27.2.2008 | 10:22
Prinsessan er fædd..
Eftir langa bið (fannst mér og fleirum) fékk ég loksins símtal frá Mumma um að litla prinsessan sé komin Linda fór semsagt upp á deild 7.15 í morgun og ég fékk símtalið rétt fyrir 10 en hún fæddist kl 9.!! Hún er 3655gr og 51 cm eða um 14 og 1/2 mörk. Svo ég var nú bara nokkuð nálægt þessu með stærðina,skeikaði um 1/2 mörk og 1cm!!
Mamma hringdi einmitt í mig alveg á límingunum um 9 leytið,að athuga hvort ég væri eitthvað búin að heyra,og skildi nú ekkert í þessu að hún væri nú ekki látin vita af þessari "seinkun" haha..síminn ekki búin að stoppa hjá henni í morgunen þetta tekur nú allt sinn tíma.Mummi hefði nú alveg getað létt okkur biðina og verið með símann inn á skurðstofu og látið okkur vita þetta "live"....híhí enda erum við mæðgurnar ekki beint þekktar fyrir þolinmæði í svona málum.
Ætla að fara að heimsækja þær mæðgur eftir hádegi,get bara ekki beðið eftir að sjá litlu dömuna,ohh það verður æði.
En elsku bestu Linda,Mummi,Róbert og Sigfús innilega til lukku með prinsessuna ykkar
Knús Dísa
Athugasemdir
Hæ hæ....já innilega til hamingju með litlu prinsessuna ! Loksins komin ein skvísa til viðbótar í fjölskylduna ykkar...það þarf nú að jafna skorin. Til hamingju Linda og fjölskylda, knús til ykkar.
Kveðja Soffía
Soffía vinkona (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 16:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.