast til að missa af því.
Ég vona að þið komið (bomburnar) í haust og þið megið líka alveg koma auka i vor ef þið viljið....
Mér skilst á stelpunum að það þurfi að panta tíma hjá þér skvís......
Knús Ásta
Ásta (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 20:42
Hæ sæta
það er spurning um að gúggla og sjá hvort það sé ekki einhver meðferðarstofnun í USA. sem tekur á svona taxa fóbíu hjá mömmu
Smári Björn sendir þér stórt knús.
Þóra Kolbrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 10:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.