10.3.2008 | 12:54
Mánudagur til sælu....
Helgin liðin og ný vika gengin í garð.Var að koma úr strípum og litun,brúni liturinn ekki alveg að gera sig. Settum rautt í mig og svo ljósar og kopar strípur,bara fínt. Er að reyna að safna aðeins svo hægt sé að klippa á mig einhverja fína klippingu,er alveg kominn með vidda vibba af hárinu á mér!!!
Mandlan mín kom í heimsókn í gær,þessi litla sem eflaust er með smá skakkt bit,en hún er fullkominn!! Alveg bræddi okkur svoleiðis þessi litla dúlla og það sem hún var góð. Enda sagði maður (konunnar sem er að rækta) að við værum að fá langskemmtilegasta karakterinn og hún væri uppáhald allra Semsagt við ætlum að taka hana,hún kemur aftur í heimsókn á miðvikudaginn og svo bara er hún komin til að vera í næstu viku!! Er orðin svo spennt að fá hana,ena er hún algjör draumur og ég bara finn það á mér að hún á eftir að vera algjör draumur.
Annars var helgin bara fín,Axel bauð starfsfólkinu sínu í fjórhjólaferð á laugardaginn og svo var partý um kvöldið þar sem einn átti afmæli og okkur boðið í partý,ég passaði reyndar en Axel fór og skemmti sér vel. Hafði það bara kósí með krökkunum,tók mér spólu sem við Maggi horfðum á og eftir hana fórum við að horfa á einhvern þátt um fæðingar á sky-inu. Í framhaldi af því fórum við Maggi að spjalla um fæðingar og hvernig þau fæddust,sársaukann hjá konunum,og að þetta væri nú ansi erfitt. Svo fór ég að segja honum frá fyrstu mánuðunum hjá þeim systkinunum og svefnleysinu hjá mömmunni greyið hann lifði sig svo inn í þetta og var hálf klökkur. Það er alltaf svo gott að ræða við Magga og hann er svo góður,tilfinninganæmur og kurteis alltaf þegar hann fær alla þá athygli og hlýju sem hann þarf á að halda.Hann þarf sína hlýju og athygli og fær eflaust ekkert alltaf nóg af henni. Hann ætlaði líka að taka sig á gagnvart systinunum sínum og vera þolinmóðari við þau og ekki svona pirraður alltaf því það væri nú ekkert gaman að eiga enginn systkin þó svo að hann haldi það nú stundum.
Svo er skírnin á morgun,hlakkar mikið til.Var einmitt að passa prinsessuna aðeins í morgun á meðan Linda fór aðeins upp í leikskóla á smá sýningu. Prinsessan sofnaði auðvitað hjá mér,eftir að ég söng fyrir hanaeinsog mér einni er lagið!!
Knús Dísa
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.