16.1.2008 | 09:46
Enginn fyrirsögn....
Jæja, ætlaði aldeilis að reyna að vakna í góðu skapi í morgun. En það er erfitt. VIktor greyið byrjaði á því að ætla að ná í kornfleksið en tók með í leiðinni risa stóran blómavasa sem var inn í skáp og hann beint í gólfið og glerbrot út um allt. Ohhhhh hvað manni langaði að öskra en ég hélt því nú fyrir sjálfan mig. Maggi minn var síðan svo lengi að koma sér áfram,enda þarf ég án gríns að segja hvern einasta hlut við hann ca 8 sinnum!!! Það getur tekið á. Endaði á að keyra hann í skólann,á náttfötunummjög smart.
Fór nú í göngutúrinn í gær,en það var ca 20 mín því ég nennti ekki að labba í þessum sköflum sem eru hér út um allt og ekkert búið að hreinsa göngustígana. En Linda ég var í gönguskónum þínum og er búin að nota þá nokkrum sinnum en þeir eru nú komnir til ára sinna.
Svo hringdi Góga frænka og bað mig að passa aðeins Sigvalda litla,þar sem hún var að sminka Zúúber gengið fyrir myndatöku. Ég fór og náði í litla stubb enda voru þau upp i ljósmyndastúdíói hér í Grafarholtinu. Hann var algjör engill einsog vanalega litli stubburinn sem er 1.árs í dag innilega til lukku frændi.
Ætlum að setja upp plan núna (væri gott að hafa Ástu dönsku) í sambandi við krakkana og hvernig við viljum tækla þau núna. Þetta er orðið ansi mikið fjör hérna og agaleysi verð ég að segja. Manni er ekki gengt og nú verður tekið á því samtaka!!! Annars bara held ég ekki geðheilsunni. Það er ekkert öðruvisi.
En takk fyrir öll kommentin í gær elskurnar mínar,gaman að fá þessi gullkorn frá ykkur. Ég ætla að reyna að hressa mig við,veit að ég er búin að vera hundleiðinleg í síma og bara alles!!
Nú er bara að brosa framan í lífið,reyklaus og vellyktandi hress og kát, það hlýtur að koma að því híhí..
Knús Dísa
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.