Grátur í nótt...

Já hér var pínu grátur í nótt,ekki barnagrátur heldur hvolpagrátur. Greyið litla saknar mömmu sinnar og systra,svo hún grét alltaf annars lagið.Fyrst ætlaði ég að láta hana sofa í búrinu sínu undir stiga,sá fljótt að það myndi ekki ganga þar sem ég myndi heyra illa í henni,færði hana við svefnherbergishurðina,en fljótlega var búrið komið til fóta við mitt rún og um 6 leytið í morgun var ég farin að sofa til fóta í mínu rúmi svo ég gæti verið með hendina á búrinuWink.

Við semsagt brunuðum á Selfoss í gær og sóttum skvísuna eftir hádegi,hún var síðust að fara,var úti í garði þegar við komum og þegar ég fór út að kalla á hana leit hún á mig og svo bara hljóp hún lengra í burtu,prakkari!! 

Annars er hún alveg yndisleg,settum hana í bað þegar við komum heim í gær og blésum hanaToungeþvílíka dúllan. Soffía guðmóðirinn mætti svo auðvitað í gærkveldi og gaf guðdóttur sinni lítinn bangsa.

Marín er heima í dag,er eitthvað slöpp greyið,segist vera illt allsstaðar í líkamanum og illt þegar hún andar!! Er ekki með hita en að sjálfsögðu er hún bara heima í dekri með stóra bróður í dag sem er komin í páskafrí. 

Þetta verður semsagt innidagur í dag,kúr upp í sófa að horfa á sjónvarpið held ég bara með krökkunum og Möndlu litlu sem steinsefur núna enda fór hún seint að sofa og vaknaði snemmaSmile

Gaman að sjá ný nöfn í gestabókinni og athugasemdum,vona að það haldi áframSmile

Knús Dísa 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Litla snúllannn......æææææ, mann er svo lítill...

Ég skrifaði athugasemd líka í hitt bloggið, þú ert svo aktív að blogga kella mín að ég er bara að vinna upp lestur...það sýnir að ég hef allavega ekki mikinn tíma að vafra á netinu, hehe...spýti í lófanna og blogga vel í kvöld og um páskanna, nú er allt að gerast.

Jæja skvís, taktu svo hjólið í dag aftur......ekki liggja bara uppí sófa, þá getur þú borðað stærra páskaegg frá Nóa og sírius...segi ég sem gerist ekkert hjá þessa daganna nema að læra...

Knús skvís. Love you Ásta

Ásta Marta (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 11:19

2 identicon

 Hæ skvísa,

 til lukku með nýju snúlluna ykkar. Hún er bara æði!! Gaman að lesa bloggið hjá þér Dísa mín:) Bið að heilsa ormunum 3:)

  Kveðja úr Mosó, Eva frænka og co

Eva (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 20:20

3 identicon

Jæja

Það er best að ég kvitti fyrir komu mína hingað á síðuna, var að kíkja aðeins og til hamingju með nýjasta fjölskyldumeðliminn!!

Bestu kveðjur Svala

Svala (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 22:18

4 identicon

Já þetta er allt að koma sé ég,ný nöfn að detta inn á hverjum degiglöð með það.

Eva gaman að "sjá" þig,og Svala það var nú komin tími á þig að kvitta!!

Ásta mín,gleymdi alveg hjólinu í dag

Ég sjálf (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband