17.2.2008 | 20:22
:o)
Helgin að baki,já virkilega góð helgi! Fórum út í gærkvöldi með Dóru,Ragga,Soffíu og Halla. Byrjuðum á að fara á Vegamót og fá okkur að borða alveg svaka góðan mat og skunduðum svo í rigningunni niður í Íslensku Óperu og sáum Pabban. Þvílíka snilldin,ég grenjaði svo hrikalega úr hlátri og verð að viðurkenna að ég sá sjálfan mig í nokkrum atriðunum Þessi maður (Bjarni Haukur)er bara svo fyndin að það hálfa væri nóg. Soffía og Halli komu svo með okkur heim og sátu aðeins með okkur en Dóra og Raggi komumst ekki því miður.
Í dag var svo rúntað á Selfoss að kíkja á voffana og veljaeða allavega reyna það. Einsog ég hef sagt þá erum við önnur í röðinni að velja en hitt fólkið var þarna líka og ekki held ég búin að ákveða sig. Þetta eru ekkert smá miklar rúsínur og svo pínulitlar og sætar að það var erfitt að fara. Náðum að velja og sú sem var fyrir valinu var sú sem Soffía vinkona benti strax á,en við fengum hana með okkur til að hjálpa okkur þar sem hún er svo sjóuð í þessum hundamálum. Enda kom það á daginn að hún vissi hvað maður átti að leitast eftir en hundurinn sem ég valdi fyrst var sá minnsti. Þannig að ef hin sem fá fyrst að velja, ákveða að velja "minn" þá fáum við þennan minnsta.
Enda þetta á einni mynd af snúllunum, er held ég búin að velja nafn á prinsessuna en það er Mandlajá ekki fá neitt kast,kannski að ég setji bara upp skoðanakönnun.
Athugasemdir
Já ég búin að kjósa...og ég kaus ......
Guð hvað ég myndast alltaf dásamlega verð ég bara að segja
Kveðja Soffía vinkona
Soffía vinkona (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 22:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.