13.2.2008 | 10:04
Veikindi again....
Jæja þá er hún Marín orðin veik aftur! Byrjaði þegar hún kom af leikskólanum í gær,var svo kalt og og sofnaði undir teppi á meðan við borðuðum plokkfiskinn okkar. Komin með 39,3 og frekar slöpp. Fékk að vaka með okkur langt frameftir ásamt því að dotta af og til en hún þverneitaði alltaf að vera sofnuð,hún var bara aðeins að hvíla sig. Svo er voða mikið sport að fá alltaf kók þegar hún er lasin,sama hversu oft ég segi við hana að maður eigi ekkert að drekka kók þegar maður sé lasin,bara ef maður er með gubbupest. En svo þegar hún er lasin ( þ.e. ekki með gubbupest) þá spyr hún alltaf um allt sem hún borðar "er gott að borða svona þegar maður er veikur?" svo vön að maður segi alltaf nei ekki borða t.d súrmjólk þegar gubbupest er í gangi
Svo þegar hún byrjaði að slappast í gær þá sagði oh ég er bara orðin veik aftur því ég hef ekkert borðað hákarl svo lengi
Vaknaði svo með henni um 4.30 í nótt þar sem henni leið illa og við vöktum í smá stund,nema svo þegar hún loks sofnaði þá gat ég engann veginn sofnað þá ég væri dauðþreytt. Lagðist fram í sófa og fór að glápa á sjónvarpið þar til klukkan hringdi 7.20 og ég enn vakandi,en alveg að sofna þá. Kom Magga í skólann og ætlaði að skríða aftur uppí þar sem Marín og VIktor voru bæði sofandi og Axel farin í vinnuna fyrir 7. Var rétt að dotta þegar Marín rumskaði og fór á klósettið. Náði svo loks að sofna í rúman hálftíma
Axel var að koma heim og sækja Viktor og skutla honum í leikskólann,svo nú verðum við mæðgurnar undir sæng að horfa á teiknimyndir í allan dag með smá dotti inn á milli.
Knús Dísa
Athugasemdir
Æ litli anginn...vona þetta taki nú ekki langan tíma...en það er víst algengt að fólk verði aftur veikt af þessari flensu...
hafið það nú eins gott og hægt er elskurnar mínar.
Kveðja Soffía vinkona
Soffía vinkona (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 18:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.