12.2.2008 | 20:28
Tapað fundið...
Maggi sagðist áðan hafa fundið kort út á götu, spurði svo hvort hann fengi pening ef hann skilaði korti á lögreglustöðina? Vinur hans hafði nefnilega sagt honum það. Ég sagði honum að sýna mér kortið sem hann fann sem var debet kort og mynd af ungri stelpu aftan á sem er 19 ára. Við fórum í þjóðskrána og fundum út hvar hún á heima og flettum henni upp í símaskrá. Maggi vildi ólmur fá að hringja sjálfur,og lennti á mömmunni. Hann var alveg svakalega kurteis,bauð góða kvöldið og kynnti sig og spurði eftir XXXXXXX . Hún var greinilega ekki heima, svo hann fékk gemsa númerið hjá henni eftir að hann hafði sagt mömmunni að hann væri búin að finna debet kortið hennar.
Svo hringdi hann í stelpuna,
Kxxxxxx, já Magnús Ólíver heiti ég og er 9 ára og ég fann kortið þitt hjá sjoppunni, sagði henni svo hvar hann ætti heima,en hún er hérna rétt hjá og ætlar að koma eftir smá stund. Hann uppljómaði alveg þar sem hún þakkaði honum kærlega fyrir og var voða glöð.
Maggi bíður hér þvílíkt spenntur og sagði okkur,oh hún hlýtur að knúsa mig fyrir, hún er alveg svakalega sæt stelpa margspurði okkur hvort okkur þætti hún ekki sæt.
þannig að það er eins gott að skvísan mæti hér og þakki honum vel fyrir með knúsi vonandi....
Jæja hún mætti rétt í þessu með 510 krónur í klinki handa honum og minn er alveg í skýjunum þó að ekkert knús hafi verið en hún brosti svo fallega til hans að brosið nær allan hringinn hjá mínum.
knús Dísa
Athugasemdir
Ólafur fannberg, 12.2.2008 kl. 20:58
Æ elsku besti Maggalingur....algjör öðlingur eins og alltaf. Gott hjá honum að vera svona sjálfstæður að hringja sjálfur og gott að vera heiðarlegur. Ég hefði nú smellt á hann smá knúsi.
Kær kveðja Soffía
Soffía vinkona (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 22:20
Alveg ekta Maggi
bara sætt.
Þóra Kolla (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 13:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.