Veikindi..

Er heima með hana Möddu mína sem vaknaði í nótt með 39,5° hita. Svo við ætlum að hafa það gott í dag og kúra saman yfir sjónvarpinu sem er bara notalegt. Get ekki annað sagt en að við fjölskyldan höfum sloppið vel frá öllum pestum fyrir utan að Viktor gubbaði einn dag.

Annars er bara ekkert sérstakt að frétta, nema það styttist í GlasgowSmile ohh það verður meiriháttar,bara 15 dagar þangað til.

Maggi minn svaf hjá vini sínum í nótt og þeir ætluðu saman í Smáralindina með Robba frænda. Þeir vinirnir komu hérna í gær að sækja búninginn sem er úr Pirates of the C... Semsagt er hann sjóræninginn og er þá þessi búningur búin að endast í 2 ár sem er bara nokkuð gott. Keyptum hann í Disney búðinni í Bandaríkjunum,svaka flottur. Maggi ætlaði reyndar að ver uppbrókaður kall með gleraugu einsog hann orðaði það, og þegar ég spurði hann hvernig búningur eða buxur hann ætaði að vera í þá var lítið um svör.Svo ætlaði hann að taka með sér 3 stóra Bónus poka sem hann taldi sig þurfa undir allt sælgætið sem hann myndi fá,einmitt.

 Á leikskólanum búa þau til búningana sjálf,eina sem þau þurftu að koma með var hvítur stuttermabolur til að mála á. Mjög þægilegt fyrir okkur foreldrana.Viktor ætlaði að vera grýla sagði hann,en hann breytir líka um á hverjum degi þessi elska.

Litla prinsessan er að biðja mömmu að koma niður og hlýja sér svo ég ætla að skella mér niður og undir teppi með henn. Ahhhhhhhh bara kósý..

Knús Dísa 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vona að skvísan litla verði ekki lengi með þessa pest....ekki gaman.  En það er nú gott að mamma getur verið heima með prinsessuna og stjanað við hana í veikindunum.   Já Glasgow....bara pínu öfund í gangi....Glasgow er borgin mín...alltaf gaman að koma þangað.

Kærar kveðjur frá Soffíu vinkonu.

Bið að heilsa sjúklingnum

Soffía vinkona (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband