3.3.2008 | 09:39
Afmælisbarn dagsins...
Þann 3.mars árið 1976 fyrir nákvæmlega 32 árum skaust í heiminn lítil og nett skvísa.Stóra systir var örugglega voða glöð að fá hana til sín þar sem það var nú ekkert mál að eiga svona stillta og góða systir sem gerði ekkert annað en að sofa. Nágrannarnir horftðu víst steinhissa þegar verið var að taka barnið úr vagninum af svölunum eftir kvöldmat. Já það fór ekki mikið fyrir henni í þá daga
Svo komu unglingsárin og þá fór að lifna yfir skvísunni,(verð að hoppa yfir nokkur ár þarna þar sem ég man voða lítið eftir þeim) En hún var nú alltaf svo saklaus litla stelpan,og átti nú gott skap með mömmu sinni (annað en þessi stærri) svo hún fékk að vera heima þegar mamma og pabbi fóru í bústað eða eitthvað þessháttar. Get sagt það fyrir víst að foreldrarnir voru ekki komnir nema upp á Nesti Ártúnshöfða þegar hálfur Seljaskóli var mættur á svæðið,brunablettir í teppi og svaka fjör. En hún kunni að þrífa litla skvísan,og einhvern veginn á hún auðvelt með að hafa fólk á sínu bandi svo það var bara ekkert hægt að skamma hana henni var fyrirgefið enda var það ekki erfitt,hún bara brosti og lofaði öllu fögru og þá var ekki erfitt að fyrirgefa
Mér hefur oft verið sagt frá því að við rifumst einsog hundur og köttur á þessum unglingsárum en ég hreinlega man voða lítið eftir því, við unnum lengi vel saman í bakaríum og Perlunni, og í dag erum við perluvinkonur. Og ekki gæti ég hugsað mér lífið án þess að hafa systir mína hér í sama hverfinu(og ekki skemmdi fyrir þegar þær voru báðar hérna í hverfinu) og í daglegu sambandi.
Elsku Linda mín, ég óska þér innilega til hamingju með daginn þinn. Hafðu það nú gott með litlu prinsessunni þinni sem er alveg yndisleg.Sé þig svo seinna í dag.
Hlustið vel á videoið
Knús Dísa
Athugasemdir
ha, 31 árs ?
linda (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 13:49
Öhömm hún er 32.ára ekki 31
elsku Linda til lukku með daginn,hlakka til að koma í dag og knúsa þig og litlu frænku
.
Þóra Kolla (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 14:02
O takk fyrir elsku Dísa mín þetta er bara flott hjá þér þó svo að allt sé nú ekki rétt hjá þér þarna
var að setjast niður núna allir búnir að koma í dag og þvílíkar gjafir sem maður fær alltaf
lilla litla er búin að sofa í allan dag ,vakna bara til að drekka
jæja knús til ykkar Linda systir
Linda Rós (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 20:14
Til lukku með litlu systur og Linda tilhamingju með afmælið og litlu skvís prinsessu...veit þú lest hér
Knús frá DK...Ásta
Ásta Marta (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 20:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.