10.1.2008 | 00:25
Bílaleysi.....
Var að lesa bloggið hjá Ástu vinkonu dönsku, og þar var hún að skrifa um hvað væri gott að komast í dönsku rútínuna,fara í strætó,labbba og þ.h. Sagði einmitt svo réttilega að hér á Íslandi færi maður ekkert ef maður hefur ekki bíl.
Þannig er einmitt farið fyrir mér núna,bíllinn var loksins að komast á verkstæði og verður, ég veit ekki hvað lengi. Er búin að hafa bíl í láni sem betur fer hjá einum stráknum sem vinnur hjá okkur þar sem okkar var óökufær ,en semsagt missti hann í gær. Þannig að í dag þurfti ég að labba með krakkana í leikskólann allt uppímót,með vindinn í andlitið og ég hálfvorkenndi krökkunum svona snemma að morgni, þuftum að vera mætt tímanlega þar sem Viktor var að fara í fyrsta tónmenntar tímann sinn Ég hafði auðvitað mjög gott af þessu og fékk mér stóran göngutúr í heimleiðinni. En svo var ég bara heima og var alveg ómöguleg yfir tilhugsuninni að komast ekki neitt!! Axel þurfti svo að skjótast heim til að skutla Magga til tannlækniS. Marín fór svo í afmæli og ég og Viktor skelltum okkur til Lindu og borðuðum hjá henni brakandi góðan kjúlla
fengum svo far hjá mömmu heim þar sem hún var með Sigfús í ísbíltúr (eða afi þar að segja) og var að skila honum þegar við vorum að fara. Þanngi að þetta var með eindæmum rólegt hjá okkur Lindu,bara við tvær og Viktor sem var ofsa góður svona einn í rólegheitunum.
Ætla að redda mér bílaleigubíl á morgun,en já það er frábært að VÍS reddar okkur bílaleigubíl í 5 daga,Toyota Yaris takk fyrir. Er ekki alveg að sjá það fyrir mér að koma 2 bílstólum og einu barni í viðbót (þó hann sé grannur) fyrir í þessum bíl. Svo ég þarf eitthvað að fixa þetta og fá mér bíl sem allir komast fyrir í. En þetta er alveg frábært að fá bíl í 5 daga eða hittog, biðin eftir að komast á verkstæði er nú bara hátt í mánuður,svo einhverjir dagar í að gera við!!! Alltaf hægt að stóla á tryggingarnar
Athugasemdir
Skil þig mæta vel, maður er hreinlega STOPP ef maður er ekki á bíl á Íslandi en hér er þetta dejligt og hreyfingin yndisleg...kanski ættir þú að prófa að vera dönsk i 5 daga og labba og taka strætó
skilst að kerfið sé 45 min útsýnis rúntur áður en maður kemst að áfangarstað - hehe.
Áttu hjól??? taka gamla takta og hjóla
knús Ásta
Ásta danska (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 19:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.