4.2.2008 | 13:50
Gleðilegan bolludag...
Köld en góð helgi að baki, bolluát,bíó,afmæli Fórum á laugardagskvöldið í afmælismatarboð hjá Halla hennar Soffíu sem var,já árinu eldri en í fyrra! Vorum þar ásamt Önnu Gyðu og Gulla. Fengum æðislegu kjúklinga mexico súpuna og geggjað kjúklinga salat enda er Soffía algjör eðal kjúklinga kokkur. Höfðum það svka gott og átum á okkur gat auðvitað og svo dýrindis eftir rétt. Sátum frameftir og spjölluðum um karla og konur og umræðurnar fóru reyndar stundum hættulega nálægt suðumarki. Sem betur fer að ég var á bílnum og ákvað að halda mig við það
annars hefðu kallarnir mátt vara sig. Allavega elsku Soffía mín og Halli auðvitað líka ástarþakkir fyrir okkur "koss koss"
Á sunnudaginn kom stórfjölskylda næstum öll í bollukaffi. Pabbi reyndar heima sofandi þar sem hann er búinn að vinna einsog brjálæðingur að baka allar þessar bollur,Smáralingurinn var ofsa lasinn greyið svo eini úr Þóru familíu sem kom var Bjarki. Linda og familí,mamma og amma og afi.Fengum geggjaðar bollur í boði Jóa Fel og Mosfellsbakarí,mikið fjör og mikið gaman og neðri hæðin oft á tíðum gerð fokheld!!!
Í gærkvöldi fórum við Linda svo á Brúðgumann,já það voru undur og stórmerki að ná henni í bíó, reyndar var það nú Linda sem dró mig,eða þannig, það þurfti nú ekki mikið að draga mig. Frábær mynd sem ég mæli eindregið með.
Þegar ég kom heim úr bíói voru Tóti og Robbi hér að horfa á Superbowl,Ameríski fótboltinn fram á nótt. Svo ég gerði handa þeim heitan Nachos rétt svo þeir myndu nú ekki svelta og horfði svo með þeim til ca 1.30. Skil auðvitað ekkert í þessum leik,þó að ég hafi nú farið á leik 3 svar í Ameríkunni.En allavega var gaman þegar verið var að sýna fræga fólkið sem var að horfa á og fallega leikstjórnandann sem er í öðru liðinnu, enda er hann með einni fallegustu konu heims Giselle Br.....eitthvað fyrirsæta.
Krakkarnir komnir heim á hádegi,alltaf einn dagur í viku núna sem þarf að sækja þau svo snemma. Svo það er nú best að fara að sinna þeim,já og gaman að segja ykkur frá því að Marín mín missti fyrstu tönnina sína í gær,var í bílnum með langömmu og langafa á leiðinni hingað heim þegar tönnslan loksins fór. Tannálfurinn kom auðvitað í nótt og gaf henni 1000 kr. Daman alsæl með það.
Knús Dísa
Athugasemdir
Ohh mig langaði svo í bollu að ég bað pabba að skutlast með bollur til mín fyrr um daginn,slurp,slurp.Hann náttla gerir allt fyrir mann þessa elska,þú kannast nú við það síðan í denn.Skutlandi manni út um allt
Smáralingur sendir þér einn koss á kinn.
knús Þóra Kolla litla sys.
Þóra Kolbrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 15:09
Hæ hæ, já og takk kærlega fyrir síðast, ohhhh hvað ég hefði viljað koma með á brúðguman, en jæja fer þá bara með einhverjum öðrum....huuuu
. Já bragðgóðar eru bollurnar bollurnar....búin að borða á mig gat...hafði að sjálfsögðu bollur fyrir okkur í gær og fékk svo bollur í dag í hádeginu með sultu og sósu og svo rjómabollu í eftirrétt namm nammm
Heyrumst .....kveðja Soffía
Soffía vinkona (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 15:19
Þú hefðir átt að vera mamma mín þegar að tannálfurinn kom - 1000 kr - vohhhh, skil að hún sé aldeilis lukkuleg með það.
Bollur og bollur, veikindi og alles....nóg að gera.
knús frá Danaveldi og lúsunum
Ásta (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 11:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.