7.2.2008 | 11:15
Nýjar myndir...
Setti inn nokkrar nýjar myndir í albúmið Fjölskyldan mín. Ásta þar eru myndir af mér brunette!!
Annars erum við bara heima hér í kósý heitum,Marín ennþá með hita og Viktor fékk að sleppa við leikskólann. Maggi var nú sendur labbandi í skólann,var ekki alveg á því að fara en það var svo sem allt í lagi með veðrið fyrir utan að snjórinn var svo laus í sér og fauk í allar áttir svo Magga fannst vera rosalegt óveður. En það mætti nú alveg fara að hætta að snjóa,þetta er alveg orðið fínt takk fyrir.
Var að hugsa það í gær að ég þarf að fara að skrifa í bók alla gullmolana sem koma út úr henni Marín,þvílíkur snillingur þessi stelpa og gerir mann oft orðlausan. Ég er bara svo fljót að gleyma þessu svo nú verð ég að fara að skrá þetta niður. En í gær stóð hún hjá mér hérna uppi og Maggi og Viktor að rífast með þvílíkum látum niðri þá leit hún á mig þvílíkt alvarleg og með svona mæðulegri rödd "mamma þú hefðir bara átt að eiga eitt barn" og ég sagði nú átti ég bara að eiga Magga,því hann er elstur, "nei bara mig"
Svo er hún með mat á heilanum litla snúllan,og varla komin heim alltaf úr leikskólanum þegar hún spyr mig hvað sé í kvöldmatinn,en hún sættir sig sko ekki við eitthvað snarl. Og í gær var hún góð með sig og sagði " mamma við verðum að hafa eittvhað hollt í matinn þvi ég er svo veik" einsog það sé alltaf einhver óhollusta í matinn hér. Held reyndar að hún hafi verið að meina að ég þyrfti að elda en ekki vera bara með brauð og skyr.
Svo er bombuklúbbur í kvöld,alltaf gaman að því,vona að ég komist nú út úr stæðinu hjá mér.
Hafið það nú gott í dag í snjónum,og endilega kvittið nú hjá mér svo ég sjái að einhver nenni að lesa þetta.
Knús Dísa
Athugasemdir
Hæ hæ alltaf gaman að lesa bloggið þitt
vonandi fer madda að hressast,
sjáumst í kvöld ,ert þú ekki á bíl
ekki gott að vera keyra svona
kveðja Linda og prinsessa sem fer alveg að koma bara 20 dagar
Linda (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 15:02
Kvitt kvitt jú auðvita nennir einhver að lesa þetta hjá þér....
Allavega ég, síjú á eftir
Kveðja Soffía vinkona
Soffía vinkona (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 16:33
ég les alltaf bloggið þitt
Vona að Madda fari að hressast, litla skottan.
knús frá Þóru sem verður frænka eftir 20.daga
Þóra Kolla (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 17:23
Ég er hér, gaman að blogga :-) Vonandi hressist gullmolinn og bíð spennt eftir niðurstöðum klúbbsins......túrílúuuuuu frá Ástu sem er að fara á skíði í snjónum í Austurríki.
Finn engar nýjar myndir :-(((
Ásta danska (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 21:55
Hæhæ! Ég les bloggið þitt alltaf á hverjum degi. Gaman að fá að fylgjast með þér og þínum. Ég klára vettvangsnámið mitt á morgun og þá fer að verða tími á að kíkja til þín í kaffi.
Hafðu það sem best og vonandi hressist Marín sem fyrst;)
Linda P. Sigurðardóttir, 7.2.2008 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.