Ekki bíllaus lengur...í bili

Fór og fékk mér bílaleigubíl í fyrradag,var nú bara ekkert smá heppin.Fengum glænýja Mözdu bara beint úr kassanum,7manna og svaka fínan bíl. Og í þokkabót þarf ég ekkert að borga á milli á þessari leigu. Fékk bara bíl sem hentaði og ekkert vesenSmile

Gerði geggjaða japanska kjúklingasalatið í gær,bauð Þóru systir og strákunum. Höfðum það voða gott hérna,og borðuðum á okkur gat. Axel kom svo rétt eftir að við vorum búnar að borða. Þóra búinn að skrá mig inn á e-bay og pay-pal svo nú get ég farið í hennar spor og pantað úr mér allt vit.

Og auðvitað þurftum við að prófa þetta í gær og buðum í eina kúaskinn mottu alveg geggjaða,og ég semsagt fékk hana á 120 dollara. Motta sem kostar alveg hátt i 100 þúsund kallinn héra,þetta er auðvitað bara bilun þessi verðmunur. Nú þarf Þóra bara að koma í kvöld og kenna mér hvernig ég borga þettaTounge ekki það að ég gæti ekki reddað mér í þessu,bara öruggara að hafa einhvern hjá sér sem kann þetta.

Smári Björn skartaði auðvitað sínu fegursta hér í gær,brosti með sínum sætu tönnslum á milli þess sem hann fékk að borðaGrin algjört gull þessi drengur. Og Bjarki var alveg ofsalega góður og þau frændsystkinin stofnuðu hér hljómsveit,voru með trommur,hljómborð og gítar og spiluðu af okkur eyrunW00t bara fyndin.

Jæja nú er bara verið að bíða eftir kallinum og reyna að koma sér eitthvað út,vantar að kaupa dýnu í rúmið hans Magga sem vælir yfir sinni á hverju kvöldi,finnst hún alveg ómöguleg.

Þangað til næst,

knús Dísa 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir okkur í gær,alveg geggjað.Það er síðan bara spurning um að finna nafn á hljómsveitina hjá krökkunum,t.d. Grísirnir 3.hahahahahaha.

Þóra Kolla (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 16:25

2 identicon

hættu að tala um þessa dínu

Hef það gott hjá ömmu og afa í Kópalind

maggi hlandbrók (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 22:30

3 identicon

Hvernig gengur nú að blogga Dísa mín?????? eða á skiðavélinni - hehe...varð að skjóta afþví að ég er svo dugleg núna

VANTAR BLOGG......love you Ásta

Ásta (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband