Helgin...

Var að hjálpa Magga aðeins með heimalærdóminn rétt í þessu og ég get ekki sagt að það sé það skemmtilegasta enda barnið með eindæmum pirrað þegar kemur að heimavinnunni. Honum finnst þetta bara óhóflega flókið margt af þessu. Ég lét hann nú líka aðeins heyra það að lífið sé nú ekki alltaf dans á rósum og allt svo einfalt og auðvelt. Svo átti hann að fara niður að lesa og ég skellti mér í tölvuna,þá spyr hann mig hvort að hann eigi ekki að taka úr uppþvottavélinni,semsagt allt gert til að þurfa ekki að fara niður og lesa strax.

Helgin var nú bara hin fínasta,var með tengdó í mat á laugardagskvöldið. Bauð þeim upp á eðal kjúklingasalatið sem sló að sjálfsögðu í gegn einsog alltaf. En um daginn var Axel í fríi og við fórum bara á smá flakk,bónus hundasýningu og Toys´rus m.a. Maggi gisti hjá æskuvini sínum alla helgina og kom ekki heim fyrr en um 8 á sunnudagskvöldið. 

Á sunnudaginn ætluðum við svo að bruna á Selfoss að skoða væntanlegan hundinn okkarTounge en svo gekk það ekki svo ég og Marín fórum bara á hundasýninguna í Garðheimum aftur. Við erum semsagt loksins að fá voffa,erum búin að vera á biðlista í næstum ár eftir Bichon Frise hundibichon einsog þið sjáið hérna á myndinni. Þarna er semsagt einn af mínum tilvonandi en ég er önnur í röðinni að velja.

 

 

 

 

 

 

 

Á sunnudagksvöldið fórum við svo í sprengidinner til Lindu systir, jesús minn góður,fengum fylltar kjúklingabringur vafðar í beikon og allskyns meðlæti og svo í eftirrétt fengum við þessar svaka marengs bombu,ég get svarið að ég vaknaði södd daginn eftir líka!!

Fór svo í hádegun til Þóru Kollu, skór 021þar var líka Linda með afgang af maregnsbombunni,já það er sko ekkert verið að hálpa til við að halda aukakílóunum í skefjum. Þóra og familí semsagt loksins flutt í draumahúsið sem allt er að verða reddí, en það sem komið er (sem er ansi mikið) lítur svakalega vel út. Innilega til lukku elsku litla systirSmile 

Saknaði bara Smáralingsins í dag...dálítið skemmtileg mynd af honum greyinu.

 

 

 

Klukkan fimm þurfti ég svo að fara á fund út í skóla hjá Magga svo Marín og Viktor fengu að vera hjá Lindu,og þegar ég kom að sækja þau var Linda auðvitað með reddí mat,kjúklingapottrétt alveg geggjað góður. Þvílíka heppnin í mér þessa dagana....

Knús Dísa 

Knús Dís 

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Oh ég get ekki beðið eftir því að sjá litla voffa...þvílíkar dúllur

Knús frá litlu systir sem bíður spennt eftir matarboði.......

Þóra Kolla (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband