29.2.2008 | 22:59
Brandari dagsins...
Er ekki í neinu blogg stuði svo ég set bara brandara sem ég fékk í dag í staðinn
Allt gott að frétta,litla frænka er með eindæmum falleg og yndisleg.Fór í dag og í gær og hinn...ég verð orðin þessi uppáþrengjandi frænka sem er stanslaust í heimsókn híhí...
Hrein og fersk eftir sturtubað, stend ég framanvið spegilinn, kvartandi við karlinn minn yfir alltof smáum brjóstum.
Í stað venjulega svarsins um að þau væru ekki neitt smá, breytir hann út af venjunni og kemur með tillögu.
"Ef þú vilt að brjóstin stækki, skaltu daglega nudda salernispappír á milli þeirra í nokkrar sekúndur."
Þar sem að ég vildi reyna hvað sem væri, sótti ég mér blað af salernispappír og stóð síðan framan við spegilinn, nuddandi því á milli brjóstanna minna.
"Hvað tekur þetta langan tíma?" Spurði ég.
"Þau munu vaxa þeim mun meira sem þú gerir þetta oftar," svaraði kallinn minn.
Ég hætti.
"Trúirðu því virkilega að mér nægi að nudda klósettpappír á milli brjóstanna daglega til þess að fá þau til að stækka?"
Án þess að líta upp svaraði hann,
"Það virkaði á rassinn á þér, ekki satt?"
Hann lifir enn og með mikilli sjúkrameðferð getur verið að hann gangi á ný, jafnvel þótt hann muni áfram fá sína næringu um strá.
Heimski, heimski karl.
Knús og góða helgi,
Dísa
Athugasemdir
Jæja kveð að sinni
Soffía
Soffía vinkona (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 23:26
Hæ frænka. Glæsilegt blogg hjá þér!
Og innilega til hamingju með litlu frænku, svakalega er amma Þóra orðinn rík!!
Sjáumst vonandi bráðum..ég fylgist með og við Haukur kíkjum á litla voffan einn daginn.
Helena Auður (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.