7.3.2008 | 10:36
Hitt og þetta....
Var að vonast til að útgáfa ömmu af draumnum mínum yrði að veruleika!! Hún las í bók að ef gifta konum dreymi að hún sé með nýjan hring verði henni boðið í brúðkaup. Svo ég veit svo sem að mér verður boðið í brúðkaup,en ég áætlaði að ef boðskort hefði dottið inn um lúguna í gær eða dag þá væri ég save en nei nei ekkert boðskort komið. Held að það sé kominn tími á saumasamanoglokayriraðgerðina
EN nóg af þessari vitleysu,þetta var nú bara draumur og ég ekkert fræg fyrir að vera berdreyminn.Fékk mail frá Möndlu ræktandanum,það kom upp smá babb í bátinn.Hún var með þær í skoðun og sprautu í gær og það örlaði víst fyrir yfirbiti (skökku biti) í lillunni þó að það sé ekkert pottþétt enn miklar líkur á því en hinar 2 komu án athugasemda. Svo nú er staðann þannig að það eru líkur á að ég fái þessa 3ðju,sem ég hef minnst skoðað. Þar sem mér langar að fara með hundinn á sýningar og rækta hvolpa undan henni í framtíðinni - það er ekki hægt ef um skakkt bit er að ræða.
Kemur allt í ljós,en hún var búin að lofa þessari síðustu svo við sjáum hvað gerist.Allavega fæ ég Möndlu (hver svo sem það verður) í heimsókn á sunnudaginn og ég er að springa úr spenningi,hún er að koma í smá aðlögun ohhh það verður æði. Er búin að vera að versla á milljón allt sem þarf að kaupa,bíla búr,búr til að sofa í,matardall,mat,nammi,dót og búin að setja okkur á biðlista á hvolpanámskeið. Á eiginlega bara eftir að kaupa bæli fyrir hana og þá er þetta reddí.
Lilla litla prinsessa verður skírð á þriðjudaginn á afmæli mömmu,verður gaman að fá nafn svona fljótlega svo Lilla verði nú ekki fast við hana, reyndar væri hún þá með nafn ömmu sinnar þar sem hún er oftast kölluð Lilla af pabba hahaha...
Fékk að heyra það frá ónefndri systir minni henni Þóru að hún og mamma og pabbi hefðu verið að ræða bloggið mitt um Lindu (afmælis) og þetta væri nú bara aljgör vitleysa, en ég get nú sagt það að hvert orð sem ritað var er rétt og satt
Annars var þetta nú ekki ádeila á neinn heldur bara að sýna fram á það að Linda er svo þægileg og aldrei upp á móti neinum og tekur allt á ligeglad-inu svo það er svo auðvelt að umgangast hana og fyrigefa ef þess þarf. Og hvað haldið þið að mamma mín hafi sagt við Lindu "hún Hanna Dísa hélt bara aldrei partý af því hún nennti bara ekki að taka til eftir það" haldið þið!!!!!!!!!!!!!!!!!! Nei ég hefði sko aldrei þorað því,það var nógu átakanlegt að byrja að reykja og reyna að fela það. Svo bara fór ég annað í partý
lét mér það nægja
Marín að fara í afmæli í Smáralindinni eftir leikskóla svo maður fer bara að dúlla sér þar á meðan með litla stubb og Maggi á æfingu.Svo fer Maggi í afmæli á morgun-var líka í gær,svo það er nóg að gera í skemmtanlífinu hjá þeim,væri gaman að taka það saman hvað þau færu í mörg afmæli á ári!
En hei í kvöld,á miðnætti eru 2 mánuðir síðan ég drap í síðustu sígarettunni!! Spáið í hvað þetta er fljótt að líða,langar enn í á hverjum degi og mörgum sinnum á dag,úff ég verð klikkuð ef ég verð ein af þeim sem langar alltaf. En ég er rosa stolt af mér,nú er bara komin tími á að taka á kílóunum.
Jæja,vona að þið eigið öll ánægjulega helgi og endilega sýnið mér hverjir lesa hérna það eru allvega fleiri enn skrifa athugasemdir.
Knús Dísa
ps Ásta mig vantar lykilorð!!
Athugasemdir
maður segir þér frá sínum dýpstu leyndarmálum og þú bara setur þau á netið,mamma verður nú ekki ánægð
. En Við eru allar 3 frábærar þrátt fyrir partý og reykingarstand
Hlakka til að sjá Möndluna þína,ég verð nú að koma og kíkja um helgina.
og síðan bara GO,Go Dísa í reykingarhættuveseninu
Þóra Kolla (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 12:44
Ætlarðu að gera allt vitlaust í fjölskyldunni
mamma verður alveg brjáluð að lesa þetta
þið verðið bara að fara að sætta ykkur við að mið prinsessan var alltaf best
kv Linda
Linda (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 21:10
Bara hasar í fjölskyldunni....hí hí hí...en Dísa mín ég veit sko alveg hvernig er að vera elst, það er bara einfaldlega ætlast til meira af okkur þessum frumburðum...svo mildast foreldrarnir með hverju barni og verða kærulausari
Jamm ég held að það sé alltaf þannig hjá öllum
Kveðja Soffía
Soffía vinkona (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 21:18
Já já allt að verða vitlaust híhíhí...getum endalaust diskoterað þetta hver gerði hvað og hver var "óþekkust" en jú jú Linda er hin ókrýnda prinsessa
en þetta er alveg rétt sem þú segir Soffía,það er alltaf erfiðast að vera elst.
Ég sjálf (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 21:35
hehe, kannast vel við það að vera elst og alltaf var baunað á mann með allt. Ég hefði ekki þorað ýmsu vegna móður minnar og í dag er sagt "hvaða vitelysa, þú fékkst víst......" je right, þær eru fljótar að gleyma og svo bíð ég eftir því hvenær að prinsinn á mínu heimiliu þarf að fara að hugsa um sig og orðin 21.ára...jemin eini
Ásta danska (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 10:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.