Loksins....

Jæja þetta gengur ekki lengur þessi stífla,verð nú að fara að segja ykkur einhverjar fréttirWink

Axel er búinn að vera að vinna um helgina,en í gær fór ég með Marín og Viktor að labba upp og niður laugaveginn,gáfum öndunum brauð-eða tjörninni réttara sagt.Endurnar voru heldur betur vel mettar enda meiriháttar gott veður úti,langur laugardagur í búðunum svo ekki vantaði fólkið í bæinn og auðvitað taka allir með sér brauðpoka á tjörnina í leiðinniSmile. Fengum okkur auðvitað bæjarins bestu og kók, og ekki vantaði röðina þar,en pulsann hverrar mínútu virði. Svo var haldið upp laugaveginn og brunað í Faxafenið í bestu ísbúðina og keyptur ís.

Dunduðum okkur svo bara hérna heima í að gera ekki neitt. Axel kom heim um kvöldmatarleytið,og þá var borðað og svo stóðst ég ekki mátið að fara að kíkja á litlu prinsessuna,tók mína prinsessu með þar sem hún lofaði að verað svaka prúð og stillt.Hún var líka búin að spyrja ansi oft hvenær hún mætti fara til Lindu og sjá litlu frænku. Ég sagði við hana að Linda þyrfti að hvíla sig í rólegheitunum en Marín sagði að Linda væri nú alveg búin að hvíla sig nógu mikið upp á spítala!! Stoppuðum aðeins hjá Lindu og fengum að knúsa frænku litlu fallegustuInLovehún er algjört yndi.

Í dag er svo ömurlegt veður!!! Hvað er eiginlega í gangi með þennan snjó?? Er orðin alveg hundleið á þessu,komið gott. Maggi fór  hálf níu í morgun með rútu upp í Borganes að keppa,og hitti svona vel á að Axel er akkúrart að bóna í Borganesi svo hann er þar líka og nær að horfa á leikina. Ekki var ég að nenna að fara í þessari færð.

Er alltaf að hugsa um að ég þurfi nú að fara að fá mér bók til að skrifa alla gullmolana hjá henni Marín. Hún spáir svo mikið og spekúlerar að það hálfa væri nóg. En svo gleymi ég þessu alltaf sem hún er að segja,því miður. Hún er nefnilega algjörlega óstöðvandi þegar við erum í göngutúrum saman,getur kjaftað stanslaust í klukkutíma eða tvo,ekk málið og það sem kemur upp úr henni er oft voða skondið. Annars er hún á "deyja" tímabilinu núna. Talar um það mörgum sinnum á dag að hún vilji ekki að ég deyji á undan sér,hvað á hún að gera ef við Axel deyjum bæði,í hvern á hún að hringja. Og svo er hún svo tilfinninganæm oft að hún bara tárast kannski þegar hún er komin upp í rúm og segir við mig"mamma mér þykir svo rosalega vænt um þig" . Svo er hún búin að ákveða að eftir 20 jól veðurð hún orðin mamma. Það eru voða miklar pælingar um allt sem hún gerir eftir 20 árLoL svo ætlar hún að verða læknir og flugmaður. 

Jæja, núna eru þau í mömmuleik saman Marín og Viktor,hún komin í háhælaða skó af mér og stjórnar bróðir sínum ansi móðurlega"svona elskan mín" "komdu elskan"......manni hlýnar alltaf um hjarta rætur þegar þau leika sér svona fallegaKissing það er sko ekki á hverju degi,best að njóta þess á meðan það er,læt fylgja mynd af þeim,þetta er týpískur mynda svipur á Marín.

Knús Dísa 

 óframkallað 2007 seinni hluti 060

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ, já þetta er sko almennilegt, stíflan á bak og burt og þú byrjuð að blogga eins og þín er von og vísa...

Sjáumst..

Kveðja Soffía

Soffía vinkona (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 13:59

2 identicon

Aldeilis flott blogg  hvað er að gerast með þennan snjó??? Þú ættir að kíkja á mig í góða veðrið.

Þú sérð lengi eftir því ef þú kaupir ekki gull mola pókina, það er á hreinu, það er yndislegt að eiga þetta svo síðar.

Kysstu Lindu og litlu frænku frá mér.

*Kveðja Ásta

Ásta danska (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband