14.3.2008 | 09:36
Íbúð óskast í Köben í haust 4 nætur...
Fór í Bombuklúbb í fyrrakvöld og þar gerðum við okkur lítið fyrir skvísurnar og pöntuðum okkur ferð til Köben í september þannig að er einhver veit um góða gistingu við Strikið sem getur hýst 7 skvísur allavega á endilega látið mig vita.Okkur langar að leigja okkur íbúð en ekki vera á Hóteli. Ætluðum alltaf að skella okkur til Ástu dönsku,en ákváðum að leggja það ekki á hana
, heldur að hún fengi frí út úr þessu líka og svo gætum við allar verið í göngufæri við miðbæinn og skellt okkur þegar hver og ein vil út og verið dálítið frjálsar. Ásta hefur líka rosa gott að fá smá breik eina góða helgi
og mætir bara með H&M kortið með sér og sú á eftir að græða hólí mólí. Og Ásta við vorum einmitt að spá í farangurinn sem kæmi með okkur spáðum í því-lágmark 6 stórar ferðatöskur og 6 flugfreyjutöskur!!!!Shit...
Annars var þetta x-tra fjölmennur klúbbur þar sem ég mætti með Möndlu (var með hana í láni) og Linda kom með Þóru Lind prinsessu,svo það var ansi mikið um mússímússí þarna og eggjahljóðin klingdu um allt.
Krakkarnir að fara i afmæli á morgun í hádeginu til Ísabellu og Hauks svo þá ætla ég nú bara að dúlla mér eitthvað og svo á sunnudaginn förum við og sækjum Möndluna okkar á Selfoss,þá er hún komin heim fyrir fullt og allt
Var með vinahóp hjá Magga hér í gær,er nýtt í bekknum hjá Magga en þá er 4 strákum raðað saman í hóp og kannski reynt að hafa stráka saman sem ekki leika mikið saman dagsdaglega,og við gerum eitthvað skemmtilegt með þeim og bannað að horfa á sjónvarp eða að vera í tölvu. Þeir hittast í hópunum á 3ja vikna fresti og hefur þetta gengið ofsa vel og finna kennararnir mikinn mun,fær strákana til að kynnast betur og svo foreldrana líka til að kynnast,enda eiga þeir að skutla og sækja strákana. Voru hérna til 8 í gær og borðuðu með okkur og skemmtu sér bara svakaega vel.
Er mikið að spá í að fara að kaupa mér líkamsræktar kort í Kópavoginum og fara alltaf með Axel,hann er orðin svo flottur á því kallinn,orðin aðeins frjálsari (kannski komin tími til) og getur leyft sér aðeins meira frí. Ætla að borða mitt páskaegg frá Nóa og skella mér svo,annars notaði ég helv....tækið mitt sem rykfellur hérna niðri í gær,hjólaði rúma 7 km,agalega dugleg.
Knús á ykkur öll,og eigið góða helgi
Dísa
Athugasemdir
Sælar.
Það var ekki að segja mér frá þessari öflugu bloggkonu sem hér er að verki. en ég tók mér nú bara það bessaleyfi að setja þig inn á mína bloggsíðu
.
Ég er að safna skemmtulegu fólki á síðuna mína.
Til lukku með litlu prinsessuna. Eru komin eggjahljóð í þig..
. Ætlar þú að leggja í það fjórða???
Köben. Prufaðu að fara inná www.fylkir.is og þar finnur þú hann Guðna í Köben og hann er með íbúð nánast við strikið. Ég mæli nú samt ekki með því að þið verðið út á Amagerstörndinni. Svona kellur verða að vera í bænum.
Góða helgi og gleðilega páska..
Jenný (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 12:15
Haha..nei nei maður er nú ekkert að auglýsa sig sko
en NEI Jenný mín ég er sko ekki á leið að koma með fjórða barnið! Nú er ég bara komin í hundana.
Kíki á þessa síðu,takk takk
kv Dísa
Ég sjálf (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 13:49
Æ en æðislegt að loksins sé litla vinkona mín að koma og þá alkomin...það verður ekki leiðinlegt að fá móttökur frá litlum fjórfætilingi þegar maður heimsækir ykkur...móttökurnar sína alltaf skilirðislausa ást á mannfólkinu..það er að segja ef maður hefur áhuga á þessum elskum. Þannig að ég vænti þess að ég fái nú góðar móttökur frá Guðdóttur minni....ég alveg elska hana í ræmur, algjör dúlla
Kærar kveðjur
Soffía vinkona
Soffía vinkona (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 10:21
Ég er agalega ánægð með koben ferð bomburnar mínar og fá smá frí en þá dettur 35 ára afmælið mitt uppfyrir, hafði hugsað mér að nota tækifærið og halda partý í salnum í húsinu og fá skemmtilega fólkið í Arhus og auðvitað ykkur allar...fá trúbador (íslenskan) og bruna til þýskalands og kaupa allt áfengið sem færi ofan í ykkur en ..... þið verðið þá aldeilis að halda uppi fjörinu í koben
hlakka bara til að fá ykkur. 10.sept og ég er byrjuð að plana - oh my god...
Til lukku með möndluna þína og sendu mér myndir......hummm þú ert og ætlar ekki að fjölga nema þá hundum en eru einhverjir aðriri fyrir utan Góu bommm??? er orðin agalega spennt og Linda nýbúin, ég held að það muni verða faraldur í bombuklúbbnum, það er smitandi að verða ólétt, þú veist það? Ég ætla nú að finna karlinn fyrst...
Jæja skvís, taktu svo hjólið í dag aftur......ekki liggja bara uppí sófa, þá getur þú borðað stærra páskaegg frá Nóa og sírius...segi ég sem gerist ekkert hjá þessa daganna nema að læra...
Knús skvís. Love you Ásta
Ásta danska (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 11:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.