23.1.2008 | 22:09
Dulleg deppa...
Gengur ekki lengur þessi blogg leti!! Ásta danska farin að bíða eftir bloggi frá mér híhí...hefur alveg gott af því þar sem ég hef nú aldeilis oft farið á hennar síðu og ekkert nýtt komið en Ásta mín það er alltaf svo mikið að gerast hjá þér í Baunalandi en hér er allt við það sama alltaf.
Reykleysið gengur bara mjög vel verð ég að segja,er að klára núna dag númer 16 svo það eru bara 5 dagar í að ég sé "hreinsuð" jibbíkóla. Fann meira að segja heilan pakka upp í skáp um daginn,og auðvitað lét ég hann eiga sig og er voðalega stolt af mér en átið má nú alveg fara að róast,jesús minn eini,ég er bara á beit. Sko ég hef nú alltaf verið slæm en núna er ég óstöðvandi gjörsamlega. Fór aðeins í heimsókn til Lindu systir í gær til að horfa á Kompás og kom til baka með nánast heila Marengsjóafeltertu.... Axel missti andlitið og sérstaklega eftir að hann smakkaði hana því hún var mesta sykur æði ever!
Annars held ég að Linda hafi yndi af því að fita mig,svei mér þá. Einsog hún geti nú ekki verið ansi glöð með það að okkur er endalaust ruglað saman út í leikskóla. Þegar hún mætir þangað þá halda allir að verið sé að sækja Marín og Viktor og hún er komin á steypirinn!!!!!!!!!!!!!!!!!!! ARGGGGGG þetta er bara ekkert gaman fyrir mig. En ég næ nú þessum kílóum af mér sem koma,ekki spurning.
Var svo að fá sófann minn áðan...þessi gamli antik sem við vorum að láta gera upp. Hólí mólí hann er sjúklegur í einu orði sagt,vá hvað við erum ánægð með hann og áklæðið er alveg geðveikt.
Bjarki frændi kom svo með heim í dag eftir leikskóla og krakkarnir voða góðir að leika saman á meðan ég eldaði kjötsúpu handa þeim. Svo fengu þau smá vítamínsprautu í rassinn eftir mat og þá fór ég að þekkja þau betur,var alltof rólegt hérna fram að mat Þóra kom svo með litla gullmolann svo ég gæti aðeins knúsað hann,enda kominn með fráhvarfseinkenni. Mætti nú alveg koma oftar í heimsókn þar sem hún keyrir hérna framhjá á hverjum degi!!!
Fæ reyndar að sjá þau aftur á morgun þar sem Aron mágur er þrítugur og okkur boðið í smá veislu,eitthvað jammíjammí.
Þá held ég að ég sé búin að blaðra nóg í bili,þið sem nennið að kommenta takk fyrir það, og þið hin sem aldrei kommentið - ja þið eruð bara ekkert skemmtileg!!
Knús Dísa
Athugasemdir
Til lukku elskan með reykingarnar er ótrúlega stolt að þér
ertu nokkuð búin með kökuna
kem á morgun að skoða sófann og mottuna ,jæja er að fara að sofa spennandi dagur framundan á morgun
doktorinn, kv linda
Linda systir (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 22:34
það er eins gott að kommenta annars er maður ekki skemmtilegur,takk fyrir Bjarka í gær vona samt að hann hafi ekki smitað ykkur því minn vaknaði í nótt og ældi eins og múkki,
ekki gaman.
Sjáumst í kvöld,
love ya
Þóra Kolla (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 09:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.