Gubb...

Leyfði Marín og Viktor að sofna í mínu rúmi í gærkvöldi,frekar seint, eftir nammi kvöld og kósý heit þar sem við horfðum á Spaugstofuna (sem olli mér reyndar vonbrigðum) og laugardagslögin.

Svo horfðum við Axel og Maggi á spólu sem þeir feðgarnir leigðu,einvher vitleysa svo ég hélt nú ekki út að horfa á hana alla. Fór svo upp í rúm um 1 leytið og kúrði hjá litlu  snúllunum mínum,hugsandi oh nú er Marín hér og skildi Axel bara fara upp í hennar rúm og leyfa henni að kúra hjá mér, og Viktor færi kannski að gubba og myndi gubba yfir Marín og vekja hana. Ég var ekki fyrr búin að hugsa þetta,þvílíkt þreytt og sæl á koddanum mínum en ég heyri einhvern smá rembing i Viktor. Kalla yfir mig "nei" og kveiki ljósið og það kemur þessi svaka gusa rétt við andlitið á Marín yfir allt lakið og svo þegar ég er að taka hann upp kemur önnur gusa yfir mitt rúmið. Ojjjjjjj þetta er hryllingur að fá þetta helv.... í rúmið og lyktin!!!!! Veit ekki hvar maður væri í þessu ælu dæmi ef maður ætti ekki þessa teppahreinsivél. Þvílíkur munur, Axel sjænaði dýnuna á meðan ég skolaði alla "bitana" úr lakinu og ældi næstum sjálf út af lyktinni.

Það var allavega ilmandi lykt inn í svefnherbergi eftir að hann var búin að þrífa dýnunaWink, Viktor sofnaður frammí sófa,reyndar vaknaði hann varla við þetta, þó að hann hafi líka ælt í klósettið en þá einhvernveginn er hann rosa duglegur og er ekkert að kippa sér upp við þetta,þessi elska.

Maggi er þessa stundina með Soffíu vinkonu á hundasýningu, hún kom hingað þessi elska rétt fyrir hádegi og náði í guttan sem var búin að taka á henni loforð um að fá að fara með henni einhvern tímann. En Soffía er með Jasmín á sýningu,einhver ellismella sýninig. Ætla nú að hafa vöfflur hérna fyrir hana þegar hún skilar honumSmile 

Kannski komin tími á að ég komi mér úr náttfötunum,og fríkki aðeins upp á migJoyful

Knús Dísa 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ææææææææææææææ, ógeð gubb.....7.9.13, verið nokkuð heppinn, þó ekki alveg, en þú ert kominn í vöfflurnar eins og ég
Þú verður að lesa bloggið hennar Guðný Helgu núna, það á rosalega vel við þig núna

Mannstu: http://youtube.com/watch?v=5PuUCqsMpjw&feature=related
http://youtube.com/watch?v=ZQxB_kgkz00&feature=related

Pældu hvað ég fann....búin að gleyma þessu.

knús og kossar Ásta

Ásta danska (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 19:20

2 identicon

Get ekki séð þetta á youtube,einhver uppfæring í augnablikinu. Já ég er búin að lesa bloggið hjá henni,alltaf jafn gaman af henni.

Knús Dísa 

Ég sjálf (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband