15.1.2008 | 14:07
Andleysi.....
Já það er eitthvað andleysi yfir mér núna, alveg að drepast úr nennissekki veiki.
Kenni reykingunum um,eða réttarasagt reykleysinu!! já nú hef ég EKKERT reykt síðan niðurtröppunin endaði fyrir 8 dögum,var að reykja að því ca 2 á dag. En búin að vera hrein í 8 daga!! Og mig langar í ennþá á hverjum degi,en þessi hraði hjartsláttur hefur nú lagast en eitthvað þarf nú að koma í staðinn og það er nartið!! Jesús einsog það hafi ekki verið nóg fyrir, nei nú er ég bara sjúk og verð að fá eitthvað og sérstaklega á kvöldin. Skapið á mér er heldur ekki upp á það besta,mér finnst ég alveg hrillilega þung,stuttur þráðurinn í mér. Gerði mér ekkert grein fyrir þessu strax,og ætla mér alls ekki að vera svona pirruð en??? Mér semsagt líður einsog ég hafi misst bestu vinkonu mína sem ég á aldrei eftir að hitta aftur alveg með ólíkindum,afhverju get ég ekki verið einsog mamma sem slökkti í 1.júni og hefur ekki langað í síðan???? Hvernig í andsk..... er það hægt,ég bara spyr. Er bara ekki að skilja þett.
En það er sagt að þetta taka ca 3 vikur fyrir líkamann að losa sig við eitrið svo ég verð bara sterk. En þetta er erfitt þegar manni langar svona í, en ég er að hugsa um heilsuna,var hvort eð er með í maganum í hvert skiptið sem ég fékk mér sígó yfir hvað ég væri nú að gera mér. Svo voru krakkarnir (aðallega Maggi) að spyrja mann hvenær ég ætlaði að hætta,og hvort ég ætlaði bara að deyja alveg hræðilegt.
En ég ætla mér að halda þetta út,auðvitað, en ég þarf nú að fara að taka mér taki í namminu og nartinu. Er að fara núna að skella mér í góðann göngutúr í snjónunum,er búin að vera á leiðinni í 2 klukkutímaen læt verða af því núna.Svo er bara að skella sér sund,get ekki komið mér á þessar stöðvar. Axel og strákarnir í vinnunni hjá honum voru reyndar að fá sér kort,hefði kannsi bara átt að skella mér með þeim
Líkaminn á mér er reyndar ekkert upp á sitt besta,eða þar að segja bakið á mér. Í gær var ég einsog ég væri komin 8 mánuði á leið með grindarlos. Þvílíkur seiðingur í mjóbakinu og bara hálfgerðir túrverkir eða vægir hríðarverkir,en ég er ekki á blæðingum,ekki með egglos,ekki komið að fyrirtíðarspennu alveg. Er þarna á milli hef reyndar ekkert losnað við þetta grindarlos-gliðnun síðan ég átti Viktor. Það gerist víst stundum að það hverfur ekki í fæðingunni.
Jæja, gönguskórnir kalla. ætla að drullast út í góða göngu.
Knús Fúldís
Athugasemdir
Ég hef fulla trú á þér;) Þú getur þetta alveg, hugsaðu bara hvað þú verður glöð þegar þú ert laus við löngunina. Gangi þér vel og þú mátt endilega bóka mig í kaffi í byrjun febrúar;)
Linda P. Sigurðardóttir, 15.1.2008 kl. 18:17
Ertu ekki bara ólétt,öll einkenni benda til þess,seiðingur í baki,vægir túrverkir og nartið.Það væri nú gaman,er það ekki
Það eru fullt af dæmum að kona sé komin á steypirinn án þess að hafa hugmynd um það og þó að sjáist ekki baun á konunni.............................................................................................................
Nei bara grín,þú ert rosa dugleg í þessu og ég skal vera andlegur stuðningur í þessu narti,ég er nefninlega forfallinn nartari,er alvarlega að spá í að leita mér hjálpar,þetta er ekki að ganga lengur.Langar ekki að enda sem 200 kílóa flugmóðurskip.
Þóra Kolla (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 19:16
Linda:takk fyrir,já ég verð mikið glöð þegar löngunin fer og ég"bóka" kaffi
Þóra:alveg róleg sko!!!!! Ég er ekki aum í brjóstunum og ekki flökurt!!!!
en reyndar gæti ég alveg verið komin á steypirinn útlitslega séð hahahaha!!!!
kv Dísa flóðhestur
Ég sjálf (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 19:31
Dísa mín, þú ert rosalega dugleg, það er alls ekki auðvelt að lata af fíkn....láttu mig fíkilinn vita það og öfga manneskju nr.1. Þetta tekur tíma, og góðir hlutir gerast hægt, en þú verður að gera þér gott plan yfir daginn til að þér leiðist ekki og þú verðir andlaus því þá kemur löngunin. Það er líka allt í lagi að fá sér vægt nikótín tyggjó til að byrja með og þú getur notað sama gúmíið oftar en einu sinni, það er miklu betra að leyfa sér hjálpar tæki heldur en að gera sér það að líða ílla það gerir engum gott og sérstaklega ekki sjálfri þér. Þú þarft ekkert að ánetjast því og svo er maður mannlegur og þarf oft aðstoð og þá er bara að biðja um hana. Hringdu frekar í mig ef þú ert að fríka út heldur en að láta það bitna á þeim sem eru þér næstir og við getum spjallað saman þar til löngunin er farin, en ég mæli eindregið með að þú fáir þér nikotin tyggjó. Reyklaus í 8 daga er æðislegt og mundu: Einn dagur í einu og þá hefst þetta en endilega gerðu þér dagsáætlun til að fara ekki í andleysið, það hjálpar og áður en þú veist af eru dagarnir orðnir 21 og þú orðin betri........Mundu eftir kvöldinu forðum þegar að ég fékk hvítuna
oh my god.....þú yrðir þannig ef þú fengir þér smók.
Ég er búin að vera hætt í næstum 7 ár fyrir utan þetta tímabil sem ég ætlaði að reyna að byrja aftur og guði sé lof að í dag finnst mér eins og ég hafi aldrei reykt, en á sama tíma hætti ég að drekka kaffi líka....því kaffi og sígó passaði svo vel saman, en nú eru liðin mörg ár síðan að ég var 18 ára og hætt öllu....jemin eini...ekkert gaman en ég ætla ekki að hætta að stunda sex og verð ekki ÓLÉTT.
Elska þig Ásta
Ásta danska (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 19:54
http://www.youtube.com/watch?v=WRgadFcH4Z8&feature=related
sjáðu hvað ég fann á dönsku :-))))))) annars kom sms i gær ( you know)...verðum að heyrast - brjálað slúður
Ásta danska (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 20:35
Þú ert svo dugleg Dísa mín
Eru gönguskórnir að virka , gott að ganga í þeim
mummi er líka að drepast í nartinu á kvöldin ,það verður spennandi að sjá hvort ykkar verður byrjað þann 10 júní 2008
.
Bombu stelpur veit að þið lesið allar hérna eigum við ekki að spá virkilega að fara út í haust til ástu ,var að fá mér bauk í dag og er farin að spara fyrir einni hm ferð
...........................jæja bið að heilsa linda bumbulína
Linda systir (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 21:41
Styð BOMBUFERÐ í H&M, nóg pláss, bara gaman og allir að mæta. Kem börnunum fyrir og það verður aldeilis húsmæðraorlofið.
Byrja að kíka og panta, því fyrr þvi ódýrara - hehe
Ásta danska (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 06:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.