25.1.2008 | 19:50
Bíó og Glasgow...
Undur og stórmerki gerðust í gær, við hjónin hringdum í gömlu barnapíuna okkar og fórum í bíó! Veit ekki hvað er langt síðan við fórum saman í bíó síðast,ár og dagar. Fórum fyrst í afmæli til Arons sem var þrítugur, en hann var reyndar svo veikur greyið að hann fór bara beint upp í rúm.
Annars var ég dálítið kúl á því í dag og pantaði ferð fyrir okkur hjónin til Glasgow 21 feb!!!! Það var alveg óvænt og óplanað,var að vafra um á Icelandair og fann ferð fyrir okkur í 3 nætur með hótel og morgunmat á 55 þúsund í heildina!!! Ætlum að hafa það rosalega gott,fara fínt út að borða og bara að njóta þess að vera saman,enginn brjáluð verslunarferð Eigum svo 11 ára afmæli daginn eftir að við komum út svo maður er aldeilis grand á því. En ég hef nú reyndar aldrei gert svona áður þ.e. að panta ferð og ekki vera búin að redda pössun,en þorði ekki að fara út úr pöntuninni þar sem þetta var langódýrasta ferðin sem var í boði,alltaf svo týpískt að þegar maður er að skoða svona ferðir og fer of oft inná ákveðna ferð,þá er búið að hækka verðið þegar maður ætlar loksins að panta! En hva´þetta hlýtur að reddast. Alveg komin tími á smá rómantík hjá okkur hjónunum
held barasta að við höfum ekki farið neitt 2 saman síðan í sept þegar við fórum til Boston,jú reyndar nýársboðið hjá Lindu og bíó í gær. Förum aldrei neitt 2 saman,þó ekki sé nema bara labbitúr,bíltúr eða út að borða bara á Bæjarins bestu þess vegna.Gengur ekki til lengdar.
Fékk svo alveg geggjað sms í dag sem hljómaði einhvern veginn svona " Elsku Dísa og Þóra verið reddí á þriðjudaginn kl 16.45 þvi þá sæki ég ykkur,þið þurfið að redda börnunum í pössun. Sendi nánari upplýsingar á mánudaginn" Er ekkert smá spennt, agalega spennó
Reykleysið gengur fínt,en ekki hvað!!Vildi að ég gæti sagt það sama um át á milli mála úffff...en tek bara eitt í einu og nú er það að komast yfir sígarettuna,og svo kemst ég yfir nammið og allt það.
Mamma og pabbi komin upp í bústað með salatið góða,bíð spennt eftir símatali frá mömmu,en hún sagðist ætla að láta mig vita hvernig fólkinu hafi litist á
Tókum okkur DVD áðan,eina fyrir krakkana og eina fyrir okkur,ætlum að hafa það kósý í kvöld undir teppi. Hafið það gott sömuleiðis...
Gleymdi einu, en ég hló mig máttlausa í dag eftir að ég hringdi í Þóru í vinnuna í hádeginu. Svaraði einhver maður og ég spyr um Þóru og mér heyrist hann segja "Þóra nei hún er bara uppdópuð í hádegismat" ég varð alveg kjaftstopp og tók bara smá tíma að ná hvað maðurinn var að segja,en auðvitað sagði hann " Þóra,nei hún er bara rétt ókomin úr hádegismat" hahahahahahaha....
Knús Dísa
Athugasemdir
Nr.1 Flott nýja lúkkið,soldið svart eins og ég fíla
Nr.2 Til lukku með að gera eitthvað 2 saman það er alveg nauðsýnlegt,get ekki beðið eftir því að hitta minn kall svona eins og eitt kvöld
Nr.3 Oh hvað ég öfunda þig að geta skroppið í H&M eftir 4.vikur
Nr.4 Þú ert ekkert smá dugleg í reykleysinu,við skellum okkur síðan bara saman í nammibindindi,það verður nú gaman
Nr.5 Denni ætlar næst að tilkynna að Hóran sé uppdópuð í hádegismat,við köfnuðum næstum úr hlátri þegar ég sýndi honum mailið frá þér
Nr.6 Er að drepast úr spennu út af þriðjudeginum,kannski er hún að fara eiga og við fáum að vera viðstaddar hahahahahaha,þetta eru meira draumórar.Það verður bara gaman hjá okkur þrem skyttunum sama hvað við gerum,ég er alveg opin fyrir að selja harðfisk í kolaportinu eða láta dekra við tærnar svo framarlega að við 3 gerum það saman þá verður gaman.
Þóra Kolla (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 23:13
Takk fyrir almennilegt komment!! Almennilegt,allir hættir bara að kvitta.
Já þetta verður spennandi á þriðjudaginn,hlakkar ansi mikið til.
Knús Dísa....ég kem svo og kíki á höllina um helgina
Ég sjálf (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 00:42
Hæ hæ flott síðan hjá þér
Já það varður gaman hjá ykkur úti, nauðsynlegt að skreppa útog mér líst vel á kæruleysið í þér
farin að lýkjast systur þinni.
Við hjónin vöknuðum í morgun við Sigfús að GUBBA
jeb takk Þóra!!!!!
Annars verður gaman hjá okkur á Þriðjudag vona ég alla vegana,hlakka til að sækja ykkur knús Linda
Linda Rós (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 11:00
Viktor búin að gubba 2svar núna
Ég sjálf (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 11:35
Gaman saman í gubbinu
Þóra Kolla (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 16:22
Elsku Dísa mín, líst alveg hrikalega vel á Glasgow og rómantík hjá ykkur hjónum...namm namm gott út að borða, kannski á kínverska góða....já og svo bara vera saman á röltinu...je right ekki versla mikið síðan hvenær hefur þú verslað lítið he he he...Axel er nú svo duglegur með þér í búðunum
.
En spennandi með þriðjudaginn....hlakka til að heyra
Sófinn er algjört æði, maður er nú bara pínu öfundsjúkur...
Kveðja Soffía vinkona
Soffía (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 23:35
P.s viltu gjöra svo vel....að taka myndina út af mér og Ragga....ég er eins og blöðruselur....
Kv Soffía
Soffía (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 23:36
Nú fékk ég hláturskast Soffía,blöðruselur hahaha...þú ert bara natural bjútí elskan mín.
Ég sjálf (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 12:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.