20.1.2008 | 15:52
Næs helgi..
Ekki hægt að segja annað, er núna td. bara ein heima þar sem Axel fór með Marín og Viktor í bíó. Ég ætlaði með Magga á skauta, þar sem bekkurinn hans var að fara. En svo hringdi einn vinur hans Magga úr bekknum og hann og nokkrir aðrir voru að leika og ætluðu ekki á skauta svo Maggi var fljótur að missa áhugann á skautunum. En bíóferðin hjá hinum stóð auðvitað svo ég er bara búin að dúlla mér hérna. Skrapp aðeins í Tekk og Línuna,bara að skoða og svo aðeins í búð að kaupa vöfflur og rjóma sem ég ætla að fara að gera núna handa familíunni.
Í gær horfði ég svo auðvitað á handboltann ein hérna,þannig, Marín og Viktor heima en ég alveg á útopnu og gat ekki setið kjurr allan fyrri hálfleik enda þvílíkt stuð á Íslendingunum!!! Bíð spennt núna eftir leiknum á móti Frökkum. Áfram Ísland.
Sé að litlu grallararnir eru að koma heim svo best að kveikja á vöfflujárninu, hef þetta lengra næst.
Knús Dísa
Athugasemdir
Umm vöfflur
Þóra Kolla (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 08:49
Ég bíð og bíð eftir bloggi.....nú hefur þetta snúist við...hahahahahahahah Ásta
Ásta 27 ára vínkona (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 13:15
Vona að þú hafir það sem allra allra best ....flott hvað gengur vel í reykleysinu, og engan fúlmund takk...
ég þyrfti nú að fara koma með þér í göngu..áður en ég fer að fljóta í sundi...björgunarhringurinn er allavega svona orðin hálfuppblásinn er ekki langt í að ég fljóti..
Kveðja Soffía
Soffía (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 18:58
Ásta mín þú ert nú ekkert 27 híhí.....vinkona til 27 ára hahaha...
Soffía,endilega komdu hingað í holtið og tökum góða göngu,eða kannski mikið skemmtilegra að labba í Kópavoginum!!! Veitir ekki af að fara að hreyfa sig,annars var Axel að kaupa sér árskort í ræktina og frítt í sundið með í Salarlauginni hjá þér.Ég var einmitt að spá hvort ég ætti að skella mér líka. Væri ekki vitlaust.
Ég sjálf (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 22:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.