17.1.2008 | 18:08
Fínn dagur...
Þetta er búin að vera fínn dagur. Byrjaði á morgunmat með krökkunum og kíkja í blöðin og fór svo með þau upp á leikskóla. Á leiðinni heim frá leikskólanum kom uppáhlalds lagið mitt í dag með Maroon 5 og dagurinn var góður!! Það þarf oft ekki mikið tilhækkaði í botn og söng alla leiðina heim.
Fór svo að þrífa (same old) en er reyndar búin að vera hrillilega löt síðustu daga og ekki gert mikið. En það var allt tekið í gegn í 4 tíma takk fyrir,öll herbergin hjá krökkunum þurrkað af,sett í margar vélar,ryksugað,skúrað og baðið þrifið líka. Svo var sturtan tekin með stæl og sjænaði mig aðeins
Skellti mér í Kringluna til að kaupa útskriftar gjöf fyrir vin hans Axels en okkur er boðið í veislu á laugardaginn til hans.Skoðaði auðvitað aðeins útsölurnar en keypt ekki neitt,jú nú lýg ég aðeins,ég keypti 2 Rosendhal kaffibolla einsog Ásta vinkona gaf mér í jólagjöf svo ég ætti 4,en það var einmitt 20%afsláttur svo ég gat nú ekki sleppt því
Ásta danska hefði nú verið ánægð með mig í gær,en ég bræddi rúmlega 200 kaloríum á tækinu mínu í gærkvöldi,hjólaði í rúman hálftíma (byrja á því) og svitnaði vel. Svo í þrifunum í dag,var ég orðin svo svöng og þá tók ég upp ryðgaða blandarann og gerði mér ávaxta drykkmassa glöð með mig.
En svo kom átþörfin núna rétt áðan og þá var gengið um skápana til sjá hvort eitthvað nýtt væri komið í þá. Þarf að fara að fá mér svona töflur sem minnka sykurþörfina,man ekki hvað þær heita en þær eru til.
Svo er frænku saumó í kvöld hjá Dóru frænku en hún ætlar að smella á Aloe Vera kynningu með TInnu frænku.
Jæja krakkarnir farnir að góla á mat,
knús Dísa
Athugasemdir
Æði.....allt að gerast, líst vel á þig vínkona
250 kal á morgun og bara halda áfram......kv Ásta
Ásta danska (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 19:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.