31.1.2008 | 23:28
Brúnette....
Það er enginn smá tilbreyting að vera maðurinn minn
reyndar hefur alltaf verið sagt um menn sem eru giftir konum í tvíburamerkinu að þeir lifi í fjölkvæni.Við tvíburakonur erum svo margar týpur (hvort sem það er nú gott eða slæmt) mín er semsagt orðin brúnette núna, rauði liturinn fokinn og núAxel í fyrsta skiptið með dökkhærðri konu. Já það eru ýmsar útgáfurnar sem hann hefur fengið af mér,bara ein eftir og það er þvengmjó með svart hár!!! Je right.... Hann þarf nú þá bara að notast við ímyndunar aflið ef hann vill prófa það. Svo er hann alltaf eins.Stefni á að koma honum í strípur fyrir 2010. Verðum að vera pínu samtaka í þessu hjónin


Skil ekki hvað er að koma yfir mig í sambandi við hárið á mér,alltaf verið hálf einhverf í sambandi við það. En hvaða hvaða þetta er bara hár.
Reykleysið gengur fínt,og takk allir sem hafa sent mér stuðningskveðjur
nú er bara að taka á átinu.Shit hef nú oft verið nartari en td. í kvöld fékk ég mér daim ís sem ég átti inn í frysti og hellti heitri karmellusósu yfir, og þetta er ekki búið....fór svo að horfa á Desperate houswifes og þá poppaði ég og át nánast heilan örbylgjupopp poka!!! Þetta er auðvitað ekki að ganga og ég er með móral dauðans núna og þamba sítrónu vatn og pissa þess á milli.

Nú er bara að klæða sig vel um helgina brrrrrrrr.... verður ekkert smá kalt.
Knús Dísa með toffie litaða hárið
Athugasemdir
Mynd takk - oh my god.....þú ert bara kominn í að lita og lita
Líst vel á þig, alltaf gaman að breyta til en þú hefur alltaf verið svo "einhverf" eins og þú orðar það sjálf.
Knús Ásta með svarta hárið.
Ásta (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 08:00
What brúnhærð,hlakka til að sjá
Ég fékk mér líka prinspóló í gær og pepsi,fyrir utan að hafa pantað mér pizzu,uss þetta er ekki að ganga.
knús frá litlu systir sem að fara flytja í dag,jibbý
Þóra Kolla (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 10:29
hæ hæ þú átt líka eftir að verða gráhærð
mamma (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 18:12
"Mamma" - GÓÐÐÐÐÐÐÐÐÐ, gráhærð - hí hí hí
eins og Dísa skvís hefur gert þig um árin eða???? hahahahahahahahahhahahaha
Asta (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 18:40
P.s Þóra "mamma" góð....já gráhærð hefur hún ekki verið.....he he..ekki nema af nafninu til......ég er að verða gráhærð á þessum.....svona eins og við flestar
Kveðja Soffía
Soffía vinkona (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 10:09
Alltaf gaman að því hvað mamma er að verða klár á tölvurnar LOKSINS. Já gráhærð hef ég sko oft verið að nafninu til,og eflaust gert mömmu líka hvíthærða áður fyrr híhí...Ásta man eftir því ;o)
Ég sjálf (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 10:29
oh jáaaaaaaa og mamma meiri segja sýndi mér gráu hárin þannig að ég fékk geðveikt samviskubit og svo talaði hún um magasár að ég bara varð að verða góð
Samviskan mín dó.....greyjið mamma, en skil hana núna - oh my god.
Ásta Marta (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 08:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.