26.2.2008 | 20:03
Komin heim...
Komin heim fersk og fín og Visa kortið brunnið upp til agna Mikið verslað og 7kg í yfirvigt en ekkert rukkuð aldrei þessu vant,vorum reyndar önnur í röðinni að tékka okkur inn.
Veðrið lék nú ekki við okkur þessa ferðina,rigndi svoleiðis eld og brennistein liggur við,þvílík og önnur eins rigning. Maður þurfti bara að hlaupa inn í næstu verslun og bíða enda var regnhlíf það fyrsta sem ég verlsaði mér á Glasgowskri grund
Fórum á æðislega veitingastaði,Ítalskan,spænskan og Kínverskan sem voru allir alveg meiriháttar. Mikið drukkið af Frappuzino á Starbucks og bláberjamuffins líka namminamm. Hittum Barry og Julie á laugardeginum og fengum okkur nokkra drykki,löbbuðum svo í Ítalska hverfið í Glasgow sem er alveg meiriháttar og þvílíku veitingastaðirnir. Fórum og drukkum ennþá fleiri drykki og svo á Ítalska veitingastaðinn.Á þessum ítalska voru svona hálfgerðir smáréttir í boði og við völdum okkur nokkra og smökkuðum svo bara á öllu. Get reyndar ekki sagt að við höfðum verið pakksödd af þessu en allvega var þetta mjög gott. Fylgdum svo Barry og Julie út á lestarstöð um 11 leytið og fengum okkur svo Mc Donalds á eftir híhí...mjög gott.
Ég svaf alveg einsog engill allar nætur en Axel aldrei þessu vant svaf ekki alveg jafn vel og ég. Rúmin á hótelinu voru frekar litil og stutt svo lappirnar á Axel stóðu alltaf út úr rúminu
en ég stillti alltaf vekjaraklukkuna á 9 til að fara í sturtu og svo morgunmat,já morgunmaturinn var tekin með stæl,ekta english breakfast!! Egg,beikon,bakaðar baunir og ristað brauð,og skolað niður með grapesafa og kaffi
Verð nú að segja að ég dauðskammaðist mín þarna eitt sinn. Ég búin að fara í mínu fyrstu H&M ferð og verslaði alveg þokkalega + einhverjar aðrar,nema stundum skiptum við liði og Axel fór eitthvað á rölt á meðan ég var að versla.Og í eitt sinn þegar við vorum að hittast eftir splitt þá hafði Axel farið í Video eða DVD búð og verlsað sér 5 diska. Og um leið og ég sá það byrjaði ég að tuða,ha enn fleiri diskar Axel?? Vá þetta er alveg 10.000 kall þessir diskar,og þú horfir aldrei á þetta hmmmmm svo bara fékk ég nett samviskubit yfir tuðinu í mér haha, ég alltaf á flippinu að versla og svo þegar hann greyið fær sér nokkra DVD byrja ég að tuða!!!! Ekki hægt...
Fór svo á Selfoss í dag og tók auðvitað Soffíu vinkonu hundasérfræðing með. Hundurinn sem ég ætlaði að velja var auðvitað valinn af fólkinu sem hafði fyrsta valrétt, en ég fékk mína litlu,og það er reyndar sú sem ég féll fyrir fyrst. Hún fékk nafnið Soffía Mandla í Ættbókina sína en verður nú bara kölluð Mandla býst ég við þar sem hitt er ansi langt. Hún er algjör rúsína eða bara algjör Mandla og ég get ekki beðið eftir að fá hana.
Svo kemur barasta litla frænka í heiminn í fyrramálið f.h. já Linda bara mætir upp á spítala 7.15 og ferlið fer í gang og lilla litla mætir á svæðið,ohhhh ég er svo spennt að sjá hana,spái því að hún verði 15.1/2 mörk og 52cm. En hvenær hef ég svo sem rétt fyrir mér!!! Ég verð allavega mætt upp á spítala líklegast rétt eftir hádegi þó svo að það sé einhver heimsóknartími millii 5 og 7!! Je right þá eru börnin komin heim og ég veit ekkert hvort að Axel verði komin eða hvenær hann kemur svo ég geti farið.
Jæja börnin þurfa að fara að komast í rúmið,
knús Dísa
og ps.. ég er sko ekkert ánægð með hversu lítið er kvittað hérna hjá mér!!!
Athugasemdir
kvitterí,kvitt
hlakka svo til að sjá litlu frænku á morgun,heimsóknartími hvað ég er með heimsóknarrétt á Lindu
hún veit hvað ég á við.
Þóra Kolbrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 20:16
Ég er hér og ég er búin að kíkja á bloggið alla daga i von um að þú kanski bloggaðir í útlöndum.
Tilhamingju með Möndluna....músi mús og frænka á morgun. Viltu kyssa Lindu rembingskoss frá mér.
Hlakka til að heyra frá þér og ég er önnum kafin að skipuleggja íslands ferðina til þín 7. júni.
koss og knúsar Ásta
Ásta danska (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 20:49
hæ hæ er nú komin upp í rúm að reyna að fara sofa,þetta er mjög skrítin tilfinning vera bara komin með krílið í fangið í fyrramálið ,hringi strax og ég get
knús á ykkur öll sem lesið þennan póst kveðja linda bumbulína

linda systir (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 23:09
Kvitt kvitt....ég reyni nú alltaf að kvitta Dísa mín
Soffía vinkona (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 16:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.