20.2.2008 | 17:30
Bless í bili...
Jæja nú er að komast spenningur í mína,Glasgow í fyrramálið og Edinborg í hádeginu ætlum bara að byrja þar og klára H&M
my favorite!!
Allt annars bara að verða reddí,ekki mikið pakkað niður frekar en vanalega þegar maður fer til Glasgow í rómantíkina og huggulegheitin.
Fékk innlegg í skóna mína sem ég náði í, í morgun. Fótaaðgerðafræðingurinn sem ég er hjá mældi með því fyrir lappirnar á mér, og svo gott fyrir bakið lika en vá hvað þetta er dýrt!! Borgaði 22 þúsund rúmar fyrir 1 tíma þar sem mælt var fyrir og svo bara að sækja innleggin. Eins gott að þetta virki eitthvað. Svo bíð ég bara spennt eftir voffanum mínum,er orðin svo hrikalega spennt að ég er bara einsog smábarn eiginlega að bíða eftir jólunum en ég fæ að vita núna um helgina hver var valin fyrst og svo fæ ég.
Hef þetta ekki lengra að sinni,best að sinna börnunum áður en ég fer, sé þau ekki fyrr en á mánudagsmorgun þar sem við komum svo seint á sunnudag.
Bless i bili, læt heyra í mér á mánudag endurnærð og hress
Knús Dísa
Athugasemdir
Á ekkert að fara setja inn ferðasöguna
Þóra Kolla (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 11:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.