Gleðilega Páska....

Kominn tími á smá fréttir ekki sattWink Við erum nú bara búin að hafa það ofsa fínt þó Axel sé eiginlega búin að vera vinna aðeins of mikið,en ekkert við því að gera auðvitað. Fórum í afmæli í gær til ömmu Hönnu og þar var öll familían mætt,sátum í um 3 tíma því það var svo gaman að hitta alla. Nú þarf ég eiginlega að hugsa hvað við séum búin að vera að gera hmmmmmmmmmmm...er orðin svo gleymin.

Allavega er Mandla dúlla alveg að slá í gegn þessi dúlla,er alveg yndislegust og heillar alla sem hana sjá auðvitað. Svaf alveg til 8 i morgun,en þá þurfti mín að komast út að gera sínar þarfirToungejá það er ekkert sofið út þessa dagana, en alveg þess virði!!

Vorum í dag í páskaeggjaleit í Elliðaárdalnum, fórum með Lindu og familí,allir fundu egg og fengu í staðinn lítið páskaegg og svala. Alveg svaka fínt og svo fengum við okkur smá göngutúr í góða veðrinu, reyndar pínu lúmskt kalt. Svo er ég bara búin að standa hér við eldavélina að elda einsog jólin séu að koma. Algjör jólamatur,andarbringur,röstý kartöflur,sultaður laukur og fleira og fleira namminammm. Kósý stemmning í kvöld fyrir framan kassann með fjölskyldunni,á morgun grillum við svo hjá Lindu,ohh hlakkar til að fá grill.

Þið sem kvittið alltaf,takk fyrir kærlega,alltaf gaman að sjá hverjir kíkja viðSmile þetta þarf nú ekki að vera einhver ritgerðWink bara svo ég sjái nú hverjir nenna að lesa.

Gleðilega páska annars allir saman,borðið nú yfir ykkur af páskaeggi á morgun.Ég fæ númer 7 frá Nóa og það á sko eftir að renna ljúflega niður slurp slurp....

Knús Dísa 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilega páska :)

Eva H. (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 21:10

2 identicon

Gleðilega páska elsku vínkona og fjölsk.....þín Ásta Marta

Ásta Marta (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 23:05

3 identicon

Gleðilega páska dúddurnar mínarhlakka til að fá ykkur í mat á morgun

Linda (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 23:47

4 Smámynd: Úrsúla Manda

Gleðilega páska mín kæra  Gott að gengur vel með Möndlu litlu... skil nú ekkert í þér að hafa ekki sleppt L-inu

Úrsúla Manda , 23.3.2008 kl. 21:16

5 identicon

Gleðilega páska elsku vinkona og vinir....já ég fékk ekki páskaegg þessa páska, fékk bara að smakka hjá börnunum...mér finnst þetta Freyju hrísegg alveg dásamlegt .  Hvernig væri nú að kenna vinkonu sinni að elda svona fínan mat....ég hef aldrei smakkað andarbringur og veit ekki neitt hvernig á að elda svona fínheit og tala nú ekki um sultaðan lauk???   Þú eldar bara ég horfi á á meðan og svo skal ég smakka....hí hí hí er það ekki góður díll.  Svona sýnikennsla eins og í sjónvarpinu...

Jæja bless í bili veit að þú hringir um hæl og bíður mér í svona matreiðslusýni borði námskeið..  

Kveðja Soffía

Soffía vinkona (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 18:22

6 identicon

Sælar og gleðilega páska. Sko ég var búin að skrifa svaka pistil hér í gær... en tölvan mín þoldi það greinilega ekki..., Nema hreinlega að þú sért með vírusvörn gagnvart mér.... Á samt mjög bágt með að trúa því...eða þannig.

Ég er svo hjartanlega sammála þeirri sem skrifar hér á undan mér... Þvílíkur veislumatur..., svona les maður bara um hjá Jóa Fel og fleirum svoleiðis töffurum... Við létum nú okkur bara duga páskalambið... það klikkar reyndar aldrei...

Ég bíð spennt eftir ýsunni..

Jenný (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband